Fara í efni

Bæjarráð

646. fundur
13. janúar 2020 kl. 08:30 - 11:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Rekstur málaflokka 2019 TRÚNAÐARMÁL
Málsnúmer 1904033
Framlagt sem TRÚNAÐARMÁL yfirlit yfir rekstur málaflokka og framkvæmdir janúar - nóvember 2019 auk launakostnaðar og skatttekjur janúar - desember 2019.
Yfirlitið kynnt.
2.
Styrkbeiðni til handa Knattspyrnufélagi Fjarðabyggðar TRÚNAÐARMÁL
Málsnúmer 1908107
Framlagt minnisblað íþrótta- og tómstundafulltrúa sem trúnaðarmál um fjárhagsleg málefni Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að málinu áfram og vísar erindi til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.


3.
Vottun gervigrass í Fjarðabyggðarhöllinni
Málsnúmer 1909149
Framlagt minnisblað íþrótta- og tómstundafulltrúi um gervigrasið í Fjarðabyggðarhöllinni. Fyrir liggur úttekt á Fjarðabyggðarhöllinni sem gerð var af Knattspyrnusambandi Íslands. Helstu niðurstöður eru þær að gervigrasið á leikvellinum er talið óviðunandi.
Bæjarráð vísar erindi til umfjöllunar í eigna- skipulags- og umhverfisnefnd. Erindið verður tekið að nýju fyrir í bæjarráði.
4.
Vinnustaðagreining 2019 TRÚNAÐARMÁL
Málsnúmer 1909129
Lögð fram sem trúnaðarmál vinnustaðagreining fyrir Fjarðabyggð. Farið yfir helstu niðurstöður.
5.
Jafnlaunagreiningar TRÚNAÐARMÁL
Málsnúmer 2001021
Framlagðar niðurstöður jafnlaunagreiningar fyrir sveitarfélagið. Gögn eru merkt sem trúnaðarmál. Jafnlaunagreining kynnt.
6.
Sumaropnun í bókasöfnum Fjarðabyggðar, sumarið 2020
Málsnúmer 1911151
Vísað frá menningar- og nýsköpunarnefnd til afgreiðslu bæjarráðs kostnaði vegna sumaropnunar sem er ekki á fjárhagsáætlun menningarmála 2020.
Bæjarráð vísar fjármögnun vegna opnunartíma bókasafna til fjármagns sem veitt er að liðnum sumarlaun starfsmanna.
7.
Ósk um stuðning - Náttúruverndarsamtök Austurlands 50 ára
Málsnúmer 1911097
Fram lagt að nýju bréf Náttúruverndarsamtaka Austurlands, dagsett 18. nóvember 2019, þar sem óskað er eftir styrk vegna sérstaklega mikils umfangs á 50 ára afmælisári NAUST.
Bæjarráð samþykkir að styrkja Náttúruverndarsamtökin um 50.000 kr. Tekið af liðnum óráðstafað 21 690.
8.
Orkumarkaðir í mótun: Íslensk orka á alþjóðlegum mörkuðum
Málsnúmer 2001080
Boðað er til morgunverðarfundar Landsvirkjunar og greiningarfyrirtækisins CRU sem fjallar
um stöðuna á raforku- og álmörkuðum á Íslandi og erlendis.
Framlagt og kynnt en fundi er streymt af vefnum.
9.
Drög að reglugerðum um fiskeldi
Málsnúmer 2001093
Framlögð drög að þremur reglugerðum um fiskeldi, fiskeldissjóð og útboði eldissvæða.
Vísað til bæjarstjóra og atvinnu- og þróunarstjóra til yfirferðar og gerðar umsagnar.
10.
Fyrirspurn um eflingu innviða til skemmri og lengri tíma
Málsnúmer 2001091
Aðgerðarhópur ráðuneytanna hefur óskað eftir upplýsingum frá landshlutasamtökum og sveitarfélögum um stöðu innviða.
Bæjarráð Fjarðabyggðar leggur þunga áherslu á það við ríkisvaldið að farið verði í heilstæða greiningu á innviðum landsins og því sem fór úrskeiðis í illviðri því sem gekk yfir landið í desember síðastliðnum. Á grundvelli þeirrar greiningar þarf svo að ráðast strax í endurbætur á flutningskerfi raforku, varafli og öryggisfjarskiptum með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi og að allir íbúar landsins sitji við sama borð hvað varðar grundvallar lífskjör. Í því samhengi birtist einnig nauðsyn þess að raforkuframleiðsla og dreifing raforku sé í opinberri eigu og slakað verði á hagnarkröfum til að fyrirtækin geti byggt upp varaafl og haldið úti mannskap um allt land til að takast á við erfiðar aðstæður því áðurnefnt óveður er ekki einsdæmi. Slík veður hafa komið áður og munu koma aftur í framtíðinni.
Bæjarráð samþykkir að fela atvinnu- og þróunarstjóra og sviðsstjóra framkvæmdasviðs að taka saman og senda greinargerð um innviði í Fjarðabyggð.
11.
Fundarboð um framtíð Hallormsstaðaskóla
Málsnúmer 2001098
Framlagt fundarboð frá Hallormsstaðaskóla um framtíð skólans sem haldinn 21. janúar nk. er boðað til fundar með stofnaðilum að Hússtjórnarskólanum á Hallormsstaðaskóla (nú Hallormsstaðaskóla) kl. 16.30 -18.00 á Hótel Héraði.
Bæjarráð samþykkir að senda fulltrúa.
12.
Upplýsingatæknimál -innleiðing á Onecomplain
Málsnúmer 1810046
Um nokkurt skeið hefur verið unnið að opnun á ábendingakerfi fyrir starfsemi sveitarfélagsins.
Kerfið er formlega opnað þar sem formaður bæjarráðs sendir ábendingu til sveitarfélagsins og bæjarstjóri tekur við ábendingu.
13.
Hafnarstjórn - 234
Málsnúmer 2001003F
Fundurgerð hafnarstjórnar frá 7. janúar 2020 tekin til umfjöllunar
14.
Menningar- og nýsköpunarnefnd - 21
Málsnúmer 2001002F
Fundargerð menningar- og nýsköpunarnefndar frá 7. janúar sl. tekin til afgreiðslu.