Fara í efni

Bæjarráð

647. fundur
20. janúar 2020 kl. 08:30 - 11:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Gunnar Jónsson embættismaður
Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Nýr stjórnandi fjölskylduráðgjafar og barnaverndar
Málsnúmer 2001131
Óskar Sturluson mætti á fund bæjarráðs og fjallaði um framtíðarsýn sína á málaflokkinn.
2.
Fjárhagsáætlun 2019 - viðauki 7
Málsnúmer 2001125
Framlagður viðauki 7 um aukið fjármagn til ljósleiðaraverkefna, skiptingu veikindapotts á deildir og lagfæringar áætlunar.
Bæjarráð samþykkir viðauka fyrir sitt leyti og vísar honum til staðfestingar bæjarstjórnar.
3.
Lántaka 2020 hjá Lánasjóði sveitarfélaga
Málsnúmer 2001114
Lögð fram tillaga fjármálastjóra um að auka heimild frá fjárhagsáætlun til að kanna með lán allt að 200 m.kr. hjá Lánasjóði sveitarfélaga.
Bæjarráð samþykkir heimild til fjármálastjóra.
4.
Ársreikningur Fjarðabyggðar 2019 - endurskoðunarvinna
Málsnúmer 2001126
Lögð fram til kynningar og upplýsinga vegna nálgunar og áherslna KPMG á vinnu við endurskoðun Fjarðabyggðar fyrir árið 2019. Gengið er út frá því að bæjarráð gegni hlutverki endurskoðunarnefndar sem áskilið er að starfi þar sem viðkomandi hafi skráð skuldabréf eða hlutabréf á markaði.
5.
730 Brekkugerði 5 - umsókn um lóð
Málsnúmer 2001096
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd lóðarumsókn Einars Vilhelms Einarssonar þar sem sótt er um lóðina við Brekkugerði 5 á Reyðarfirði undir íbúðarhúsnæði.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
6.
750 Stekkholt 12 - umsókn um lóð
Málsnúmer 2001024
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd lóðarumsókn Paulius Naucius þar sem sótt er um lóðina við Stekkholt 12 á Fáskrúðsfirði undir íbúðarhúsnæði.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
7.
Endurskoðun Aðalskipulags Fjarðabyggðar 2007-2027
Málsnúmer 1810136
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til bæjarráðs tillögu sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs um að leitað verði eftir ábendingum frá öðrum nefndum í stjórnkerfi Fjarðabyggðar um viðfangsefni sem ástæða væri til að skoða við gerð lýsingar aðalskipulagsins. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögunar og er henni vísað til bæjarráðs, fræðslunefndar, félagsmálanefndar, íþrótta- og tómstundanefndar, menningar- og nýsköpunarnefndar og hafnarstjórnar.
Lagt fram til kynningar og verður tekið fyrir að nýju í bæjarráði.
8.
Snjóflóð á Vestfjörðum og ofanflóðavarnir
Málsnúmer 2001132
Bæjarráð Fjarðabyggðar sendir íbúum Flateyrar, Suðureyrar og Vestfirðingum öllum hlýjar kveðjur vegna snjóflóðanna í liðinni viku. Mikil mildi var að ekki varð manntjón en ljóst er að eignatjón er mikið. Þá um leið var ánægjulegt að sjá að ofanflóðavarnir stóðust áraunina og skiptu sköpum í að verja byggðina á Flateyri og sýndu þannig hversu ómetanlegar þær framkvæmdir eru fyrir samfélögin sem búa við náttúruvá eins og ofanflóð. Bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð hafa bent á og barist fyrir því um langt árabil að framkvæmdum við ofanflóðavarnir sé framhaldið og farið eftir lögum þar um. Núgildandi lög kveða á um að vörnum sé lokið á þessu ári en langt í frá er að því verði lokið. Það er algerlega ólíðandi að fjármagn það sem aflað hefur verið í Ofanflóðsjóð frá upphafi hans hafi ekki verið nýtt til uppbyggingar ofanflóðamannvirkja og við verður ekki unað lengur. Því áréttar bæjarráð Fjarðabyggðar enn einu sinni við stjórnvöld að nú verður að setja kraft í uppbyggingu mannvirkja og áætlun um slíkt þarf að koma fram strax.
9.
Vottun gervigrass í Fjarðabyggðarhöllinni
Málsnúmer 1909149
Vísað frá eigna- skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarráðs tillögu um að gerði verði verðkönnun vegna endurnýjuna á gervigrasi Fjarðabyggðarhallarinnar.
Bæjarráð samþykkir að taka erindi fyrir í tengslum við heildarúttekt á Fjarðabyggðahöllinni. Beðið er eftir úttekt Mannvits á Fjarðabyggðarhöllinni.
10.
Vinabæjarmót JEFES í Fjarðabyggð 2020
Málsnúmer 1910036
Umræða tekin um vinabæjarmót Norðurlandaþjóðanna sem halda á í Fjarðabyggð.
Bæjarráð samþykkir að vinabæjarmótið verði haldið 11. og 12. maí n.k. og felur bæjarstjóra að hefja undirbúning og skipulagningu þess.
Forseti bæjarstjórnar boðar til vinabæjarmótsins með bréfi.
11.
Reglur um leikskóla
Málsnúmer 1805160
Vísað frá fræðslunefnd til afgreiðslu bæjarráðs endurskoðuðum reglum um leikskóla. Í starfsáætlun Fjarðabyggðar í fræðslumálum fyrir árið 2020 voru gerðar tvær breytingar sem kalla á endurskoðun á reglum um leikskóla. Annars vegar var skipulagsdögum fjölgað úr fimm í sex og hins vegar var gerð breyting á tilhögun á lengra sumarleyfi, þ.e. sex eða átta vikna sumarleyfi nemenda, á þann hátt að nú þarf lengt sumarleyf ekki að vera samfellt og tengt sumarlokun og hægt verður að taka það á tímabilinu frá 15. maí til 15. september.
Bæjarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
12.
Reglur um skólahverfi, umsóknir og innritun í grunnskóla Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1911162
Vísað frá fræðslunefnd til afgreiðslu bæjarráðs drögum að reglum um skólahverfi, umsóknir og innritun í grunnskóla Fjarðabyggðar. Í reglunum er kveðið á um skiptingu skólahverfa í Fjarðabyggð, fjallað um umsóknir og innritun í grunnskóla Fjarðabyggðar, nám utan lögheimilissveitarfélags og tvöfalda skólavist.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
13.
Verklagsreglur skóladagatala
Málsnúmer 1908109
Vísað frá fræðslunefnd til afgreiðslu bæjarráðs drögum að verklagsreglum um gerð skóladagatala.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
14.
Fundagerðir Náttúrustofu Austurlands 2020
Málsnúmer 2001111
Framlögð til kynningar fundargerð 1. stjórnarfundar Náttúrustofu sem haldinn var 10. janúar 2020.
15.
Heimsókn forsvarsmanna SFV
Málsnúmer 2001130
Fulltrúar samtakanna fóru yfir starfsemi og málefni efst á döfinni.
16.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 250
Málsnúmer 2001011F
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá 13. janúar sl. lögð fram til afgreiðslu.
17.
Félagsmálanefnd - 129
Málsnúmer 2001007F
Fundargerð félagsmálanefndar frá 14. janúar sl. lögð fram til afgreiðslu.
18.
Fræðslunefnd - 78
Málsnúmer 1912017F
Fundargerð fræðslunefndar frá 15. janúar lögð fram til afgreiðslu.