Fara í efni

Bæjarráð

648. fundur
27. janúar 2020 kl. 08:30 - 10:30
að Búðareyri 2, fundarherbergi 1
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Stefán Aspar Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Framkvæmda- og viðhaldsáætlun 2020
Málsnúmer 2001149
Framlögð drög framkvæmda- og viðhaldsáætlunar Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2020. Farið yfir stöðu framkvæmda og fjármögnun þeirra til samræmis við fjárhagsáætlun 2020. Áætlunin er jafnframt kynnt á fundi eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
2.
Upplýsingabeiðni vegna skoðunar Umboðsmanns á jafnræðisreglu stjórnsýslulaga.
Málsnúmer 2001083
Framlagt erindi Umboðsmanns Alþingis varðandi jafnræðisreglu stjórnsýslulaga.
Bæjarstjóra falið að svara erindi.
3.
Boðun XXXV. landsþing sambandsins 26.mars 2020
Málsnúmer 2001166
Boðun á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið verður á Grand hótel í Reykjavík þann 26. mars nk. og hefst það kl. 10:30.
Fulltrúar sveitarfélagsins mæta á landsþingið.
4.
Nefndaskipan Framsóknarflokks 2018-2022
Málsnúmer 1904039
Breyting á varamanni í barnaverndarnefnd. Hildur Vala Þorbergsdóttir lætur af varamennsku og í hennar stað kemur Hrafnhildur Lóa Guðmundsdóttir.
5.
Hafnarstjórn - 235
Málsnúmer 2001014F
Framlögð til afgreiðslu fundargerð hafnarstjórnar frá 20. janúar sl.
6.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 68
Málsnúmer 2001008F
Framlögð til afgreiðslu fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 22. janúar sl.