Fara í efni

Bæjarráð

649. fundur
3. febrúar 2020 kl. 08:30 - 10:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Stefán Aspar Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Endurskoðun Aðalskipulags Fjarðabyggðar 2007-2027
Málsnúmer 1810136
Tekið upp að nýju erindi frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til bæjarráðs um viðfangsefni sem ástæða væri til að skoða við gerð lýsingar aðalskipulagsins. Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs gerði grein fyrir vinnu við skipulagið.
2.
Skrifstofa Fjarðabyggðar - starfsstöðvar og starfsmannaaðstaða
Málsnúmer 1504127
Framlagt minnisblað um framkvæmdir við viðhald og endurbætur skrifstofu Fjarðabyggðar í tengslum við flutning og breytingar á starfsaðstöðum.
Kostnaði mætt af liðnum viðhald fasteigna í eignasjóði.
3.
Endurnýjun samninga við björgunarsveitir í Fjarðabyggð
Málsnúmer 2001059
Framlögð drög að endurnýjun samnings við björgunarsveitir í Fjarðabyggð. Björgunarsveitirnar hafa samþykkt samninginn fyrir sitt leyti.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
4.
Fundur með umhverfis- og samgöngunefnd
Málsnúmer 2001223
Framlagður tölvupóstur Sambands sveitarfélaga Austurlandi um sameiginlegan fund fyrir SSA sem og þau sveitarfélög sem sendu inn sérstakar umsagnir um samgönguáætlun. Fundurinn er milli kl. 15:00 - 16:00 þann 5. febrúar nk.
Bæjarráð samþykkir að fulltrúi Fjarðabyggðar verði Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar.
5.
Ofanflóðamál - áskorun til stjórnvalda
Málsnúmer 2001215
Lagt fram til kynningar erindi Seyðisfjarðarkaupstaðar vegna ofanflóða og framkvæmda við ofanflóðavarnir.
Bæjarráð ítrekar fyrri ályktanir sínar um mikilvægi ofanflóðavarna og að hraða beri þeim sem kostur er.
6.
Drög afsals um flugstöðvarbyggingu Norðfjarðarflugvallar
Málsnúmer 2001186
Framlögð drög afsals þar sem Ríkissjóður Íslands afsalar flugstöðvarbyggingu Norðfjarðarflugvallar til Fjarðabyggðar.
Bæjarráð samþykkir að taka yfir flugstöðvarbygginguna og felur bæjarstjóra undirritun afsals.
7.
Drög samnings um rekstur Norðfjarðarflugvallar
Málsnúmer 2001185
Framlögð drög að samningi milli Isavia ohf. og Fjarðabyggðar um rekstur Norðfjarðarflugvallar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram og leggja fyrir að nýju.
8.
Húsnæðisstefna Fjarðabyggðar 2020-2023
Málsnúmer 2001206
Lagt fram bréf frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar um gerð húsnæðisáætlunar Fjarðabyggðar eða endurskoðun núverandi áætlunar á árinu 2020.
Vísað til frekari skoðunar og úrvinnslu hjá fjármálastjóra og atvinnu- og þróunarstjóra.
9.
Samruni Rafveitu Reyðarfjarðar og Orkusölunnar
Málsnúmer 2001084
Framlagt bréf Samkeppniseftirlits vegna sölu Fjarðabyggðar á sölustarfsemi Rafveitu Reyðarfjarðar til Orkusölunnar í samræmi við 1. mgr. 17.gr. samkeppnislaga nr. 44/2005. Samkeppniseftirlitið óskar upplýsinga og sjónarmiða Fjarðabyggðar vegna sölunnar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að svara erindi eftirlitsins.
10.
Lausaganga sauðfjár í Stöðvarfirði
Málsnúmer 1908051
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til kynningar í bæjarráði drögum að svörum til landeiganda Óseyrar í Stöðvarfirði varðandi lausagöngu fjár á jörðinni, lausagöngu fjár í Stöðvarfirði og lausagöngu fjár í Fjarðabyggð.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindi.
11.
Reglur um úthlutun byggðakvóta út frá jafnræðisreglu stjórnsýslulaga.
Málsnúmer 1910191
Umræða tekin um úthlutun byggðakvóta og reglur þar að lútandi. Fjallað um jafnræðisreglu við úthlutun.
Bæjarstjóra ásamt og atvinnu- og þróunarstjóra falið að fara yfir málið og leggja fyrir að nýju.
12.
Friðlýsing Gerpissvæðisins - kynningarfundur
Málsnúmer 2001205
Framlagt fundarboð kynningarfundar um friðlýsingu Gerpissvæðisins í Tónlistarmiðstöðinni á Eskifirði þann 6. febrúar kl. 20:00 og þann 11. febrúar í Reykjavík.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að mæta á fundinn fyrir hönd Fjarðabyggðar sem landeiganda. Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
13.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 251
Málsnúmer 2001020F
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá 27. janúar sl. lögð fram til afgreiðslu.
14.
Fræðslunefnd - 79
Málsnúmer 2001021F
Fundargerð fræðslunefndar frá 29. janúar sl. lögð fram til afgreiðslu.