Fara í efni

Bæjarráð

650. fundur
10. febrúar 2020 kl. 08:30 - 11:11
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri
Stefán Aspar Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Stefán Aspar Stefánsson Stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá
1.
Sundlaug Íþróttamiðstöðvar Reyðarfjarðar
Málsnúmer 1908022
Lagt fram minnisblað verkefnisstjóra á framkvæmdasviði um kostnað við að gera við sundlaugina í Íþróttahúsi Reyðarfjarðar. Lagðir fram minnispunktar vegna fundar bæjarstjóra með tilteknum stjórnendum sem tengjast rekstri sundlaugarinnar. Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka saman minnisblað um málið og hvaða leið sé best að fara í málinu.
2.
Endurgreiðsluhlutfall vegna réttindasafns Lífeyrissjóðs Neskaupstaðar
Málsnúmer 2001211
Framlögð tillaga Brúar lífeyrissjóðs um að endurgreiðsluhlutfall á árinu 2020 vegna réttindasafns Lífeyrissjóðs Neskaupstaðar verði 71%.
Bæjarráð samþykkir framkomna tillögu og vísar henni til staðfestingar bæjarstjórnar.
3.
Fjarðabyggðahöll - ástand og aðgerðir
Málsnúmer 2001140
Lögð fram til kynningar skýrsla Mannvits um ástand og mögulegar aðgerðir vegna þaks Fjarðabyggðarhallarinnar. Bæjarráð óskar eftir frekari skýringum á lið nr. 6 í úrbótakafla, jafnframt nánari útfærslu á frágangi stafna og kyndingu. Skýrslunni, ásamt athugasemdum bæjarráðs, er vísað til eigna-, skipulags-, og umhverfisnefndar.
4.
Stefnumörkun lögreglunnar á Austurlandi 2020
Málsnúmer 2002004
Framlögð drög að stefnumörkun lögreglunnar á Austurlandi fyrir árið 2020.
Á fund bæjarráðs mættu Inger L. Jónsdóttir, lögreglustjóri á Austurlandi, og Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn, og kynntu drögin. Umræða tekin í bæjarráði sem lýsir ánægju með stefnumörkun lögreglunnar.
5.
Almenningssamgöngur í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1904072
Vísað til fyrri samþykktar bæjarráðs frá 1. ágúst 2019 þar sem lögð voru fyrir tilboð ViaPlan og Eflu í úttekt á almenningssamgöngum. Lagt fram minnisblað bæjarstjóra vegna Almenningssamgangna í Fjarðabyggð. Upplýsinga- og kynningarfulltrúi fór yfir málið.
Bæjarráð felur upplýsinga- og kynningarfulltrúa að fara yfir forsendur málsins og leggja það fyrir að nýju.
6.
64.mál til umsagnar tillögu til þingsályktunar um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld
Málsnúmer 2001242
Framlagt erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis til umsagnar tillögu til þingsályktunar um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld. Tillagan felur samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að meta hvort og hvernig unnt sé að veita sveitarfélögum heimild til að innheimta umhverfisgjöld.
Lagt fram til kynningar og vísað til eigna-, skipulags-, og umhverfisnefndar.
7.
Starfshópur um efnhagsþróun á norðuslóðum
Málsnúmer 2002024
Framlagt bréf Utanríkisráðuneytis um skipan starfshóps um efnahagsþróun á norðurslóðum sem ætlað er að greina heildstætt mögulegan efnahagsuppgang sem gæti orðið á norðurslóðum. Starfshópurinn gefur hagsmunaaðilum kost á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.
Bæjarráð felur atvinnu- og þróunarstjóra ásamt bæjarstjóra að yfirfara erindið.
8.
Beiðni um að halda tónleika í Stefánslaug
Málsnúmer 2002027
Fyrir bæjarráði liggur beiðni frá Hákoni Guðröðarsyni, f.h. QueerNes hátíðinni, um að halda tónleika í Stefánslaug að kvöldi 10. apríl næstkomandi. Bæjarráð samþykkir beiðnina.
9.
Samstarf um heilsueflingu
Málsnúmer 1912107
Framlagður samstarfssamningur við Institute for Positive Health (IPH) vegna samstarfs HSA við heilsueflandi sveitarfélög á Austurlandi.
Bæjarráð samþykkir framlagðan samstarfssamning og felur bæjarstjóra undirritun. Bæjarráð vísar samningnum til kynningar í fastanefndum fjölskyldusviðs.
10.
Ósk um fund með ráðamönnum sveitarfélagsins
Málsnúmer 2002015
Framlagt sameiginlegt bréf frá stjórnum Blæs og Dalahallarinnar þar sem óskað er eftir fundi með fulltrúum sveitarfélagsins, bæjarstjórn, bæjarráði og bæjarstjóra.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að boða fund með stjórnunum og bæjarráði.
11.
Dómsmál - Strand Green Freezer
Málsnúmer 1409140
Framlögð stefna Lögmannsstofunnar Sævar Þór & Partners vegna strands Green Freezer ásamt dómskjölum. Lagt fram til kynningar, bæjarráð felur bæjarstjóra umhald málsins.
12.
Dómsmál - stefna TRÚNAÐARMÁL
Málsnúmer 2001142
Framlögð til kynningar stefna Gísla H Hall vegna uppsagnar starfsmanns úr starfi.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að málinu áfram með Jóni Jónssyni lögmanni.
13.
Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2020
Málsnúmer 2002033
Framlögð til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 31. janúar 2020.
14.
Forúttekt jafnlaunavottunar
Málsnúmer 1812054
Við forúttekt jafnlaunavottunar sem fór fram í lok nóvember 2019 komu fram nokkrar athugasemdir við kerfið sem nauðsynlegt er að bæta áður en hægt er að fara í vottun. Mannauðsstjóri kom á fund bæjarráðs og fór yfir athugasemdir og úrbætur. Bæjarráð samþykkir tillögur mannauðsstjóra.
15.
Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2019/2020
Málsnúmer 1910191
Lögð fram auglýsing um byggðakvóta fiskveiðiárið 2019-2020. Bæjarráð samþykkir auglýsingu.
16.
Beiðni um styrk til að mæta álögðum fasteignaskatti 2020
Málsnúmer 2001225
Beiðni um styrk til að mæta álögðum fasteignaskatti fyrir árið 2020 vegna Ungmennafélaganna Leiknis og Austra, Golfklúbbs Byggðarholts, Golfklúbbs Norðfjarðar (golfskáli 1 og 2) og Hestamannafélagsins Blæs (Dalahöllin).
Bæjarráð samþykkir að veittur sé styrkur til samræmis við beiðni. Vísað til styrkjaliðar málaflokks íþróttamála.
17.
Nefndaskipan Sjálfstæðisflokks 2018 - 2022
Málsnúmer 1806146
Lögð fram tilkynning Jens Garðars Helgasonar um framlengt leyfi frá störfum í bæjarstjórn til 1. júní 2020.
18.
Nefndaskipan Fjarðalista 2018 - 2022
Málsnúmer 1908104
Petra Lind Sigurðardóttir tekur sæti sem aðalmaður og varaformaður í barnaverndarnefnd í stað Eydísar Ásbjörnsdóttur. Eydís Ásbjörnsdóttir mun taka sæti varamanns í stað Sigurjóns Valmundarsonar í barnaverndarnefnd.
19.
Hafnarstjórn - 236
Málsnúmer 2002003F
Fundargerð hafnarstjórnar frá 6. febrúar sl. tekin til afgreiðslu.