Bæjarráð
653. fundur
9. mars 2020
kl.
08:30
-
10:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir
formaður
Jón Björn Hákonarson
varaformaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir
aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson
bæjarstjóri
Gunnar Jónsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Kaup á skemmu í starfsmannaþorpi Alcoa
Tekið fyrir að nýju erindi slökkviliðsstjóra Fjarðabyggðar um yfirtöku slökkviliðsins á stálgrindarskemmu við starfsmannaþorp Alcoa. Meðfylgjandi er úttekt sviðsstjóra framkvæmdasviðs á húsnæði stálgrindarskemmunnar.
Bæjarráð samþykkir að ekki verði farið í kaup á áðurnefndri stálgrindarskemmu. Slökkviliðsstjóra ásamt framkvæmdasviði falið að finna aðrar lausnir á æfingaaðstöðu slökkviliðsins.
Bæjarráð samþykkir að ekki verði farið í kaup á áðurnefndri stálgrindarskemmu. Slökkviliðsstjóra ásamt framkvæmdasviði falið að finna aðrar lausnir á æfingaaðstöðu slökkviliðsins.
2.
Selnes 1 Breiðdalsvík kaupsamningur og afsal
Framlagður kaupsamningur um sölu á Selnesi 1 á Breiðdalsvík til Goðaborgar ehf. Áður á dagskrá bæjarráðs 11. nóvember 2019. Fjárheimildir til sölunnar voru í viðauka 6 við fjárhagsáætlun 2019. Ganga þarf frá lóðamálum áður en kaupsamningur verður endanlega frágenginn.
Bæjarráð vísar gerð lóðarleigusamning til umhverfis- og skipulagssviðs og afgreiðslu eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar. Jafnframt samþykkir bæjarráð sölu á fasteigninni Selnesi 1 sbr. fyrirliggjandi kaupsamning og felur bæjarstjóra undirritun skjala vegna samninganna.
Bæjarráð vísar gerð lóðarleigusamning til umhverfis- og skipulagssviðs og afgreiðslu eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar. Jafnframt samþykkir bæjarráð sölu á fasteigninni Selnesi 1 sbr. fyrirliggjandi kaupsamning og felur bæjarstjóra undirritun skjala vegna samninganna.
3.
Kaupsamningur um Selnes 14 Breiðdalsvík af Bjarki byggir ehf.
Framlagður kaupsamningur um Selnes 14 á Breiðdalsvík af Bjarki byggir ehf. Áður á dagskrá bæjarráðs 11. nóvember 2019 í máli nr. 1902078. Fjárheimild til kaupanna voru í viðauka 6 við fjárhagsáætlun 2019.
Bæjarráð samþykkir kaup fasteignarinnar og felur bæjarstjóra undirritun skjala vegna þeirra.
Bæjarráð samþykkir kaup fasteignarinnar og felur bæjarstjóra undirritun skjala vegna þeirra.
4.
Sameininganámsferð til Bergen 30. ágúst til 2. sept. nk.
Vegna áforma um sameiningar sveitarfélaga á Íslandi hefur Samband íslenskra sveitarfélaga ákveðið að standa fyrir námsferð til Noregs fyrir íslenska sveitarstjórnarmenn. Markmið ferðarinnar er að heimsækja sameinuð sveitarfélög og kynnast norska sameiningarverkefninu sem stóð yfir frá 2014-2020.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
5.
Beiðni um styrk vegna Egilsbrautar 8 Neskaupstað
Umsókn um styrk vegna greiðslu fasteignaskatts í samræmi við 1. og 2. grein reglna Fjarðabyggðar um styrk vegna greiðslu fasteignaskatts af Egilsbraut 8, F2285966.
Bæjarráð samþykkir að veita Steininum Nytjamarkaði styrk sbr. 1. og 2. gr. reglnanna.
Bæjarráð samþykkir að veita Steininum Nytjamarkaði styrk sbr. 1. og 2. gr. reglnanna.
6.
Skapandi sumarstörf 2020
Framlögð drög að samningi Fljótsdalshéraðs og Fjarðabyggðar um skapandi sumarstörf sumarið 2020.
Samstarfsverkefnið skapandi sumarstörf gekk vel síðasta sumar og bæjarráð vonast til að verkefnið þróist og eflist áfram á Austurlandi.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur forstöðumanni menningarstofu og bæjarritara að uppfæra hann. Vísað til menningar- og nýsköpunarnefndar.
Samstarfsverkefnið skapandi sumarstörf gekk vel síðasta sumar og bæjarráð vonast til að verkefnið þróist og eflist áfram á Austurlandi.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur forstöðumanni menningarstofu og bæjarritara að uppfæra hann. Vísað til menningar- og nýsköpunarnefndar.
7.
Starfsemi Krabbameinsfélags Austfjarða TRÚNAÐARMÁL
Framlagt erindi Krabbameinsfélags Austfjarða þar sem gerð er grein fyrir breytingu frá fyrri beiðni um styrk til reksturs félagsins í Fjarðabyggð frá fyrra erindi sem tekið var fyrir 9.desember sl.
Bæjarráð samþykkir að breyta áður samþykktri styrkúthlutun og veitir Krabbameinsfélagi Austfjarða 300.000 kr. styrk til eflingar starfsemi félagsins. Tekið af liðnum óráðstafað 21-690.
Bæjarráð samþykkir að breyta áður samþykktri styrkúthlutun og veitir Krabbameinsfélagi Austfjarða 300.000 kr. styrk til eflingar starfsemi félagsins. Tekið af liðnum óráðstafað 21-690.
8.
Endurskoðun samnings um útvistun rekstrar Skíðasvæðisins í Oddsskarði 2019
Framlögð fundargerð þriðja fundar stýrihóps um endurskoðun samnings vegna útvistunar rekstrar í Skíðamiðstöðinni í Oddsskarði frá 5. mars sl.
Ekki er einhugur í hópnum um hvernig framtíðarsamkomulag reksturs á að vera í Skíðamiðstöðinni í Oddsskarði og leggur framhald málsins til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir að sveitarfélagið taki að nýju við rekstri og umhaldi Skíðamiðstöðvarinnar í Oddsskarði frá og með 1. júní nk. Ýmsir kostir hafa verið því samhliða að útvista rekstrinum síðustu ár en ljóst er að ýmsar áskoranir bíða skíðasvæðisins s.s. skipulagsmál og fleira og því rétt að sveitarfélagið taki við rekstrinum að nýju meðan verið er að leiða þau mál til lykta. Atvinnu- og þróunarstjóra ásamt íþrótta- og frístundastjóra falið hefja undirbúning að skipulagningu og rekstri svæðisins frá og með haustinu 2020
Ekki er einhugur í hópnum um hvernig framtíðarsamkomulag reksturs á að vera í Skíðamiðstöðinni í Oddsskarði og leggur framhald málsins til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir að sveitarfélagið taki að nýju við rekstri og umhaldi Skíðamiðstöðvarinnar í Oddsskarði frá og með 1. júní nk. Ýmsir kostir hafa verið því samhliða að útvista rekstrinum síðustu ár en ljóst er að ýmsar áskoranir bíða skíðasvæðisins s.s. skipulagsmál og fleira og því rétt að sveitarfélagið taki við rekstrinum að nýju meðan verið er að leiða þau mál til lykta. Atvinnu- og þróunarstjóra ásamt íþrótta- og frístundastjóra falið hefja undirbúning að skipulagningu og rekstri svæðisins frá og með haustinu 2020
9.
Loðnuleit
Framlögð sameiginleg yfirlýsing frá sveitarfélögunum Fjarðabyggð, Vestmannaeyjabæ, Sveitarfélaginu Hornafirði, Vopnafjarðarhreppi og Langanesbyggð vegna loðnuleitar.
Sveitarfélögin Fjarðabyggð, Vestmannaeyjar, Hornafjörður, Vopnafjörður og Langanesbyggð lýsa yfir miklum vonbrigðum með að Sjávarútvegsráðherra, stjórnvöld og Hafrannsóknarstofnun skuli ekki hafa gefið út rannsóknarkvóta á loðnu nú þegar hrygning stofnsins hefst. Með því hefði gefist mikilvægt tækifæri til rannsókna á stofninum ásamt því að hægt hefði verið að verja hrognamarkaði á erlendri grund fyrir íslenskar útgerðir þetta árið. Þá er ekki síður áhyggjuefni hversu mikið skortir upp á nýjar grunnrannsóknir á loðnustofninum fyrir Ísland og því verða stjórnvöld að bregðast við nú þegar og gera Hafrannsóknarstofnun það kleift fjárhagslega að ráðast í slíkar rannsóknir. Ekki síst var það mikið áfall að heyra að Hafrannsóknarstofnun hafi ekki fengið fjárframlag á dögunum til að stofnunin gæti vaktað loðnuna og hegðun hennar nú. Þá geta áðurtalin sveitarfélög, sem byggja afkomu sína að stóru leiti á uppsjávarveiðum, ekki sætt sig við þau svör sem þau hafa fengið frá ráðherra í fjölmiðlum um að þau þurfi að taka á sig skellinn af loðnubresti ár eftir ár án nokkrar aðkomu eða umræðna við stjórnvöld um aðrar tímabundnar aðgerðir til að mæta slíkum áföllum. Þá er rétt að hafa í huga að áföll sem þessi hafa ekki bara áhrif á rekstur sveitarfélaganna heldur líka fyrirtækja í þeim sem og almennings og það á að vera samstarfsverkefni stjórnvalda og sveitastjórna að mæta slíku.
Nánari upplýsingar veitir Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar í s:899-8255
Sveitarfélögin Fjarðabyggð, Vestmannaeyjar, Hornafjörður, Vopnafjörður og Langanesbyggð lýsa yfir miklum vonbrigðum með að Sjávarútvegsráðherra, stjórnvöld og Hafrannsóknarstofnun skuli ekki hafa gefið út rannsóknarkvóta á loðnu nú þegar hrygning stofnsins hefst. Með því hefði gefist mikilvægt tækifæri til rannsókna á stofninum ásamt því að hægt hefði verið að verja hrognamarkaði á erlendri grund fyrir íslenskar útgerðir þetta árið. Þá er ekki síður áhyggjuefni hversu mikið skortir upp á nýjar grunnrannsóknir á loðnustofninum fyrir Ísland og því verða stjórnvöld að bregðast við nú þegar og gera Hafrannsóknarstofnun það kleift fjárhagslega að ráðast í slíkar rannsóknir. Ekki síst var það mikið áfall að heyra að Hafrannsóknarstofnun hafi ekki fengið fjárframlag á dögunum til að stofnunin gæti vaktað loðnuna og hegðun hennar nú. Þá geta áðurtalin sveitarfélög, sem byggja afkomu sína að stóru leiti á uppsjávarveiðum, ekki sætt sig við þau svör sem þau hafa fengið frá ráðherra í fjölmiðlum um að þau þurfi að taka á sig skellinn af loðnubresti ár eftir ár án nokkrar aðkomu eða umræðna við stjórnvöld um aðrar tímabundnar aðgerðir til að mæta slíkum áföllum. Þá er rétt að hafa í huga að áföll sem þessi hafa ekki bara áhrif á rekstur sveitarfélaganna heldur líka fyrirtækja í þeim sem og almennings og það á að vera samstarfsverkefni stjórnvalda og sveitastjórna að mæta slíku.
Nánari upplýsingar veitir Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar í s:899-8255
10.
Beiðni um tímabundin afnot af Egilsbraut 4, Neskaupstað
Framlögð beiðni um tímabundin afnot af Egilsbraut 4, fyrrum Atóm félagsmiðstöðvar fyrir starfsemi Pílukastfélags Fjarðabyggðar.
Bæjarráð felur íþrótta- og frístundastjóra að ræða við forsvarsmenn félagsins um beiðnina og leita lausna með að koma starfseminni fyrir í Egilsbúð þar sem stefnt er að nýtingu hússins sem frístundahúss.
Bæjarráð felur íþrótta- og frístundastjóra að ræða við forsvarsmenn félagsins um beiðnina og leita lausna með að koma starfseminni fyrir í Egilsbúð þar sem stefnt er að nýtingu hússins sem frístundahúss.
11.
Innviðauppbygging á Reyðarfirði
Umræða um niðurstöður af íbúafundi sem haldinn var 3.3.2020 um innviðauppbyggingu á Reyðarfirði.
Atvinnu- og þróunarstjóri ásamt framkvæmdarsviði vinnur að úrlausn á þeim hugmyndum sem komu af íbúafundinum á Reyðarfirði 3. mars 2020. Tekin er umræða um fundinn ásamt drögum af þeim gögnum sem liggja fyrir.
Bæjarráð samþykkir að skipa starfshóp um uppbyggingu íþróttahús á Reyðarfirði. Hópinn skipa eftirfarandi: Frá bæjarráði Jón Björn Hákonarson sem jafnframt verður formaður samráðshópsins og Dýrunn Pála Skaftadóttir. Formenn eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar Einar Már Sigurðarson, íþrótta- og tómstundarnefndar Pálína Margeirsdóttir og fræðslunefndar Sigurður Ólafsson. Jafnframt verður óskað eftir því að Íbúasamtök Reyðarfjarðar og Ungmennafélagið Valur tilnefni einn aðila frá hvoru félagi í samráðshópinn. Með hópnum starfar atvinnu- og þróunarstjóri og íþrótta- og tómstundastjóri ásamt öðrum embættismönnum sveitarfélagsins eftir þörfum.
Bæjarráð felur framkvæmdasviði og umhverfis- og skipulagssviði að vinna að lausnum með starfshópnum um uppbyggingu íþróttahúss á Reyðarfirði og leggja fyrir hugmyndir, teikningar og kostnaðargreiningu á slíku mannvirki. Fjármunir sem til koma af sölu Rafveitu Reyðarfjarðar er sú fjárveiting sem lögð er til verksins. Bæjarritara er falið að útbúa erindisbréf samráðshópsins og vísar erindinu til kynningar til eigna,- skipulags- og umhverfisnefndar, fræðslunefndar og íþrótta- og tómstundarnefndar.
Atvinnu- og þróunarstjóri ásamt framkvæmdarsviði vinnur að úrlausn á þeim hugmyndum sem komu af íbúafundinum á Reyðarfirði 3. mars 2020. Tekin er umræða um fundinn ásamt drögum af þeim gögnum sem liggja fyrir.
Bæjarráð samþykkir að skipa starfshóp um uppbyggingu íþróttahús á Reyðarfirði. Hópinn skipa eftirfarandi: Frá bæjarráði Jón Björn Hákonarson sem jafnframt verður formaður samráðshópsins og Dýrunn Pála Skaftadóttir. Formenn eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar Einar Már Sigurðarson, íþrótta- og tómstundarnefndar Pálína Margeirsdóttir og fræðslunefndar Sigurður Ólafsson. Jafnframt verður óskað eftir því að Íbúasamtök Reyðarfjarðar og Ungmennafélagið Valur tilnefni einn aðila frá hvoru félagi í samráðshópinn. Með hópnum starfar atvinnu- og þróunarstjóri og íþrótta- og tómstundastjóri ásamt öðrum embættismönnum sveitarfélagsins eftir þörfum.
Bæjarráð felur framkvæmdasviði og umhverfis- og skipulagssviði að vinna að lausnum með starfshópnum um uppbyggingu íþróttahúss á Reyðarfirði og leggja fyrir hugmyndir, teikningar og kostnaðargreiningu á slíku mannvirki. Fjármunir sem til koma af sölu Rafveitu Reyðarfjarðar er sú fjárveiting sem lögð er til verksins. Bæjarritara er falið að útbúa erindisbréf samráðshópsins og vísar erindinu til kynningar til eigna,- skipulags- og umhverfisnefndar, fræðslunefndar og íþrótta- og tómstundarnefndar.
12.
Hafnarstjórn - 238
Fundargerð hafnarstjórnar frá 27. febrúar sl. lögð fram til afgreiðslu.