Fara í efni

Bæjarráð

654. fundur
16. mars 2020 kl. 08:30 - 10:45
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Beiðni um sameiginlega tilnefningu sveitarfélaga í hreindýraráð
Málsnúmer 2003066
Framlagt erindi Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um skipan sameiginlegs fulltrúa sveitarfélaganna á Austurlandi.
Bæjarráð felur stjórn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi að tilnefna fulltrúa í ráðið. Jafnframt er Fjarðabyggð tilbúin til að tilnefna fulltrúa.
2.
Reglugerð nr. 15/1949 um Rafveitu Reyðarfjarðar - brottnám
Málsnúmer 2003050
Vegna sölu á dreifikerfi Rafveitu Reyðarfjarðar til RARIK fylgir með í sölunni sérleyfi til reksturs dreifikerfis.
Bæjarráð samþykkir því að felld verði úr gildi reglugerð um Rafveitu Reyðarfjarðar frá árinu 1949 og vísar til bæjarstjórnar staðfestingu þess efnis.
3.
Málefni Dalahallarinnar ehf.
Málsnúmer 2002015
Á 650. fundi bæjarráðs sem haldinn var þann 10. febrúar síðastliðin var framlagt sameiginlegt bréf stjórna Hestamannafélagsins Blæs og Dalahallarinnar þar sem þær óskuðu eftir fundi með fulltrúum sveitarfélagsins. Bæjarstjóri ásamt fulltrúum bæjarráðs hafa fundað með sameiginlegum stjórnum Hestamannafélagsins Blæs og Dalahallarinnar ehf.
Bæjarráð samþykkir að gera áframhaldandi rekstrarsamning við Hestamannafélagið Blæ vegna reksturs hallarinnar að fjárhæð 3,4 m.kr. til þriggja ára. Með samningi verði félagsþjónustu Fjarðabyggðar veitt afnot að höllinni ef hún hefur not fyrir hana. Útgjöldum umfram fjárhagsáætlun mætt af liðnum óráðstafað 21-690 á árinu.
4.
Ósk um samstarf - Krabbameinsfélagið
Málsnúmer 2003076
Framlagt bréf Krabbameinsfélags Íslands þar sem kynnt eru drög að samkomulagi um eflingu forvarna og þjónustu við fólk með krabbamein á Austurlandi. Krabbameinsfélag Íslands mun kosta starfsmann fyrir fjórðunginn sem mun veita þjónustu á heilsugæslustöðvum Heilbrigðisstofnunar Austurlands.
Bæjarráð þakkar erindið og fagnar framtaki félagsins. Fjarðabyggð styrkir nú þegar Krabbameinsfélag Austfjarða sem er aðildarfélag að Krabbameinsfélagi Íslands með styrk sem á að nýtast starfseminni.
5.
Gjaldskrá sund- og líkamsræktarkorta
Málsnúmer 2003007
Vísað frá íþrótta- og tómstundanefnd til afgreiðslu bæjarráðs tillögu að breytingu á gjaldskrá líkamsrækta- og sundkorta í Fjarðabyggð. Tillagan gerir ráð fyrir að inneign á 10 tíma kortum falli niður eftir fjögur ár en ekki tvö sem áður var.
Bæjarráð samþykkir tillögu íþrótta- og tómstundanefndar.
6.
Akstursstyrkir vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna
Málsnúmer 2002063
Vísað frá íþrótta- og tómstundanefnd til kynningar í bæjarráði drögum að reglum um akstursstyrki barna vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar.
Bæjarráð vísar málinu til íþrótta- og tómstundanefndar og leggur til hún feli íþrótta- og frístundastjóra og fjármálastjóra að kostnaðargreina verkefnið betur og taka mið af frístundarútu. Jafnframt að hafa samráð við foreldra barna í Breiðdal og á Stöðvarfirði.
7.
Viðbragðsáætlun Fjarðabyggðar vegna smitsjúkdóma
Málsnúmer 2003092
Framlögð viðbragðsáætlun Fjarðabyggðar vegna smitsjúkdóma. Unnið er í náinni samvinnu við almannavarnir vegna viðbragða í starfseminni og verður upplýst á heimasíðu Fjarðabyggðar og facebook um ráðstafanir þegar grípa þarf til þeirra.
Viðbragðsáætlun samþykkt.
Farið yfir ráðstafanir og viðbrögð við samkomubanni sem hefur áhrif á skólastarf sbr. leiðbeiningar sóttvarnarlæknis og reglugerðir sem gefnar hafa verið út því tengdu. Sveitarfélagið er vel í stakk búið til að takast á við ástandið eins og staðan er og unnið verður áfram eftir fyrirmælum yfirvalda.
8.
Jafnréttisstefna 2019-2023
Málsnúmer 1910037
Vísað frá félagsmálanefnd til umfjöllunar bæjarráðs minnisblaði félagsmálastjóra um stöðu jafnréttisáætlunar Fjarðabyggðar 2019-2023. Staða verkþátta er að jafnlaunavottun sveitarfélagsins er að ljúka og samantekt á hlutfalli kynja í nefndum, ráðum og stjórnum Fjarðabyggðar er lokið. Að meðaltali skiptast nefndarmenn í fastanefndum og bæjarráði þannig að karlar eru 49,3% og konur 50,7%, og hlutfall formanna er jafnt eftir kynjum en í undirnefndum, ráðum og stjórnum eru 80% formanna karlar en í nefndunum eru karlar að meðaltali 57,4% og konur 42,6%. Vísað til bæjarráðs til meðferðar skv. lið 2.1 II kafla jafnréttisstefnu Fjarðabyggðar 2019-2023.
Kynnt í bæjarráði og vísað til bæjarstjórnar.
9.
Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning 2020
Málsnúmer 2003030
Vísað frá félagsmálanefnd til afgreiðslu bæjarráðs tillögu að breyttum reglum um sérstakan húsnæðisstuðning ásamt minnisblaði sviðsstjóra fjölskyldusviðs. Um lítilsháttar breytingar er að ræða auk uppfærslu á upphæðum og tekjuviðmiðum.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingar í bæjarstjórn.
10.
Boðun XXXV. landsþing sambandsins 26.mars 2020
Málsnúmer 2001166
Framlagður til kynningar tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga en í ljósi aðstæðna hefur stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga tekið þá ákvörðun að fresta landsþingi sambandsins sem halda átti 26. mars nk. Tímasetning ákveðin síðar. Jafnframt er aðalfundi Lánasjóði íslenskra sveitarfélaga frestað ótímabundið.
11.
Barnvæn sveitarfélög - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna
Málsnúmer 2002151
Vísað frá íþrótta- og tómstundanefnd til bæjarráðs erindi þar sem hvatt er til innleiðingar Barnasáttmálans í verkefninu Barnvæn sveitarfélög. Erindið var jafnframt tekið fyrir í félagsmálanefnd.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs, fjármálastjóra og mannauðsstjóra að greina áhrif og kostnað við innleiðingu sáttmálans og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
12.
Skipulag fjölskyldusviðs 2020
Málsnúmer 2002036
Vísað frá félagsmálanefnd til umfjöllunar bæjarráðs minnisblaði sviðsstjóra fjölskyldusviðs, félagsmálastjóra og stjórnanda barnaverndar.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs, fjármálastjóra og mannauðsstjóra að greina áhrif og kostnað við tillögur sem lagðar eru til með fjölgun starfsmanna á fjölskyldusviði.
13.
Vinabæjarmót JEFES í Fjarðabyggð 2020
Málsnúmer 1910036
Farið yfir fyrirhugað vinabæjarmót sem áformað var 11. og 12. maí n.k. Bæjarráð samþykkir að fresta vinabæjarmótinu um óákveðin tíma og felur forseta bæjarstjórnar og bæjarritara að vera í samskiptum við vinabæina.
14.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 254
Málsnúmer 2003007F
Fundargerð eigna-, skiplags- og umhverfisnefndar frá 9. mars tekin til afgreiðslu.
15.
Menningar- og nýsköpunarnefnd - 23
Málsnúmer 2003006F
Fundargerð menningar- og nýsköpunarnefndar frá 9. mars sl. tekin til afgreiðslu.
16.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 70
Málsnúmer 2003008F
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 11. mars sl. tekin til afgreiðslu.
17.
Fræðslunefnd - 81
Málsnúmer 2002022F
Fundargerð fræðslunefndar frá 11. mars sl. tekin til afgreiðslu.
18.
Félagsmálanefnd - 131
Málsnúmer 2003003F
Fundargerð félagsmálanefndar frá 10. mars sl. lögð fram til afgreiðslu.