Fara í efni

Bæjarráð

655. fundur
23. mars 2020 kl. 08:30 - 10:30
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Stefán Aspar Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Ársreikningur Fjarðabyggðar og stofnana 2019 - TRÚNAÐARMÁL
Málsnúmer 2001126
Magnús Jónsson endurskoðandi Fjarðabyggðar kom inn á fundinn og upplýsti um að drög að ársreikningi Fjarðabyggðar fyrir árið 2019 séu ekki tilbúinn.
Bæjarráð samþykkir að endurskoðandi Fjarðabyggðar komi og geri grein fyrir vinnu við ársreikning Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2019 á næsta á fundi 30. mars nk.
2.
Endurskoðun á ráðstöfun og meðferð 5,3% atvinnu- og byggðakvóta
Málsnúmer 2003120
Árlega er úthlutað aflamarki til sérstakra aðgerða í fiskveiðistjórnunarkerfi Íslands. Er aflamarkið, sem er 5,3% af heildarafla í hverri fisktegund, dregið af leyfilegum heildarafla til að mæta áföllum, til stuðnings byggðalögum, línuívilnunar, strandveiða, rækju- og skelbóta, frístundaveiðar og til annarra tímabundinna ráðstafana til að auka byggðafestu. Á síðasta ári var úthlutað rúmlega 23 þús. þorskígildistonnum af heildaraflanum til umræddra aðgerða. Starfshópur á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, skilaði af sér tillögum þann 21. febrúar sl. um áðurnefnt kerfi. Bæjarstjóri hefur óskað eftir því fyrir hönd Fjarðabyggðar að fá að veita umsögn við skýrsluna og fengið frest til þess til 23. mars nk.
Bæjarráð felur atvinnu- og þróunarstjóra að senda inn umsögn um skýrsluna.
3.
Auglýsing samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga
Málsnúmer 2003111
Framlögð til kynningar auglýsing um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga.
Bæjarráð samþykkir að fundir bæjarstjórnar, nefndar- og ráða verði haldnir sem fjarfundir á meðan samkomubann stjórnvalda er í gildi og að unnið sé eftir leiðbeiningum Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna fjarfunda hjá sveitarfélögum. Vert er að taka fram að nú þegar hafa verið haldnir slíkir fundir hjá bæjarstjórn og nefndum sveitarfélagsins.
4.
Viðspyrna af hálfu sveitarfélaga fyrir íslenskt atvinnulíf
Málsnúmer 2003122
Framlagt erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem sveitarfélög eru hvött til þess að hrinda í framkvæmd eins og kostur er hugmyndum og ábendingum að aðgerðum til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf í ljósi þess samdráttar sem blasir við í þjóðarbúskapnum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra, fjármálastjóra og sviðsstjóra framkvæmdasviðs að taka saman minnisblað ásamt tillögum til aðgerða til viðspyrnu fyrir atvinnulíf og íbúa í Fjarðabyggð eftir umræðu á fundinum. Reikningar vegna leikskóla- og frístundargjalda sem og skólamáltíða hafa verið sendir út eins og um fulla þjónustu sé að ræða í marsmánuði.
Bæjarráð samþykkir að leiðrétt verði fyrir þeirri skerðingu sem nú er orðin á þessari þjónustu og felur fjármálastjóra útfærslu í samræmi við umræður á fundinum og í samvinnu við sviðsstjóra fjölskyldusviðs.
Með þessu verði komið til móts við foreldra/forráðamanna barna sem ákveða að hafa börn sín heima til að létta á starfsemi leikskóla eða vegna sóttkvíar og draga þá daga frá gjöldum. Jafnframt verði þeir dagar sem lokað verður í íþróttamiðstöðvum bætt aftan við gildistíma inneigna notenda. Tekið fyrir að nýju á næsta fundi bæjarráðs.
5.
Þjónustusamningur milli Safnastofnun Fj. og Myndlistarsafn Tryggva
Málsnúmer 2003096
Vísað frá safnanefnd til afgreiðslu í bæjarráði þjónustusamningi Safnastofnunar og Myndlistasafns Tryggva Ólafssonar fyrir árið 2020. Bæjarráð samþykkir tillögu Safnanefndar.
6.
Slit félagsins Sjóminja- og smiðjuminjasafn Jósafats Hinrikssonar
Málsnúmer 1911133
Vísað frá safnanefnd til kynningar í bæjarráði minnisblaði um slit á Sjálfseignastofnun um Sjóminja- og smiðjumunasafn Jósafats Hinrikssonar. Bæjarráð samþykkir að ákvæði gjafabréfs eigenda safnsins til sveitarfélagsins komi til framkvæmda og Fjarðabyggð verði með þessu ábyrgðaraðili safnsins.
7.
Tilkynning um slit á Safnaráði Neskaupstað
Málsnúmer 2003097
Vísað frá safnanefnd til kynningar í bæjarráði minnisblaði um slit á Safnaráði Neskaupstaðar. Lagt fram til kynningar.
8.
Vottun gervigrass í Fjarðabyggðarhöllinni
Málsnúmer 1909149
Lögð fyrir bæjarráð niðurstaða á formlegri verðfyrirspurn sem verkfræðistofan Mannvit lét framkvæma fyrir Fjarðabyggð vegna lagningar á nýju gervigrasi á Fjarðabyggðarhöllina. Íþrótta- og frístundastjóri og verkefnastjóri á framkvæmdasviði í samráði við verkfræðistofuna Mannvit ehf. telja hagkvæmast fyrir Fjarðabyggð að taka einu tilboðanna frá Metatron á Polytan Ligaturf RS 240 gervigrasi. Verðtilboðið miðast við að geta endurnýtt gúmmípúðana undir vellinum og 70% af því gúmmi sem er í vellinum fyrir. Heildarkostnaðurinn yrði 40.415.119 kr.
Bæjarráð samþykkir að taka verðtilboði frá Metatron á Polytan Ligaturf RS 240 gervigrasi. Heildarkostnaðurinn yrði 40.415.119 kr. Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar til áframhaldandi vinnslu og til kynningar í íþrótta- og tómstundarnefnd og ungmennaráði.
9.
Krafa um bætur - TRÚNAÐARMÁL
Málsnúmer 1903195
Bæjarstjóri fór yfir kröfu og atvik máls sem lagt hefur verið fram gagnvart sveitarfélaginu vegna atvika í slökkviliði. Umfjöllun er trúnaðarmál og gögn framlögð sem trúnaðarmál.
Bæjarstjóra og bæjarritara falið að vinna málið áfram.
10.
Safnanefnd - 14
Málsnúmer 2003014F
Fundargerð safnanefndar frá 17. mars sl. lögð fram til afgreiðslu.
10.
Framkvæmdaráð hjúkrunarheimilanna - 16
Málsnúmer 2003011F
Lögð fram til afgreiðslu fundargerð framkvæmdaráðs hjúkrunarheimilanna frá 17. mars sl.