Bæjarráð
656. fundur
30. mars 2020
kl.
08:30
-
11:00
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir
formaður
Jón Björn Hákonarson
varaformaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir
aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson
bæjarstjóri
Gunnar Jónsson
embættismaður
Stefán Aspar Stefánsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Ársreikningur Fjarðabyggðar og stofnana 2019 - TRÚNAÐARMÁL
Endurskoðendurnir Magnús Jónsson og Sigurjón Örn Arnarsson frá KPMG fara yfir stöðu á vinnslu ársreiknings Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2019. Ársreikningur verður lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn 16. apríl nk.
2.
Framkvæmda- og viðhaldsáætlun 2020 - TRÚNAÐARMÁL
Farið yfir stöðu framkvæmda- og viðhaldsáætlunar Fjarðabyggðar og stofnana vegna ársins 2020.
Bæjarráð vísar framkvæmda- og viðhaldsáætlun til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
Bæjarráð vísar framkvæmda- og viðhaldsáætlun til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
3.
Eftirlit með fjármálastjórn sveitarfélaga og fjármálum - TRÚNAÐARMÁL
Með bréfi frá 10. febrúar 2020 óskar Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga upplýsingum um fjárfestingarverkefni á árinu 2019. Hjálagt er minnisblað fjármálstjóra ásamt yfirliti yfir fjárfestingarverkefni ársins 2019. Nefndin óskar eftir að yfirlit þetta hljóti umræðu í bæjarstjórn. Erindi nefndarinnar var kynnt á fundi bæjarráðs 2. mars 2020 og 25.3. 2019.
Bæjarráð vísar svari og sundurliðun til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar svari og sundurliðun til afgreiðslu bæjarstjórnar.
4.
COVID19 - staða
Bæjarstjóri fór yfir stöðuna og verkferla hjá sveitarfélaginu vegna Covid-19 sem eru stöðugt í endurskoðun.
Bæjarráð vill koma þakklæti til allra starfsmanna Fjarðabyggðar sem og íbúa fyrir þeirra ómetanlega framlag á erfiðum tímum. Sérstaklega vill bæjarráð þakka starfsmönnum skólastofnana, félags- heimaþjónustu og hjúkrunarheimila í Fjarðabyggð fyrir þeirra störf sem gert hafa það kleift að halda úti þessari mikilvægu starfsemi á þessum tímum.
Aðgerðarhópur Fjarðabyggðar hittist daglega til að fara yfir stöðuna í Fjarðabyggð og almannavarnarnefnd Austurlands gegnir lykilhlutverki hér eftir sem hingað til við undirbúning viðbragða og eftirfylgni og einnig hittist aðgerðarhópur almannavarna daglega.
Bæjarráð vísar málinu til kynningar í nefndum sveitarfélagsins.
Bæjarráð vill koma þakklæti til allra starfsmanna Fjarðabyggðar sem og íbúa fyrir þeirra ómetanlega framlag á erfiðum tímum. Sérstaklega vill bæjarráð þakka starfsmönnum skólastofnana, félags- heimaþjónustu og hjúkrunarheimila í Fjarðabyggð fyrir þeirra störf sem gert hafa það kleift að halda úti þessari mikilvægu starfsemi á þessum tímum.
Aðgerðarhópur Fjarðabyggðar hittist daglega til að fara yfir stöðuna í Fjarðabyggð og almannavarnarnefnd Austurlands gegnir lykilhlutverki hér eftir sem hingað til við undirbúning viðbragða og eftirfylgni og einnig hittist aðgerðarhópur almannavarna daglega.
Bæjarráð vísar málinu til kynningar í nefndum sveitarfélagsins.
5.
Viðspyrna af hálfu sveitarfélaga fyrir íslenskt atvinnulíf
Tekið fyrir að nýju erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga sem var lagt fram á 655. fundi bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir eftirfarandi tillögur sem fyrstu aðgerðir Fjarðabyggðar til viðspyrnu fyrir samfélagið vegna COVID-19 faraldursins.
Bæjarráð samþykkir að í þeim tilvikum sem þjónustan skerðist vegna samkomubanns, veikinda, sóttkvíar, gruns um smit eða af öðrum ástæðum verða gjöld fyrir viðkomandi þjónustu leiðrétt í samræmi við hlutfall skerðingar þjónustunnar. Leiðrétt verður hlutfallslega óháð því hvort ástæðan er vegna aðstöðu foreldra eða barna og verða gjöld innheimt eftirá í stað fyrirfram frá og með apríl og framá sumar. Reikningar verða því ekki sendir út í byrjun apríl.
Mun þessi ákvörðun standa fram í lok maí og verður endurskoðuð ef þurfa þykir. Þá fær fjármálastjóri heimild til fresta gjalddögum fasteignagjalda á þessu ári fyrir fyrirtæki og einstaklinga sem þess munu óska. Heimild þessi nær einnig til annara þjónustugjalda sem íbúar og fyrirtæki greiða til Fjarðabyggðar. Þá munu kort í líkamsræktarstöðvum og sundlaugum framlengjast með gildistíma í samræmi við lokun þeirra starfsemi nú.
Þá felur bæjarráð viðkomandi nefndum og starfsmönnum að vinna að útfærslu á eflingu menningar í sveitarfélaginu, samráð við ferðaþjónustuna um markaðsátak og samráð við íþrótta- og tómstundafélög um stöðu mála. Jafnframt verður farið yfir framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins með flýtingu í huga þegar veirufaraldurinn hefur gengið yfir. Þá verður einnig sérstaklega farið yfir stöðu þjónustugreina í sveitarfélaginu og hugað að því hvernig hægt sé að styðja við bakið á þeim greinum í Fjarðabyggð.
Unnið verður svo áfram að frekari tillögum og útfærslum á næstu vikum með hag samfélagsins í Fjarðabyggð að leiðarljósi.
Bæjarráð vísar málinu til kynningar í nefndum sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir eftirfarandi tillögur sem fyrstu aðgerðir Fjarðabyggðar til viðspyrnu fyrir samfélagið vegna COVID-19 faraldursins.
Bæjarráð samþykkir að í þeim tilvikum sem þjónustan skerðist vegna samkomubanns, veikinda, sóttkvíar, gruns um smit eða af öðrum ástæðum verða gjöld fyrir viðkomandi þjónustu leiðrétt í samræmi við hlutfall skerðingar þjónustunnar. Leiðrétt verður hlutfallslega óháð því hvort ástæðan er vegna aðstöðu foreldra eða barna og verða gjöld innheimt eftirá í stað fyrirfram frá og með apríl og framá sumar. Reikningar verða því ekki sendir út í byrjun apríl.
Mun þessi ákvörðun standa fram í lok maí og verður endurskoðuð ef þurfa þykir. Þá fær fjármálastjóri heimild til fresta gjalddögum fasteignagjalda á þessu ári fyrir fyrirtæki og einstaklinga sem þess munu óska. Heimild þessi nær einnig til annara þjónustugjalda sem íbúar og fyrirtæki greiða til Fjarðabyggðar. Þá munu kort í líkamsræktarstöðvum og sundlaugum framlengjast með gildistíma í samræmi við lokun þeirra starfsemi nú.
Þá felur bæjarráð viðkomandi nefndum og starfsmönnum að vinna að útfærslu á eflingu menningar í sveitarfélaginu, samráð við ferðaþjónustuna um markaðsátak og samráð við íþrótta- og tómstundafélög um stöðu mála. Jafnframt verður farið yfir framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins með flýtingu í huga þegar veirufaraldurinn hefur gengið yfir. Þá verður einnig sérstaklega farið yfir stöðu þjónustugreina í sveitarfélaginu og hugað að því hvernig hægt sé að styðja við bakið á þeim greinum í Fjarðabyggð.
Unnið verður svo áfram að frekari tillögum og útfærslum á næstu vikum með hag samfélagsins í Fjarðabyggð að leiðarljósi.
Bæjarráð vísar málinu til kynningar í nefndum sveitarfélagsins.
6.
Bændur á Austurlandi - Covid 19
Framlagt bréf frá stjórn Búnaðarsambands Austurlands þar sem forsvarsmenn sveitarfélaga á Austurlandi eru beðnir um að huga sérstaklega að fólki sem býr í sveitum og teljast, aldurs síns vegna, vera í áhættuhópi hvað varðar COVID-19.
Bæjarstjóra falið að senda út bréf til lögbýla og koma á reglulegum samskiptum. Erindi er jafnframt vísað til landbúnaðarnefndar, eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar auk félagsmálanefndar.
Bæjarstjóra falið að senda út bréf til lögbýla og koma á reglulegum samskiptum. Erindi er jafnframt vísað til landbúnaðarnefndar, eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar auk félagsmálanefndar.
7.
Skipulag fjölskyldusviðs 2020
Máli vísað frá barnaverndarnefnd til umfjöllunar í bæjarráði minnisblaði sviðsstjóra fjölskyldusvið, félagsmálastjóra og stjórnanda fjölskylduráðgjafar og barnaverndar.
Bæjarráð hefur þegar falið sviðsstjóra fjölskyldusviðs, fjármálastjóra og mannauðsstjóra að greina áhrif og kostnað við tillögur sem lagðar eru til með fjölgun starfsmanna á fjölskyldusviði.
Bæjarráð hefur þegar falið sviðsstjóra fjölskyldusviðs, fjármálastjóra og mannauðsstjóra að greina áhrif og kostnað við tillögur sem lagðar eru til með fjölgun starfsmanna á fjölskyldusviði.
8.
735 Ystidalur 6-8 - Umsókn um lóð
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarráðs lóðarumsókn Og sona / Ofurtólið ehf þar sem sótt er um lóðina Ystadal 6 - 8 á Eskifirði undir raðhús.
Bæjarráð samþykkir umsóknina.
Bæjarráð samþykkir umsóknina.
9.
Eignir Eskju við Strandgötu
Framlögð beiðni Eskju hf. sem óskar eftir að gerð verði breyting á samkomulagi um tímaramma á niðurrifi fasteignanna að Strandgötu 38-42 á Eskifirði í ljósi Covid 19 faraldurs. Fyrirtækið hyggst beina kröfum sínum að byggingu nýs frystiklefa samhliða að tryggja öryggi starfsmanna. Óskað er eftir árs frestun á tímaramma niðurrifsins.
Bæjarráð samþykkir umbeðinn ársfrest, fresturinn á tímaramma niðurrifsins hefur ekki áhrif á þá skipulags- og hönnunarvinnu sem fer fram á árinu 2020 samkvæmt áætlun. Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
Bæjarráð samþykkir umbeðinn ársfrest, fresturinn á tímaramma niðurrifsins hefur ekki áhrif á þá skipulags- og hönnunarvinnu sem fer fram á árinu 2020 samkvæmt áætlun. Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
10.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 255
Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar frá 23. mars sl. lögð fram til afgreiðslu.
11.
Barnaverndarfundargerðir 2020
Fundargerðir barnaverndarnefndar nr. 112 og nr. 113, lagðar fram til umfjöllunar.