Fara í efni

Bæjarráð

657. fundur
6. apríl 2020 kl. 08:30 - 09:45
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Húsnæðismál bæjarskrifstofu
Málsnúmer 1810145
Framlagt minnisblað um vinnu hóps sem var falið af bæjarráði að vinna þarfagreiningu, kostnaðarmat og tillögur um hönnun á Búðareyri 2 sem lagðar yrðu fyrir bæjarráð 6. apríl. Hópurinn samanstendur af fjármálastjóra, bæjarritara, mannauðsstjóra og sviðsstjóra framkvæmdasviðs.
Bæjarráð samþykkir að framlengja vinnutíma hópsins út maímánuð 2020. Jafnframt að bæta Jóni Birni Hákonarsyni, forseta bæjarstjórnar, í hópinn sem fulltrúi bæjarstjórnar. Bæjarstjóra falið að útbúa erindisbréf fyrir störfum hópsins.
2.
Kauptilboð - Skólavegur 98-112 grunnur Fáskrúðsfirði.
Málsnúmer 1508067
Framlagt erindi frá Eiríki Óla Árnasyni f.h. Gróttu ehf., eiganda að byggingaframkvæmdum við Skólaveg 98-112 á Fáskrúðsfirði, þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins til þess hvort til greina komi að bæjarsjóður kaupi eða kauptryggi 1-2 hús af félaginu.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra, fjármálastjóra og sviðsstjóra framkvæmdarsviðs til vinnslu í a-lið varðandi úrræði í verklegum framkvæmdum til viðspyrnu sveitarfélagsins vegna Covid-19 faraldursins
3.
Íbúðarhúsnæði í Fjarðabyggð
Málsnúmer 2003158
Framlagt erindi Hrafnshóls ehf. þar sem óskað er eftir samstarfi við Fjarðabyggð um byggingu á hagkvæmu íbúðarhúsnæði við Búðarmel 6 á Reyðarfirði.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra, fjármálastjóra og sviðsstjóra framkvæmdarsviðs til vinnslu í a-lið varðandi úrræði í verklegum framkvæmdum til viðspyrnu sveitarfélagsins vegna Covid-19 faraldursins
4.
Beiðni um niðurfellingu fasteignaskatta
Málsnúmer 2003157
Framlagt erindi Íslandshótela hf. og Austureigna ehf. þar sem beðið er um niðurfellingu fasteignaskatta og fasteignagjalda hjá Fjarðabyggð í apríl og maí vegna áhrifa COVID-19 á ferðaþjónustu.
Bæjarráð hefur ekki lagalega heimild til að fella niður fasteignaskatta og fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði. Bæjarstjórn hefur samþykkt heimild fyrir því að fresta gjalddögum vegna Covid-19 faraldursins, bréfriturum er bent á að sækja um það úrræði. Fjármálastjóra falið að svara erindinu.
5.
Verkefni til viðspyrnu í samfélaginu vegna faraldurs
Málsnúmer 2004008
Vísað frá Menningar- og nýsköpunarnefnd til bæjarráðs.
Bæjarráð leggur til að tillögur frá stjórnsýslu- og þjónustusviði í aðgerðum til viðspyrnu vegna Covid-19 faraldursins verði kostnaðargreindar og nýttar eftir því sem við á í aðgerðaráætlun.
Bæjarráð samþykkir jafnframt að fela atvinnu- og þróunarstjóra að skipuleggja fjármálaráðgjöf með fagaðilum fyrir fyrirtæki í Fjarðabyggð sem þess óska. Ábending um þörf fyrir slíka ráðgjöf kom fram á fundi sem bæjarstjóri, formaður menningar- og nýsköpunarnefndar, atvinnu- og þróunarstjóri og upplýsingafulltrúi áttu með ferðaþjónustuaðilum í Fjarðabyggð 3. apríl sl. Þar var farið yfir stöðuna vegna faraldursins og viðspyrnu. Kostnaður við fjármálaráðgjöf verður tekinn af liðnum óráðstafað. Bæjarráð vísar tillögunum til bæjarstjóra, bæjarritara og fjármálastjóra til frekari vinnslu um verkefni til viðspyrnu sveitarfélagsins vegna Covid-19 faraldursins.

Bæjarráð Fjarðabyggðar vill koma eftirfarandi á framfæri í tengslum við aðgerðir stjórnavalda vegna Covid-19. Í þeim aðgerðum sem búið er að boða er meðal annars lánastofnunum gefið meira andrými til útlána til að koma á móts við viðskiptavini sína. Í þeim aðgerðum er mjög mikilvægt að útlánareglur lánastofnana séu þá um leið samræmdar þannig að þær séu þær séu sömu á öllum landsvæðum. Ekki sé bara horft til núverandi skilgreininga á vaxtasvæðum eins og hver lánastofnun hefur skilgreint þau hjá sér í sínum reglum. Í ástandi eins og nú er uppi í íslensku samfélagi er nauðsyn að lánastofnunum sé gert að takast á við ástandið eins á landinu öllu til að samfélagið allt komist í gegnum þetta.
6.
Borgaraleg skylda starfsmanna opinberra aðila
Málsnúmer 2003171
Framlagt til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem athygli er vakin á nýju bráðabirgðaákvæði í lögum um almannavarnir nr. 82/2008. Ákvæðið heimilar sveitarfélögum að fela starfsmönnum tímabundið breyttar starfsskyldur og flytja starfsmenn tímabundið milli starfsstöðva til að sinna forgangsverkefnum á hættustundu.
Lagt fram til kynningar.
7.
Íþróttahreyfingin og COVID-19
Málsnúmer 2004012
Framlagt bréf Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands þar sem athygli er vakin á yfirvofandi erfiðleikum í rekstri íþrótta- og ungmennafélaga í kjölfar aðgerða í baráttunni við COVID-19 veiruna. Sambandið hvetur sveitarfélög landsins til að eiga samtöl við sín íþrótta- og ungmennafélög og fylgjast vel með því hvernig mál þróast.
Lagt fram til kynningar og vísað til íþrótta- og tómstundarnefndar. Jafnframt hefur bæjarstjórn samþykkt fyrstu viðbrögð Fjarðabyggðar vegna viðspyrnu vegna Covid-19. Þar er fjallað sérstaklega um samráð sveitarfélagsins við íþrótta- og tómstundafélög.
8.
Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2020
Málsnúmer 2002033
Framlagðar til kynningar fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28. febrúar og 27. mars 2020.
Lagt fram til kynningar.
9.
Innkaup í Fjarðabyggð
Málsnúmer 2004018
Framlögð tillaga Rúnars M. Gunnarssonar f.h. Miðflokksins í Fjarðabyggð um innkaup í heimabyggð. Tillagan er að gripið verði til aðgerða sem snúa að viðskiptum sveitarfélagsins við fyrirtæki og þjónustuaðila á svæðinu.
Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur áður hvatt stofnanir sveitarfélagsins sem og íbúa til að beina viðskiptum sínum til fyrirtækja sem hér starfrækja þjónustu í sveitarfélaginu og ítrekar það ekki síður nú í þessu árferði sem er. Þá hefur bæjarstjórn ávallt samþykkt bókanir þess efnis sem komið hafa frá bæjarráði. En rétt er að hafa í huga að sveitarfélagið vinnur einnig eftir samþykktum innkaupareglum sem byggðar eru á lögum um opinber innkaup nr. 120/2016 sem einnig bindur hendur sveitarfélaga. Samband sveitarfélaga hefur farið þess á leit við fjármálaráðuneytið að viðmiðunarfjárhæðir þeirra laga verði tímabundið rýmkaðar en niðurstaða í því er ekki kominn. Engu að síður ítrekar bæjarráð fyrri bókanir sínar um málið og telur að það sé í samræmi við hugmyndir sem fulltrúi Miðflokksins leggur til í tillögu sinni. Fulltrúi Miðflokksins telur að markmið tillögu sinnar sé náð með bókun þessari og óskar því ekki eftir afgreiðslu hennar.
10.
Hafnarstjórn - 240
Málsnúmer 2003020F
Fundargerð hafnastjórnar frá 30. mars 2020, lögð fram til umfjöllunar.
11.
Fræðslunefnd - 82
Málsnúmer 2003022F
Fundargerð fræðslunefndar frá 1. apríl 2020, lögð fram til umfjöllunar.
12.
Menningar- og nýsköpunarnefnd - 24
Málsnúmer 2003024F
Fundargerð menningar- og nýsköpunarnefndar frá 3. apríl tekin til afgreiðslu