Fara í efni

Bæjarráð

658. fundur
14. apríl 2020 kl. 08:30 - 11:15
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Ársreikningur Fjarðabyggðar og stofnana 2019, kynning TRÚNAÐARMÁL
Málsnúmer 2001126
Trúnaðarmál.
Ársreikningur Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2019 lagður fram sem trúnaðarmál ásamt drögum að endurskoðunarskýrslu sem jafnframt er trúnaðarmál.
Bæjarráð vísar ársreikningi fyrir Fjarðabyggð og stofnanir árið 2019 til fyrri umræðu í bæjarstjórn 16. apríl nk. Ársreikningur verður undirritaður á fundi bæjarráðs fimmtudaginn 16. apríl nk. fyrir bæjarstjórnarfund.
2.
Vegaframkvæmdir
Málsnúmer 2004031
Farið yfir framkvæmdir Vegagerðarinnar næstu misseri á Austurlandi.
Fyrirhugaðar framkvæmdir næstu ára hafa verið frumhannaðar.
Bæjarráð Fjarðabyggðar leggur þunga áherslu á að flýtt verði hönnun Suðurfjarðarvegar og þar sérstaklega hönnun framkvæmda fyrir botni Reyðarfjarðar, Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar. Sérstaklega verði horft til hönnunar á nýjum brúm sem leysa af einbreiðar brýr á vegakaflanum þannig að þær komist til framkvæmda á næstu misserum.
Bæjarráð óskar eftir fundi með forstjóra Vegagerðarinnar til að fylgja málinu eftir.
3.
735 Helgustaðir - Umsókn um lóð undir spennistöð
Málsnúmer 2003151
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarráðs stofnun lóðar undir spennistöð í landi Helgustaða. Fyrirhugað er að rafvæða með landtengingu sjókvíar fyrirtækisins úti fyrir ströndinni sbr. bréf Laxa Fiskeldi ehf, dagsett 26. mars 2020.
Bæjarráð samþykkir að lóð í landi Helgustaða verði stofnuð og felur umhverfis- og framkvæmdasviði að vinna að stofnun lóðarinnar.
4.
Starfshópur um tjaldsvæði
Málsnúmer 2004044
Umræða tekin um skipulag- og framtíðaruppbyggingu tjaldsvæða.
Bæjarráð samþykkir að skipaður verði starfshópur sem fjalli um framtíðaruppbyggingu tjaldsvæðanna í Fjarðabyggð.
Bæjarráð felur bæjarritara að setja upp erindisbréf fyrir starfshópinn og tekur málið upp á næsta fundi bæjarráðsins.
5.
Aðalfundur Lánasjóðs Sveitarfélaga ohf - frestun aðalfundar 2020
Málsnúmer 2004037
Framlagt bréf frá Lánasjóði Sveitarfélaga til allra sveitarstjórna. Þar kemur m.a. fram að nýr fundardagur aðalfundar sjóðsins verði tilkynntur þegar samkomubanni vegna Covid-19 faraldursins hefur verið aflétt.
6.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 256
Málsnúmer 2004004F
Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar frá 7. apríl lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
7.
Félagsmálanefnd - 132
Málsnúmer 2004001F
Fundargerð félagsmálanefndar frá 7. apríl sl. lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.