Fara í efni

Bæjarráð

660. fundur
20. apríl 2020 kl. 08:30 - 10:30
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Rannsókn Samkeppniseftirlitsins á samkeppnisaðstæðum í smásölu raforku
Málsnúmer 2004071
Framlagt bréf Samkeppniseftirlitsins á samkeppnisaðstæðum í smásölu raforku.
Bæjarráð felur fjármálastjóra að skila umbeðnum upplýsingum og gögnum til Samkeppniseftirlitsins.
2.
Rekstur málaflokka 2020 - TRÚNAÐARMÁL
Málsnúmer 2004074
Framlagt sem trúnaðarmál yfirlit um rekstur málaflokka og framkvæmdir janúar - febrúar 2020, skatttekjur og launakostnað janúar - mars 2020.
3.
Starfshópur um tjaldsvæði Fjarðabyggðar
Málsnúmer 2004044
Frá fundi bæjarráðs er vísað tillögu um að skipaður verði starfshópur sem fjalli um framtíðaruppbyggingu tjaldsvæðanna í Fjarðabyggð. Framlögð drög erindisbréfs.
Bæjarráð samþykkir erindisbréfið og fulltrúar hópsins verði Eydís Ásbjörnsdóttir formaður, Ívar Dan Arnarsson, Kristinn Þór Jónasson, Rúnar Már Gunnarsson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs og atvinnu- og þróunarstjóri. Jafnframt verði kallaðir til samráðs fulltrúar íbúasamtaka eftir atvikum.
4.
Dalborg, hönnun á viðbyggingu
Málsnúmer 2002039
Fjallað um stækkun Leikskólans Dalborgar. Tillaga um að framlengt verði verkefni hóps starfsmanna sem falið var að vinna þarfa- og kostnaðargreiningu vegna stækkunar Leikskólans Dalborgar. Framlögð drög erindisbréfs.
Bæjarráð samþykkir erindisbréfið og að hópinn skipi bæjarstjóri formaður, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, formaður fræðslunefndar, fræðslustjóri og leikskólastjóri.
5.
Fundur í almannavarnarnefnd í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi 2020
Málsnúmer 2004057
Framlögð til kynningar fundargerð Almannavarnarnefndar frá 8. apríl sl.
Þar er m.a. farið fram á samþykki sveitarstjórna um að sá kostnaður sem varð til í kjölfar fundar nefndarinnar frá 15.10.2019 verði greiddur sem hlutfall af íbúafjölda hvers sveitarfélags.
Bæjarráð samþykkir þátttöku í kostnaði við rekstur almannavarnarnefndar en hann nemur liðlega 2,9 m.kr.og vísar kostnaði til gerðar viðauka.
6.
Fundagerðir Náttúrustofu Austurlands 2020
Málsnúmer 2004049
Framlögð til kynningar fundargerð stjórnar Náttúrustofu Austurlands frá 2. apríl sl.
7.
Barnaverndarfundargerðir 2020
Málsnúmer 2003129
Fundargerð barnaverndarnefndar nr.114 frá 16. apríl lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu