Bæjarráð
661. fundur
27. apríl 2020
kl.
08:30
-
11:15
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir
formaður
Jón Björn Hákonarson
varaformaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir
aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson
bæjarstjóri
Gunnar Jónsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Framkvæmda- og viðhaldsáætlun 2020
Framlögð greining sviðsstjóra á stöðu framkvæmda- og viðhaldsáætlunar Fjarðabyggðar og stofnana vegna ársins 2020 og verkefna sem framundan eru á sumarmánuðum.
Sviðsstjóri framkvæmdasviðs og fjármálastjóri gera grein fyrir stöðunni.
Framlagt og kynnt. Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
Sviðsstjóri framkvæmdasviðs og fjármálastjóri gera grein fyrir stöðunni.
Framlagt og kynnt. Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
2.
Vegalengdir í þéttbýli - umsókn um snjómokstur í þéttbýli
Framlögð samantekt fjármálastjóra á reglum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um úthlutun framlaga vegna snjómoksturs.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
3.
Staða framkvæmda árið 2020
Framlagt erindi frá Sköpunarmiðstöðinni á Stöðvarfirði um stöðu framkvæmda á árinu 2020 og framhald framkvæmda til að ljúka endurbóta hússins. Óskað er eftir að eftirstöðvar framlags Fjarðabyggðar að fjárhæð 5 milljónir kr. verði greiddar út á árinu. Jafnframt er óskað afstöðu til þess að Fjarðabyggð fjármagni framkvæmdir sem eftir standa við húsið.
Bæjarráð tekur vel í erindið og felur framkvæmdasviði að meta stöðu framkvæmda m.v. upphaflegar áætlanir og leggja fyrir bæjarráð að nýju í samráði við bæjarritara. Jafnframt yrði lagt mat á mögulega fjármögnun framkvæmda sem eftir eru.
Bæjarráð tekur vel í erindið og felur framkvæmdasviði að meta stöðu framkvæmda m.v. upphaflegar áætlanir og leggja fyrir bæjarráð að nýju í samráði við bæjarritara. Jafnframt yrði lagt mat á mögulega fjármögnun framkvæmda sem eftir eru.
4.
730 Búðarmelur 6-16 - Umsókn um lóð
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd lóðarumsókn Nýjatúns ehf, dagsett 15. apríl 2020, þar sem sótt er um lóðirnar við Búðarmel 6 a til 6 e á Reyðarfirði undir 425 fm og 1063 rm raðhús.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar.
5.
750 Gilsholt 6-16 - Umsókn um lóð
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarráðs lóðarumsókn Nýjatúns ehf, dagsett 15. apríl 2020, þar sem sótt er um lóðirnar við Gilsholt 6-16 á Fáskrúðsfirði undir 480 fm og 1200 rm raðhús. Jafnframt er óskað eftir að heimild til niðurfellingar 100% gatnagerðargjalda gildi fyrir þessa framkvæmd.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni. Jafnframt er veitt niðurfelling á gatnagerðargjaldi með vísan til 12. gr. gjaldskrár gatnagerðargjalda en gatan er frágengin utan þess að bundið slitlag er ekki á allri götunni.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni. Jafnframt er veitt niðurfelling á gatnagerðargjaldi með vísan til 12. gr. gjaldskrár gatnagerðargjalda en gatan er frágengin utan þess að bundið slitlag er ekki á allri götunni.
6.
Sundlaug Íþróttamiðstöðvar Reyðarfjarðar
Formleg umræða átti sér ekki stað á íbúafundi á Reyðarfirði um stöðu sundlaugar 3. mars sl.
Bæjarráð felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að fara yfir stöðu sundlaugar til skólasunds að nýju og leggja hugsanlegar lausnir fyrir bæjarráð þar sem ákveðið hefur verði að fara í byggingu nýs íþróttahúss. Starfshópur er nú þegar að störfum fyrir byggingu á nýju íþróttahúsi á Reyðarfirði.
Bæjarráð felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að fara yfir stöðu sundlaugar til skólasunds að nýju og leggja hugsanlegar lausnir fyrir bæjarráð þar sem ákveðið hefur verði að fara í byggingu nýs íþróttahúss. Starfshópur er nú þegar að störfum fyrir byggingu á nýju íþróttahúsi á Reyðarfirði.
7.
Eistnaflug 2020
Bæjarstjóri vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu liðarins.
Framlagt bréf f.h. Millifótakonfekts ehf. vegna Eistnaflugs 2020 en staða hátíðarinnar er óljós vegna Covid-19. Óskað eftir svari sveitarfélagsins um hvort það sé reiðubúið að taka þátt í Eistnaflugi í óbreyttri mynd eða hvort það mælist til að hátíðinni í ár verði frestað.
Bæjarráð felur bæjarritara og formanni menningar- og nýsköpunarnefndar að ræða við bréfritara um hátíðarhöldin með tilliti til ráðlegginga og fyrirmæla aðgerðarstjórna og sóttvarnarlæknis. Jafnframt er bæjarritara falið að skoða framkvæmd hátíðahalda á sjómannadaginn og 17. júní nk. í samráði við forsvarsmenn hátíðanna.
Framlagt bréf f.h. Millifótakonfekts ehf. vegna Eistnaflugs 2020 en staða hátíðarinnar er óljós vegna Covid-19. Óskað eftir svari sveitarfélagsins um hvort það sé reiðubúið að taka þátt í Eistnaflugi í óbreyttri mynd eða hvort það mælist til að hátíðinni í ár verði frestað.
Bæjarráð felur bæjarritara og formanni menningar- og nýsköpunarnefndar að ræða við bréfritara um hátíðarhöldin með tilliti til ráðlegginga og fyrirmæla aðgerðarstjórna og sóttvarnarlæknis. Jafnframt er bæjarritara falið að skoða framkvæmd hátíðahalda á sjómannadaginn og 17. júní nk. í samráði við forsvarsmenn hátíðanna.
8.
643.mál til umsagnar frumvarp um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun fyrir árin 2021-2025
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp um skipulagðar forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun fyrir árin 2021-2025, mál 643. Forvarnirnar verði samþættar kennslu og skólastarfi á öllum skólastigum og eigi sér einnig stað á frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum, í íþrótta- og æskulýðsstarfi og öðru tómstundastarfi. Umsögn þyrfti að berast eigi síðar en 6. maí
Bæjarráð samþykkir að fela mannauðsstjóra að veita umsögn. Jafnframt er erindi vísað til sviðsstjóra fjölskyldusviðs.
Bæjarráð samþykkir að fela mannauðsstjóra að veita umsögn. Jafnframt er erindi vísað til sviðsstjóra fjölskyldusviðs.
9.
Rekstur hjúkrunarheimila 2020
Vísað frá framkvæmdaráði hjúkrunarheimilanna rekstrarlegri stöðu hjúkrunarheimilanna m.t.t. stöðu þeirra í dag og niðurstöðu rekstrarins 2019. Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra um rekstrarlega stöðu heimilanna í apríl 2020 og tillögu um beiðni til Fjarðabyggðar um framlag til rekstrarins á árinu. Fram kemur í minnisblaðinu að Hulduhlíð þarf strax 10 m.kr. framlag frá Fjarðabyggð og Uppsalir 22 m.kr. Að öðru óbreyttu þarf síðar á árinu að bæta samsvarandi fjárhæðum við til að mæta fyrirsjáanlegum rekstrarvanda á árinu 2020. Framkvæmdaráðið óskar eftir við bæjarráð að veitt verði sérstakt framlag til rekstrar heimilanna að fjárhæð 32 m.kr. á næstu vikum í samræmi við minnisblað framkvæmdastjóra
Bæjarráð samþykkir að veita fjármagni að fjárhæð 32 milljónir kr. til reksturs hjúkrunarheimilanna og felur fjármálastjóra að leggja fyrir viðauka við fjárhagsáætlun 2020. Jafnframt er framkvæmdastjóra falið að leita allra leiða til hagræðingar í rekstri.
Bæjarráð getur ekki unað við að rekstrarvandi hjúkrunarheimilanna lendi á rekstri sveitarfélagsins og ítrekar fyrri samþykktir sínar um að ríkið axli ábyrgð sína á rekstri þeirra. Þá minnir bæjarráð á ósamræmi það sem ríkjandi er þar sem rekstur hjúkrunarheimila í nágrannasveitarfélögum er fjármagnaður beint af ríkisframlögum. Fundir sem haldnir hafa verið með ráðherra heilbrigðismála og þingmönnum hafa ennþá engum árangri skilað sem er óviðunandi.
Bæjarráð samþykkir að veita fjármagni að fjárhæð 32 milljónir kr. til reksturs hjúkrunarheimilanna og felur fjármálastjóra að leggja fyrir viðauka við fjárhagsáætlun 2020. Jafnframt er framkvæmdastjóra falið að leita allra leiða til hagræðingar í rekstri.
Bæjarráð getur ekki unað við að rekstrarvandi hjúkrunarheimilanna lendi á rekstri sveitarfélagsins og ítrekar fyrri samþykktir sínar um að ríkið axli ábyrgð sína á rekstri þeirra. Þá minnir bæjarráð á ósamræmi það sem ríkjandi er þar sem rekstur hjúkrunarheimila í nágrannasveitarfélögum er fjármagnaður beint af ríkisframlögum. Fundir sem haldnir hafa verið með ráðherra heilbrigðismála og þingmönnum hafa ennþá engum árangri skilað sem er óviðunandi.
10.
Gjaldskrá Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar 2020
Vísað frá hafnarstjórn til afgreiðslu bæjarráðs breytingu á gjaldskrá Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrá hafnarsjóðs.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrá hafnarsjóðs.
11.
Viðspyrna af hálfu sveitarfélaga fyrir íslenskt atvinnulíf
Farið yfir tillögur að aðgerðum til viðspyrnu vegna efnahagslegra áhrifa af Covid 19 faraldri. Mikilvægur þáttur í viðspyrnunni er að tryggja að atvinnuleysi í sumar verð lágmarkað m.a. með tímabundnum ráðningum til Fjarðabyggðar. Framlagt minnisblað fjármálastjóra um hugmyndir að aðgerðum vegna sumarstarfa og sumarverkefna.
Bæjarráð felur sviðsstjórum að vinna áfram að aðgerðum og auglýst verði störf sem lögð eru til í minnisblaði. Jafnframt er fjármálastjóra falið að sækja um styrki til starfanna sbr. átak ríkisins vegna viðspyrnu vegna efnahagslegra áhrifa COVID 19 faraldursins. Staða átaksins verði lögð fyrir bæjarráð að nýju þegar endanleg niðurstaða liggur fyrir.
Bæjarráð felur sviðsstjórum að vinna áfram að aðgerðum og auglýst verði störf sem lögð eru til í minnisblaði. Jafnframt er fjármálastjóra falið að sækja um styrki til starfanna sbr. átak ríkisins vegna viðspyrnu vegna efnahagslegra áhrifa COVID 19 faraldursins. Staða átaksins verði lögð fyrir bæjarráð að nýju þegar endanleg niðurstaða liggur fyrir.
12.
Styrkur til Blakdeildar Þróttar í tilefni af deildarmeistaratitli
Þann 20. mars sl. varð Blakdeild Þróttar Neskaupstað deildarmeistari í úrvalsdeild karla í blaki.
Bæjarráð óskar blakdeildinni hjartanlega til hamingju með meistaratitilinn og veitir deildinni 200.000 kr. styrk. Tekið af liðnum óráðstafað.
Bæjarráð óskar blakdeildinni hjartanlega til hamingju með meistaratitilinn og veitir deildinni 200.000 kr. styrk. Tekið af liðnum óráðstafað.
13.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 257
Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar frá 20. apríl 2020 lögð fram til afgreiðslu.
14.
Hafnarstjórn - 241
Fundargerð hafnarstjórnar frá 22. apríl 2020 lögð fram til afgreiðslu.
15.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 71
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 17. apríl 2020 lögð fram til afgreiðslu.
16.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 72
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 22. apríl 2020 lögð fram til afgreiðslu.