Bæjarráð
662. fundur
4. maí 2020
kl.
08:30
-
11:30
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir
formaður
Jón Björn Hákonarson
varaformaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir
aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson
bæjarstjóri
Gunnar Jónsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Starfsemi fjölskyldusviðs
Farið yfir verkefni og starfsemi fjölskyldusviðs og helstu áherslur.
2.
Álagning vatnsgjalds - breytt aðferð álagningar
Framlögð samantekt fjármálastjóra á hugmyndum um breytingu á álagningu vatnsgjalds í Fjarðabyggð í samræmi við ákvörðun bæjarráðs 28. október sl.
Til skoðunar er breytingar á álagningu vatnsgjalds í Fjarðabyggð. Bæjarráð vísar samantekt fjármálastjóra til vinnslu við fjárhagsáætlun 2021.
Til skoðunar er breytingar á álagningu vatnsgjalds í Fjarðabyggð. Bæjarráð vísar samantekt fjármálastjóra til vinnslu við fjárhagsáætlun 2021.
3.
Fjárhagsáætlun 2020 - viðauki 2
Framlagður viðauki 2 við fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2020. Viðaukinn er vegna framlaga til hjúkrunarheimila, fasteignakaupa og snjómoksturs. Heildaráhrifin eru til kostnaðarauka um 71,5 m.kr. í Aðalsjóði og verður viðaukanum mætt með lækkun eigin fjár Aðalsjóðs og lækkun handbærs fjár.
Bæjarráð samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti og vísar honum til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti og vísar honum til staðfestingar bæjarstjórnar.
4.
Sorpmál í Fjarðabyggð
Framlagt minnisblað um stöðu vinnslu á moltu í framhaldi af beiðni bæjarráðs um stöðu málaflokksins.
Bæjarráð telur fulla ástæðu að skoða framtíð jarðgerðar í sveitarfélaginu og felur framkvæmdasviði að skoða málið áfram í tengslum við endurskoðun á sorphirðu í Fjarðabyggð. Erindi og áframhaldandi vinnslu vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og bæjarstjóra.
Bæjarráð telur fulla ástæðu að skoða framtíð jarðgerðar í sveitarfélaginu og felur framkvæmdasviði að skoða málið áfram í tengslum við endurskoðun á sorphirðu í Fjarðabyggð. Erindi og áframhaldandi vinnslu vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og bæjarstjóra.
5.
Friðlýsing Gerpissvæðisins - Tilnefning í samstarfshóp
Framlagt bréf frá Umhverfisstofnun þar sem beðið er um tilnefningu í samstarfshóp vegna undirbúnings friðlýsingar á Gerpissvæðinu. Tilnefning þarf að berast fyrir 7. maí nk.
Bæjarráð tilnefnir Jón Björn Hákonarson sem fulltrúa Fjarðabyggðar í samstarfshópinn.
Bæjarráð tilnefnir Jón Björn Hákonarson sem fulltrúa Fjarðabyggðar í samstarfshópinn.
6.
Persónuverndarfulltrúi
Framlagt minnisblað um skipan persónuverndarfulltrúa Fjarðabyggðar en samningur við núverandi fulltrúa rennur út í maí.
Mannauðsstjóri fer með persónuverndarmál hjá sveitarfélaginu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra ásamt mannauðsstjóra að ganga frá umhaldi persónuverndarmála sveitarfélagsins til framtíðar.
Mannauðsstjóri fer með persónuverndarmál hjá sveitarfélaginu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra ásamt mannauðsstjóra að ganga frá umhaldi persónuverndarmála sveitarfélagsins til framtíðar.
7.
Samráðsfundir og viðbrögð vegna coronaveiru COVID19
Framlagt minnisblað um áhrif breytinga takmarkana sóttvarnalæknis frá og með 4. maí á starfsemi bæjarskrifstofu og nefndarstörf.
Farið yfir þjónustu og starfsemi hjúkrunarheimilanna í faraldrinum. Jafnframt farið yfir framkvæmdir og viðbrögð sveitarfélagsins vegna efnahagslegra áhrifa faraldursins.
Bæjarfulltrúar hafa á síðustu dögum verið að fá fyrirspurnir varðandi ástand og fjölda leiksvæða í Fjarðabyggð. Fyrir liggur að gerð var áætlun fyrir leiksvæði í Fjarðabyggð, sem hægt er að nálgast á heimasíðu sveitarfélagsins, sem vinna á eftir. Á fjárhagsáætlun núverandi árs var tekið frá fjármagn til að fara í hluta af þeirri uppbyggingu og einnig þarf að fara í viðhald á leikvöllum og verður það gert nú í sumarbyrjun. Þá er einnig verið að fara yfir hugsanlega flýtingu á framkvæmdum í tengslum við viðspyrnu vegna Covid-19 faraldursins og eru leikvellir hluti af því.
Bæjarráð leggur áherslu á við framkvæmdasvið sveitarfélagsins að sem fyrst verði farið í uppbyggingu á leiksvæðum sem ákveðin hafa verið ásamt viðhaldi nú í vor.
Farið yfir þjónustu og starfsemi hjúkrunarheimilanna í faraldrinum. Jafnframt farið yfir framkvæmdir og viðbrögð sveitarfélagsins vegna efnahagslegra áhrifa faraldursins.
Bæjarfulltrúar hafa á síðustu dögum verið að fá fyrirspurnir varðandi ástand og fjölda leiksvæða í Fjarðabyggð. Fyrir liggur að gerð var áætlun fyrir leiksvæði í Fjarðabyggð, sem hægt er að nálgast á heimasíðu sveitarfélagsins, sem vinna á eftir. Á fjárhagsáætlun núverandi árs var tekið frá fjármagn til að fara í hluta af þeirri uppbyggingu og einnig þarf að fara í viðhald á leikvöllum og verður það gert nú í sumarbyrjun. Þá er einnig verið að fara yfir hugsanlega flýtingu á framkvæmdum í tengslum við viðspyrnu vegna Covid-19 faraldursins og eru leikvellir hluti af því.
Bæjarráð leggur áherslu á við framkvæmdasvið sveitarfélagsins að sem fyrst verði farið í uppbyggingu á leiksvæðum sem ákveðin hafa verið ásamt viðhaldi nú í vor.
8.
Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2020
Framlögð til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 24. apríl 2020.
9.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 258
Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar frá 27. apríl 2020 lögð fram til afgreiðslu.