Bæjarráð
664. fundur
18. maí 2020
kl.
08:30
-
11:05
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir
formaður
Jón Björn Hákonarson
varaformaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir
aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson
bæjarstjóri
Gunnlaugur Sverrisson
embættismaður
Snorri Styrkársson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Rekstur málaflokka 2020 - Trúnaðarmál
Framlagt sem trúnaðarmál yfirlit um rekstur málaflokka og framkvæmdir janúar - mars 2020, skatttekjur og launakostnað janúar - apríl 2020.
2.
Ársreikningur Rafveitu Reyðarfjarðar 2019
Lagður fram til áritunar ársreikningur Rafveitu Reyðarfjarðar fyrir árið 2019. Fjármálastjóra falið að afla áritunar bæjarráðs.
3.
Forsetakosningar 2020
Samkvæmt 46.gr. samþykkta um stjórn Fjarðabyggðar og fundarsköp bæjarstjórnar, annast bæjarráð í umboði bæjarstjórnar, gerð kjörskrár, fjallar um athugasemdir við kjörskrár, gerir nauðsynlegar leiðréttingar og afgreiðir ágreiningsmál í samræmi við ákvæði laga um sveitarstjórnarkosningar. Bæjarráð felur bæjarstjóra að semja kjörskrá vegna væntanlegra forsetakosninga þann 27. júní 2020. Jafnframt veitir bæjarráð bæjarstjóra, fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna forsetakosninga þann 27. júní 2020. Bæjarstjóri getur ávallt vísað úrskurðum um ágreiningsmál til bæjarráðs.
Dómsmálaráðuneytið og Sýslumaðurinn á Austurlandi hafa ekki viljað standa straum af kostnaði við utankjörfundaatkvæðagreiðslu í Fjarðabyggð utan sýsluskrifstofu og því verður utankjörfundaatkvæðagreiðsla eingöngu í boði á skrifstofu Lögreglustjóra á Eskifirði. Bæjarráð hvetur Sýslumanninn á Austurlandi til að endurskoða afstöðu sína með fjölda staða þar sem hægt verði að greiða atkvæði utankjörfundar, þar sem vegalengdir í sveitarfélaginu eru langar. Það er lýðræðislega mikilvægt að allir hafi jafnan aðgang að kjörstöðum og í tilfelli forsetakosninga er slíkt á ábyrgð ríkisins.
Dómsmálaráðuneytið og Sýslumaðurinn á Austurlandi hafa ekki viljað standa straum af kostnaði við utankjörfundaatkvæðagreiðslu í Fjarðabyggð utan sýsluskrifstofu og því verður utankjörfundaatkvæðagreiðsla eingöngu í boði á skrifstofu Lögreglustjóra á Eskifirði. Bæjarráð hvetur Sýslumanninn á Austurlandi til að endurskoða afstöðu sína með fjölda staða þar sem hægt verði að greiða atkvæði utankjörfundar, þar sem vegalengdir í sveitarfélaginu eru langar. Það er lýðræðislega mikilvægt að allir hafi jafnan aðgang að kjörstöðum og í tilfelli forsetakosninga er slíkt á ábyrgð ríkisins.
4.
Skerðing framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga 2020
Lagður fram tölvupóstur frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga þar sem tilkynntar eru lækkanir á greiðsluáætlun útgjaldajöfnunarframlags og fasteignaskattsframlags um 12,5% vegna væntanlegs samdráttar á tekjum sjóðsins á árinu 2020. Erindi vísað til fjármálastjóra til vinnslu.
5.
Kaup á hljóðkerfi fyrir félagsheimili
Lagt fram minnisblað um kaup á hljóðkerfi fyrir félagsheimilin í Fjarðabyggð þar sem G.V. hljóðkerfi eru að hætta starfsemi. Bæjarráð samþykkir kaup á hjóðkerfi fyrir félagsheimilin Egilsbúð, Valhöll og Skrúð en með þessum kaupum verður sambærilegur búnaður til staðar í félagsheimilunum sem hentar starfsemi þeirra. Vísað til fjármálastjóra til gerðar viðauka. Bæjarstjóra falið að ganga frá kaupsamningi. Menningarstofu Fjarðabyggðar er auk þess falið að halda utan um búnaðarskrá, hafa almennt eftirlit með að búnaður sé ávallt til staðar, tryggja að umgengni um hann sé góð og að búnaður sé undir engum kringumstæðum fjarlægður úr félagsheimilunum nema með vitund Menningarstofu.
6.
Erindi frá sóknarnefnd Norðfjarðarkirkju
Erindi sóknarnefndar Norðfjarðarkirkju er varðar staðsetningu sandhauga við kirkjugarðinn í Neskaupstað og fyrirhugaðar framkvæmdir við garðinn á næstunni. Bæjarráð þakkar erindið en framkvæmdasvið hefur þegar brugðist við staðsetningu sandhauganna. Öðrum atriðum í bréfinu er vísað til eigna- skipulags- og umhverfisnefndar til meðferðar.
7.
Breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp vegna laga og reglugerða um mat á umhverfisáhrifum
Í samræmi við heimildir í 57.gr. samþykktar um stjórn Fjarðabyggðar og fundarsköp bæjarstjórnar nr. 748/2018, sbr. 42.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, bætist við liður við viðauka 1.1. í samþykkt nr. 736/2019, er varðar fullnaðarafgreiðslur eigna- skipulags- og umhverfisnefndar er varðar ákvörðun um hvort framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum þegar sveitarfélagið er sjálft framkvæmdaraðili. Vísað til upplýsinga í eigna- skipulags- og umhverfisnefnd og að því loknu til tveggja umræðna í bæjarstjórn.
8.
Reglur um meðferð brota í starfi áminningar, frávikningar og uppsagnir
Lögð fram til samþykktar uppfærsla á reglum um meðferð brota í starfi. Bæjarráð samþykkir breytingar á reglunum og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.
9.
Lýsing fyrir gerð strandsvæðisskipulags á Austfjörðum til umsagnar
Hafin er vinna við gerð strandsvæðisskipulags fyrir Austfirði á grundvelli laga um skipulag haf- og strandsvæða nr. 88/2018. Svæðisráð, skipað af umhverfis- og auðlindaráðherra, ber ábyrgð á gerð strandsvæðisskipulagsins. Skipulagsstofnun annast gerð skipulagsins í umboði svæðisráðs. Frestur til að gera athugasemd er til 1. júní nk. Vísað til hafnarstjórnar og eigna- skipulags- og umhverfisnefndar með beiðni um yfirferð. Bæjarstjóra falið að veita sameiginlega umsögn ef ástæða er til.
10.
Ísland ljóstengt: Aukaúthlutun 2020 og áhugi kannaður vegna lokaúthlutunar 2021
Ísland ljóstengt er tímabundið landsátak stjórnvalda í ljósleiðarauppbyggingu í dreifbýli utan markaðssvæða. Árið 2021 verður síðasta verkefnisárið í Ísland ljóstengt verkefninu. Fjarskiptasjóður undirbýr nú fyrir hönd ríkisins lokaúthlutanir á styrkjum til sveitarfélaga á grundvelli verkefnisins. Annars vegar er um að ræða aukaúthlutun á fjármunum vegna ljósleiðaraframkvæmda sem hefjast verða fyrir 1. september 2019 og vera lokið 1. apríl 2021 og hins vegar áhugakönnun vegna lokaúthlutunar á næsta ári. Umsóknir sveitarfélaga um aukaúthlutun vegna Ísland ljóstengt 2020 þurfa að berast fyrir lok mánudagsins 1. júní nk. Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara og felur honum jafnframt að senda inn umsókn vegna ljósleiðarauppbyggingar í dreifbýli Fjarðabyggðar.
11.
Bæjarhátíðir 2020
Upplýsingafulltrúi sat þennan lið fundarins og fór yfir stöðu mála í tengslum við bæjarhátíðir sumarið 2020. Bæjarráð felur upplýsingafulltrúa að taka saman minnisblað eftir umræður á fundinum. Erindið tekið fyrir á næsta fundi bæjarráðs.
12.
17. júní 2020
Minnisblað upplýsingafulltrúa vegna niðurfellingar á hátíðahöldum 17.júní. Bæjarráð samþykkir tillögur í minnisblaði og að 17. júní hátíðahöld verði ekki haldin í ár 2020 í Fjarðabyggð, vegna Covid-19 faraldursins.
13.
Ferðamálastefna Fjarðabyggðar 2020 - 2021
Vísað frá menningar- og nýsköpunarnefnd drögum að ferðamálastefnu fyrir Fjarðabyggð ásamt minnisblaði auk tillögu um að meðal verkefna menningar- og nýsköpunarnefndar verði tjaldsvæði og áfangastaðir ferðamanna í Fjarðabyggð ásamt því að yfirstjórn þeirra verkefna verði falin stjórnsýslu- og þjónustusviði. Bæjarráð staðfestir tillögur um tilfærslu yfirstjórnar tjaldsvæða og áfangastaða og felur bæjarstjóra að gera tillögu að breyttum verkferlum og innleiðingu þeirra.
Bæjarráð samþykkir einnig tillögu í minnisblaði að skipa teymi á stjórnsýslu- og þjónustusviði sem í sitja forstöðumaður safnastofnunar, forstöðumaður menningarstofu, atvinnu- og þróunarstjóri og upplýsinga- og kynningarfulltrúi. Verkefni hópsins er að skoða og þróa hugmyndir um aðkomu skapandi sumarstarfa í samvinnu við verkefnastjóra skapandi sumarstarfa. Ferðamálastefnu vísað til kynningar í öllum fastanefndum og því næst að nýju til menningar- og nýsköpunarnefndar. Að lokinni yfirferð í menningar- og nýsköpunarnefnd verður stefnunni vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarráð samþykkir einnig tillögu í minnisblaði að skipa teymi á stjórnsýslu- og þjónustusviði sem í sitja forstöðumaður safnastofnunar, forstöðumaður menningarstofu, atvinnu- og þróunarstjóri og upplýsinga- og kynningarfulltrúi. Verkefni hópsins er að skoða og þróa hugmyndir um aðkomu skapandi sumarstarfa í samvinnu við verkefnastjóra skapandi sumarstarfa. Ferðamálastefnu vísað til kynningar í öllum fastanefndum og því næst að nýju til menningar- og nýsköpunarnefndar. Að lokinni yfirferð í menningar- og nýsköpunarnefnd verður stefnunni vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.
14.
Starfshópur um nýsköpun og atvinnuþróun
Menningar- og nýsköpunarnefnd leggur til við bæjarráð að óskað verði eftir fundi með ráðherra nýsköpunarmála til að ræða tækifæri til nýsköpunar í sveitarfélaginu og aðkomu ríkisins að eflingu slíkra tækifæra. Bæjarráð er sammála tillögu menningar- og nýsköpunarnefndar og felur bæjarstjóra að koma á fundi með ráðherra nýsköpunarmála. Bæjarstjóra er jafnframt falið að taka saman minnisblað í ljósi umræðna á fundinum.
15.
Starfshópur um málefni aldraðs- og fatlaðs fólks
Í september 2019 var skipaður starfshópur um málefni aldraðs- og fatlaðs fólks. Starfshópurinn átti að skila niðurstöðum fyrir 1. desember 2019. Af margvíslegum ástæðum tókst ekki að vinna verkefnið eins og það var lagt upp fyrir tilsettan tíma. Formaður starfshópsins óskar eftir að hópurinn verði endurvakinn og hefji að nýju störf við verkefnið samkvæmt erindisbréfi. Lagt er til að nýr skiladagur starfshópsins verði 30.október 2020. Bæjarráð samþykkir tillögu formanns starfshópsins og felur bæjarstjóra að endurnýja erindisbréf hópsins.
16.
Sumarlokun bæjarskrifstofu
Bæjarráð samþykkir að bæjarskrifstofa Fjarðabyggðar verði lokuð í tvær vikur í sumar með sama hætti og undanfarin ár, þ.e. viku fyrir og viku eftir verslunarmannahelgi.
17.
715.mál til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ymsum lögum er varðar eignarráð og nýtingu fasteigna
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp um breytingu á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna (aðilar utan Evrópska efnahagssvæðisins, landeignaskrá, ráðstöfun landeigna, aukið gagnsæi o.fl.) mál 715. Umsögn þyrfti að berast eigi síðar en 21. maí nk. Vísað til umfjöllunar í eigna- skipulags- og umhverfisnefnd.
18.
Kauptilboð í Sólvelli 10A Breiðdalsvík
Framlagt tilboð Svanbjargar Pálsdóttur og Auðbjörns Más Guðmundssonar, í íbúðina að Sólvöllum 10A í Breiðdal. Lagt er til að tilboðinu verði tekið þar sem íbúðin þarfnast mikils viðhalds. Bæjarráð samþykkir að selja eignina.
19.
730 Hraun 9a - Umsókn um lóð
Lögð fram lóðarumsókn Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar, dagsett 29. apríl 2020, þar sem sótt er um lóðina við Hraun 9a á Mjóeyrarhöfn undir vakthús. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og gera óverulega breytingu á deiliskipulagi Hraun 1 svo hægt sé að gera ráð fyrir lóðinni. Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
20.
730 Öldugata 3 - umsókn um lóð
Lögð fram lóðarumsókn Gunnars Theodórs Gunnarssonar, dagsett 27. apríl 2020, þar sem sótt er um lóðina við Öldugötu 3 á Reyðarfirði undir einbýlishús. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni. Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
21.
740 Naustahvammur 64 - Umsókn um lóð
Lögð fram lóðarumsókn Fiskmarkaðs Austurlands, dagsett 27. apríl 2020, þar sem sótt er um lóðina við Naustahvamm 64 á Norðfirði undir atvinnuhúsnæði. Lóðin er tekin úr lóð Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar við Naustahvamm 76. Samþykki Hafnarsjóðs liggur fyrir. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og gera óverulega breytingu á deiliskipulagi Naust 1 svo hægt sé að gera ráð fyrir lóðinni. Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
22.
Fundarboð Stapa 2.júní 2020
Boðað er til fundar í fulltrúaráði Stapa lífeyrissjóðs 2.júní. Tilnefning fulltrúa þarf að liggja fyrir í síðasta lagi 20.maí. Fjármálastjóri mun sækja fundinn fyrir hönd bæjarins.
23.
Ársfundur Starfsendurhæfingar Austurlands 2020
Ársfundur starfsendurhæfingar Austurlands verður haldinn 26. maí 2020 kl. 14:00 í Fróðleiksmolanum að Búðareyri 1, Reyðarfirði. Bæjarráð tilnefndir sviðsstjóra fjölskyldusviðs til setu varamanns í stjórn starfsendurhæfingar. Bæjarráð felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs jafnframt að sækja fundinn fyrir hönd bæjarins.
24.
Aðalfundur Sparisjóðs Austurlands hf - 27.maí 2020
Aðalfundur Sparisjóðs Austurlands verður haldinn 27. maí nk. kl. 16:00 í Safnahúsinu í Neskaupstað. Bæjarstjóra falið að sækja fundinn fyrir hönd bæjarins.
25.
Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2020
Fundargerð stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga frá 8.maí 2020, lögð fram til kynningar.
26.
Fundagerðir stjórnar SSA 2020
Fundargerð stjórnar SSA frá 5.maí 2020, lögð fram til kynningar. Aðalfundur SSA verður haldinn 23.júní í Fjarðabyggð.
27.
Fundagerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2018-2020
Fundagerð 58. fundar stjórnar samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 8.maí 2020, lögð fram til kynningar.
28.
750 Stekkholt Fáskrúðsfirði
Borist hefur bréf frá Gesti Valgeiri Gestssyni stílað á bæjarstjóra og bæjarstjórn. Málefni bréfsins tengjast starfsviði eigna- skipulags- og umhverfisnefndar og erindi er því vísað til nefndarinnar.
29.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 73
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, nr. 73 frá 13.maí 2020, lögð fram til umfjöllunar.
30.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 259
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 259 frá 11.maí 2020, lögð fram til umfjöllunar.
31.
Menningar- og nýsköpunarnefnd - 25
Fundargerð menningar- og nýsköpunarnefndar, nr. 25 frá 11.maí 2020, lögð fram til umfjöllunar.
32.
Barnaverndarfundargerðir 2020
Fundargerð barnaverndarnefndar nr. 115 frá 14.maí 2020, lögð fram til umfjöllunar.