Bæjarráð
665. fundur
25. maí 2020
kl.
08:30
-
10:45
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir
formaður
Jón Björn Hákonarson
varaformaður
Ragnar Sigurðsson
varamaður
Rúnar Már Gunnarsson
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson
bæjarstjóri
Gunnar Jónsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun bæjarráðs 2021
Lagðar fram áherslur slökkviliðsstjóra er varðar rekstur slökkviliðs og sjúkraflutninga í málaflokki 07 á árinu 2021.
Vísað til vinnu við fjárhagsáætlun 2021.
Vísað til vinnu við fjárhagsáætlun 2021.
2.
Framkvæmda- og viðhaldsáætlun 2020
Farið yfir stöðu framkvæmda- og viðhaldsverkefna á árinu 2020 með tilliti til áætlana. Framkvæmdir eru innan marka fjárveitinga.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
3.
Málefni hjúkrunarheimila, fundur Sambands ísl. sveitarfélaga
Lögð fram samantekt frá fundi um málefni hjúkrunarheimila sem Samband íslenskra sveitarfélaga stóð fyrir 19. maí sl. ásamt minnisblaði fjármálastjóra um rekstur hjúkrunarheimilanna í Fjarðabyggð.
Bæjarráð telur með hliðsjón af efni fundarins sé rétt að Fjarðabyggð skoði vel allar hliðar rekstur síns á hjúkrunarheimilunum. Sveitarfélagið telur að lögum samkvæmt sé því ekki skylt að leggja þeim til frekari fjármuni, enda er rekstur heimilanna á málefnasviði ríkisins. Nauðsynlegt er nú að setja með formlegum hætti fram kröfugerð á hendur hlutaðeigandi aðilum, þ.e. Heilbrigðisráðuneytinu og Sjúkratryggingum Íslands. Bæjarráð felur fjármálastjóra að leiða þá vinnu og leggja þá kröfugerð fyrir bæjarráð þegar hún er tilbúin.
Bæjarráð telur með hliðsjón af efni fundarins sé rétt að Fjarðabyggð skoði vel allar hliðar rekstur síns á hjúkrunarheimilunum. Sveitarfélagið telur að lögum samkvæmt sé því ekki skylt að leggja þeim til frekari fjármuni, enda er rekstur heimilanna á málefnasviði ríkisins. Nauðsynlegt er nú að setja með formlegum hætti fram kröfugerð á hendur hlutaðeigandi aðilum, þ.e. Heilbrigðisráðuneytinu og Sjúkratryggingum Íslands. Bæjarráð felur fjármálastjóra að leiða þá vinnu og leggja þá kröfugerð fyrir bæjarráð þegar hún er tilbúin.
4.
Umsóknir um framlög úr framkvæmdasjóði aldraðra 2020
Framkvæmdasjóður aldraðra hefur samþykkt fjórar af fimm umsóknum hjúkrunarheimilanna varðandi viðhaldsverkefni við heimilin.
Bæjarráð hefur áður samþykkt að farið verði í verkefni sem samþykkt hafa verið af framkvæmdasjóði. Bæjarráð vísar gerð viðauka við fjárhagsáætlun 2020 vegna framkvæmdanna til fjármálastjóra.
Bæjarráð hefur áður samþykkt að farið verði í verkefni sem samþykkt hafa verið af framkvæmdasjóði. Bæjarráð vísar gerð viðauka við fjárhagsáætlun 2020 vegna framkvæmdanna til fjármálastjóra.
5.
Fjármál sveitarfélaga í kjölfar Covid-19
Framlagt til kynningar bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, um gerð fjárhagsáætlana og viðauka við þær.
Bæjarráð vísar erindi til fjármálastjóra.
Bæjarráð vísar erindi til fjármálastjóra.
6.
Bæjarhátíðir 2020
Minnisblað upplýsingafulltrúa er varðar bæjarhátíðir sumarið 2020 í framhaldi af umræðu á síðasta fundi.
Bæjarráð minnir forsvarsmenn hátíða á að framfylgja ber í hvívetna öllum þeim tilmælum sem koma frá almannavörnum og sóttvarnaryfirvöldum, og gæta vel að öllum sóttvörnum. Þá áréttar bæjarráð að það verður erfiðleikum haldið að framfylgja kvöðum sóttvarna í ástandi eins og nú er vegna COVID 19 faraldursins. Bæjarráð beinir því til hátíðarhaldara að ábyrgð þeirra er mikil og eðlilegt að það sé skoðað hvort hátíðir í Fjarðabyggð séu haldnar á þessu sumri. Því samþykkir bæjarráð að helmingur framlaga til hátíða sem ekki fara fram á árinu 2020 verði til viðbótar úthlutunar hátíðanna á árinu 2021 til þeirra sem þess óska.
Bæjarráð minnir forsvarsmenn hátíða á að framfylgja ber í hvívetna öllum þeim tilmælum sem koma frá almannavörnum og sóttvarnaryfirvöldum, og gæta vel að öllum sóttvörnum. Þá áréttar bæjarráð að það verður erfiðleikum haldið að framfylgja kvöðum sóttvarna í ástandi eins og nú er vegna COVID 19 faraldursins. Bæjarráð beinir því til hátíðarhaldara að ábyrgð þeirra er mikil og eðlilegt að það sé skoðað hvort hátíðir í Fjarðabyggð séu haldnar á þessu sumri. Því samþykkir bæjarráð að helmingur framlaga til hátíða sem ekki fara fram á árinu 2020 verði til viðbótar úthlutunar hátíðanna á árinu 2021 til þeirra sem þess óska.
7.
Dalborg, hönnun á viðbyggingu
Lagt fram minnisblað starfshóps um viðbyggingu við Leikskólann Dalborg Eskifirði.
Bæjarráð þakkar starfshópnum fyrir vinnu sína og samþykkir að fara leið eitt sem fram kemur í minnisblaði starfshóps um viðbyggingu við leikskólann Dalborg. Jafnframt felur bæjarráð framkvæmdasviði ásamt eigna-,skipulags- og umhverfisnefnd að skoða hvaða byggingaform henti best og leggja fram tillögur um slíkt fyrir 1. ágúst næstkomandi. Bæjarráð vísar frekari umræðu um viðbyggingu við leikskólann Dalborg til fjárhagsáætlunargerðar 2021.
Bæjarráð þakkar starfshópnum fyrir vinnu sína og samþykkir að fara leið eitt sem fram kemur í minnisblaði starfshóps um viðbyggingu við leikskólann Dalborg. Jafnframt felur bæjarráð framkvæmdasviði ásamt eigna-,skipulags- og umhverfisnefnd að skoða hvaða byggingaform henti best og leggja fram tillögur um slíkt fyrir 1. ágúst næstkomandi. Bæjarráð vísar frekari umræðu um viðbyggingu við leikskólann Dalborg til fjárhagsáætlunargerðar 2021.
8.
Sorpmál í Fjarðabyggð
Minnisblað verkefnastjóra í framhaldi af fundi um framtíð sorpmála í sveitarfélaginu sem haldinn var 18. maí sl.
Bæjarráð þakkar fyrir minnisblaðið. Bæjarráð telur að rétt sé að hefjast handa í úrgangsmálum í Fjarðabyggð í samræmi við tillögu 2 en þó þannig að skoðað verði hagræði af því að hluti rekstrarins verði útvistað.
Bæjarráð felur fjármálastjóra, sviðstjóra framkvæmdarsviðs og verkefnisstjóra sorpmála að koma með frekari tillögur á þessum grunni fyrir 1. júlí nk. og jafnframt að málið verði rætt í eigna-,skipulags- og umhverfisnefnd. Þá er bæjarstjóra falið að funda með Íslenska Gámafélaginu og Terra til að kynna þeim þessa ákvörðun og ræða jafnframt frágang samnings þeirra er hann rennur út um komandi áramót 20/21.
Bæjarráð þakkar fyrir minnisblaðið. Bæjarráð telur að rétt sé að hefjast handa í úrgangsmálum í Fjarðabyggð í samræmi við tillögu 2 en þó þannig að skoðað verði hagræði af því að hluti rekstrarins verði útvistað.
Bæjarráð felur fjármálastjóra, sviðstjóra framkvæmdarsviðs og verkefnisstjóra sorpmála að koma með frekari tillögur á þessum grunni fyrir 1. júlí nk. og jafnframt að málið verði rætt í eigna-,skipulags- og umhverfisnefnd. Þá er bæjarstjóra falið að funda með Íslenska Gámafélaginu og Terra til að kynna þeim þessa ákvörðun og ræða jafnframt frágang samnings þeirra er hann rennur út um komandi áramót 20/21.
9.
Reglur um meðferð brota í starfi áminningar, frávikningar og uppsagnir
Lagt er til nýtt heiti á reglum um meðferð brota. Nýtt heiti er Reglur um viðbrögð við brotum í starfi.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
10.
Starfshópur um tjaldsvæði
Farið yfir störf starfshóps um tjaldsvæði í Fjarðabyggð. Óskað er eftir að skiladagur starfshópsins verði framlengt til 15. júní nk. en umfang vinnu hans reyndist meira en áætlað var.
Bæjarráð samþykkir að framlengja umboð hópsins til 15. júní nk.
Bæjarráð samþykkir að framlengja umboð hópsins til 15. júní nk.
11.
Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2020
Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 20.maí lögð fram til kynningar.
12.
Nefndaskipan Sjálfstæðisflokks 2018 - 2022
Lögð fram tilkynning Jens Garðars Helgasonar um framlengt leyfi frá störfum í bæjarstjórn til 1. október 2020.
13.
Styrkbeiðni til handa Knattspyrnufélagi Fjarðabyggðar
Framlagt minnisblað bæjarstjóra um eignarhald stúku við Eskifjarðarvöll.
Bæjarráð samþykkir að innleysa eignarhlut Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar í stúkunni við Eskifjarðarvöll og felur bæjarstjóra að ganga frá samningum í samræmi við minnisblað og umræður á fundinum.
Jafnframt er vísað til fjármálastjóra gerð viðauka við fjárhagsáætlun 2020 vegna kaupa á stúkunni.
Bæjarráð samþykkir að innleysa eignarhlut Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar í stúkunni við Eskifjarðarvöll og felur bæjarstjóra að ganga frá samningum í samræmi við minnisblað og umræður á fundinum.
Jafnframt er vísað til fjármálastjóra gerð viðauka við fjárhagsáætlun 2020 vegna kaupa á stúkunni.
14.
Félagsmálanefnd - 134
Fundargerð félagsmálanefndar nr. 134 lögð fram til afgreiðslu.
15.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 260
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar nr. 260 lögð fram til afgreiðslu.
16.
Hafnarstjórn - 243
Fundargerð hafnarstjórnar nr. 243 lögð fram til afgreiðslu.
17.
Fræðslunefnd - 84
Fundargerð fræðslunefndar nr. 84 lögð fram til afgreiðslu.