Fara í efni

Bæjarráð

667. fundur
15. júní 2020 kl. 08:30 - 11:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Ragnar Sigurðsson varamaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Rekstur málaflokka 2020 - Trúnaðarmál
Málsnúmer 2004074
Framlagt sem trúnaðarmál yfirlit um rekstur málaflokka og fjárfestingar janúar - apríl auk launakostnaðar og skatttekna janúar - maí 2020. Auk þess er samantekt fjármálastjóra um tekjur Fjarðabyggðar á árinu 2020.
2.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2021 - 2024
Málsnúmer 2005017
Framlögð samantekt um vinnu nefnda, sviðsstjóra og starfsmanna Fjarðabyggðar vegna hugmynda um breytingar á þjónustu Fjarðabyggðar á árinu 2021 í samræmi við reglur Fjarðabyggðar um gerð fjárhagsáætlunar. Gögn lögð fram sem trúnaðarmál.
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2021. Bæjarráð tekur afstöðu til rammaúthlutunar fyrir lok júnímánaðar sem verður úthlutun í ágúst eða september.
3.
Starfs- og fjárhagsáætlun bæjarráðs 2021
Málsnúmer 2005025
Lögð fram minnisblöð vegna vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2021. Gögn lögð fram sem trúnaðarmál.
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2021.
4.
Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslunefndar 2021
Málsnúmer 2005020
Fyrir liggur minnisblað fræðslunefndar vegna starfs- og fjárhagsáætlunar 2021. Gögn lögð fram sem trúnaðarmál.
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2021.
5.
Starfs- og fjárhagsáætlun félagsmálanefndar 2021
Málsnúmer 2005022
Fyrir liggur minnisblað félagsmálanefndar vegna starfs- og fjárhagsáætlunar 2021. Nefndin samþykkir tillögu að starfs- og fjárhagsáætlun fyrir sitt leyti og vísar til bæjarráðs. Gögn lögð fram sem trúnaðarmál.
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2021.
6.
Starfs- og fjárhagsáætlun barnaverndarnefndar 2021
Málsnúmer 2005021
Lögð fram minnisblöð vegna starfs- og fjárhagsáætlunar barnaverndar. Gögn lögð fram sem trúnaðarmál.
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2021.
7.
Starfs- og fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar 2021
Málsnúmer 2005023
Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir fyrirliggjandi minnisblað og vísar til bæjarráðs. Gögn lögð fram sem trúnaðarmál.
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2021.
8.
Starfs- og fjárhagsáætlun menningar- og nýsköpunarnefndar 2021
Málsnúmer 2005019
Lagt fram minnisblað bæjarritara um fjárhagsáætlun ársins 2021, eftir umfjöllun í menningar- og nýsköpunarnefnd. Gögn lögð fram sem trúnaðarmál.
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2021.
9.
Starfs- og fjárhagsáætlun ESU nefndar 2021
Málsnúmer 2005018
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs vegna fjárhagsáætlunar 2021 og framkvæmdaáætlanir sviðsstjóra framkvæmdasviðs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd og sviðsstjórar framkvæmdasviðs og umhverfis- og skipulagssviðs hafa farið yfir fjárhagsáætlanirnar fyrir árið 2021. Nefndin hefur samþykkt áætlanirnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til umfjöllunar í bæjarráði. Gögn lögð fram sem trúnaðarmál.
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2021.
10.
Starfs- og fjárhagsáætlun Hafnarstjórnar 2021
Málsnúmer 2005026
Lögð fram fjárfestingaráætlun hafnarsjóðs í tengslum við starfs- og fjárhagsáætlun 2021. Gögn lögð fram sem trúnaðarmál.
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2021.
11.
Starfshópur um tjaldsvæði
Málsnúmer 2004044
Lagðar fram fundargerðir og niðurstaða starfshóps um fyrirkomulag tjaldsvæðanna í Fjarðabyggð.
Starfshópurinn samþykkir að lögð verði áhersla að hefja framkvæmdir á Stöðvarfirði og Breiðdalsvík. Framkvæmdum á Eskifirði yrði flýtt eins og kostur er í framhaldi. Fyrirhugaðar ofanflóðaframkvæmdir í Neskaupstað kalla á að tjaldsvæðið verði flutt. Leitað verður samkomulags við Ofanflóðasjóð um sambærilegt tjaldsvæði við Strandgötu 62, vestan við byggðina. Lagt er til að framkvæmdir hefjist á árinu 2021.
Starfshópurinn vísar tillögum til bæjarráðs ásamt meðfylgjandi minnisblaði og fundargerðum starfshópsins.
Bæjarráð vísar tillögum starfshópsins til menningar- og nýsköpunarnefndar til áframhaldandi vinnslu.
12.
Tölvur í skólum Fjarðabyggðar
Málsnúmer 2005112
Minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs, fræðslustjóra og fjármálastjóra vegna fjármögnunar á tölvukaupum fyrir skólastofnanir.
Bæjarráð samþykkir að farið verði í verðkönnun með kaup á tölvubúnaði og málið tekið fyrir að nýju í bæjarráði.
13.
Kauptilboð í Egilsbraut 6 Neskaupstað
Málsnúmer 2005095
Við umfjöllun og afgreiðslu liðar vék Rúnar Már Gunnarsson af fundi.
Framlagt gagntilboð í Egilsbraut 6 í Neskaupstað.
Bæjarráð samþykkir að taka gagntilboði og felur bæjarstjóra undirritun skjala tengdum sölunni.
14.
Ársfundur Austurbrúar 2020
Málsnúmer 2006054
Ársfundur Austurbrúar verður haldinn 23. júní nk. í Neskaupstað.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Fjarðabyggðar á ársfundinum.
15.
Ísland ljóstengt: Aukaúthlutun 2020 og 2021 vegna ljósleiðaralagningar
Málsnúmer 2005057
Framlögð drög samninga um úthlutun Ísland ljóstengt aukaúthlutun 2020 og framlög í ljósleiðaraverkefni Fjarðabyggðar. Undirritun samninga fór fram sl. föstudag en veittar voru 2,5 m.kr. auk 2,4 m.kr. sem byggðastyrks. Jafnframt voru veittar til Neyðarlínunnar ohf. styrkir til ljósleiðaratengingar milli Brekku og Dalatanga ásamt hringtengingu fjarskiptainnviða í Fjarðabyggð. Bæjarráð þakkar veitta styrki en þeir skipta gríðarlega miklu máli til að efla öryggi bæði á landi og sjó.
16.
Krafa um miskabætur - TRÚNAÐARMÁL
Málsnúmer 1903195
Minnisblað bæjarstjóra lagt fram sem trúnaðarmál á fundinum.
Bæjarráð hafnar bótaábyrgð.
17.
Krafa um viðurkenningu á skaðabótaábyrgð og aðgang að upplysingum - TRÚNAÐARMÁL
Málsnúmer 2006039
Krafa um bætur vegna ráðningar í starf. Bréf lögmanns ásamt álitsgerð, lagt fram á fundinum sem trúnaðarmál.
Bæjarráð hafnar bótaábyrgð. Fjármálastjóra falið í samráði við sviðsstjóra fjölskyldusviðs að veita umbeðnar upplýsingar.
18.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 262
Málsnúmer 2006006F
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 262, lögð fram til afgreiðslu.
19.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 75
Málsnúmer 2006008F
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, nr. 75 lögð fram til afgreiðslu.
20.
Menningar- og nýsköpunarnefnd - 27
Málsnúmer 2006004F
Fundargerð menningar- og nýsköpunarnefndar, nr. 27 lögð fram til afgreiðslu.
21.
Safnanefnd - 15
Málsnúmer 2006001F
Fundargerð safnanefndar, nr. 15 lögð fram til afgreiðslu.
22.
Félagsmálanefnd - 135
Málsnúmer 2006005F
Fundargerð félagsmálanefndar, nr. 135 lögð fram til afgreiðslu.
23.
Öldungaráð - 3
Málsnúmer 2002001F
Fundargerð öldungaráðs, nr. 3 lögð fram til afgreiðslu.
24.
Barnaverndarfundargerðir 2020
Málsnúmer 2003129
Fundargerð barnaverndarnefndar nr. 117 lögð fram til afgreiðslu.