Bæjarráð
668. fundur
22. júní 2020
kl.
09:30
-
11:00
Sólbrekku í Mjóafirði
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir
formaður
Jón Björn Hákonarson
varaformaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir
aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson
bæjarstjóri
Gunnar Jónsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Fasteignamat 2021
Framlagt yfirlit Þjóðskrár Íslands um breytingar á fasteignamati milli áranna 2020 og 2021 ásamt minnisblaði fjármálastjóra um breytingar í Fjarðabyggð á stofni fasteignamats á milli áranna.
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2021.
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2021.
2.
Fjármál sveitarfélaga í kjölfar Covid-19
Fram lagt bréf Sambands Íslenskra sveitarfélaga er varðar beiðni samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um að álagningarprósentur sveitarfélaga verði lækkaðar sem nemur að lágmarki hækkun fasteignamats milli áranna 2020 og 2021.
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2021.
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2021.
3.
Kauptilboð í Búðareyri 21
Lagt fram kauptilboð í Búðareyri 21 en fasteignin er hluti af áhaldahúsaeigninni á Reyðarfirði.
Bæjarráð hafnar tilboði en eignir eru seldar saman.
Bæjarráð hafnar tilboði en eignir eru seldar saman.
4.
Endurnýjun húsnæðis Uppsala
Framlagt svar heilbrigðisráðuneytis vegna beiðnar frá því í október 2019, um framlag til endurbóta á Uppsölum. Beiðni um framlag til endurbóta er hafnað af hálfu ráðuneytisins.
Bæjarráð vísar erindi til umfjöllunar framkvæmdaráðs hjúkrunarheimilanna. Jafnframt áréttar bæjarráð að það var ekki að óska leiðbeininga ráðuneytisins heldur var óskað svara við spurningum um löngu tímabærar framkvæmdir við hjúkrunarheimilið. Bæjarstjóra falið að senda bréf til heilbrigðisráðherra vegna málsins.
Bæjarráð vísar erindi til umfjöllunar framkvæmdaráðs hjúkrunarheimilanna. Jafnframt áréttar bæjarráð að það var ekki að óska leiðbeininga ráðuneytisins heldur var óskað svara við spurningum um löngu tímabærar framkvæmdir við hjúkrunarheimilið. Bæjarstjóra falið að senda bréf til heilbrigðisráðherra vegna málsins.
5.
Markaðsátak og sýnileiki 2020
Lagt fram minnisblað atvinnu- og þróunarstjóra og upplýsingafulltrúa um lykil að Fjarðabyggð sem er útfærsla á verkefni tengt stuðningi við ferðaþjónustu. Gefnir verða út afsláttarmiðar í sundlaugar og söfn sem ferðaþjónustuaðilar framselja viðskiptavinum.
Bæjarráð samþykkir tillögu sem fram kemur í minnisblaðinu. Minnisblaði vísað til kynningar í menningar- og nýsköpunarnefndar.
Bæjarráð samþykkir tillögu sem fram kemur í minnisblaðinu. Minnisblaði vísað til kynningar í menningar- og nýsköpunarnefndar.
6.
Samingur um þjónustu
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd drögum samnings um þjónustu dælubíls. Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
7.
Hálendi Austurlands - ályktun aðalfundar Landverndar 2020
Framlögð ályktun aðalfundar Landverndar 6. júní 2020 um vernd hálendis Austurlands til kynningar.
Vísað til kynningar eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
Vísað til kynningar eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
8.
Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2020
Fundargerð stjórnar sambandsins nr. 885 frá 12.júní lögð fram til kynningar.
9.
Skipan varafulltrúa í svæðisráð um gerð strandsvæðisskipulags fyrir Austfirði
Bæjarráð skipar Sigurð Ólafsson sem varafulltrúa í stað Eydísar Ásbjörnsdóttur, í svæðisráð um gerð strandsvæðisskipulags fyrir Austfirði.
10.
Hafnarstjórn - 245
Fundargerð hafnarstjórnar nr. 245 lögð fram til afgreiðslu.
11.
Hafnarstjórn - 246
Fundargerð hafnarstjórnar nr. 245 lögð fram til afgreiðslu.
12.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 263
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar nr. 263 lögð fram til afgreiðslu.