Fara í efni

Bæjarráð

669. fundur
29. júní 2020 kl. 08:30 - 10:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Ragnar Sigurðsson varamaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Framkvæmdasvið verkefni 2020
Málsnúmer 2003017
Lagt fram minnisblað varðandi stöðu framkvæmda ársins 2020 sem lagt er fram sem trúnaðarmál. Farið yfir stöðu framkvæmda og viðhalds miðað við fjárhagsáætlun ársins.
2.
Skólavegur 44 Fáskrúðsfirði
Málsnúmer 2006132
Framlagt bréf Bjarna G. Björgvinssonar lögmanns varðandi kauptilboð í Skólaveg 44 á Fáskrúðsfirði.
Bæjarráð felur fjármálastjóra að vinna málið áfram og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
3.
Skerðing framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga 2020
Málsnúmer 2005096
Framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga hafa verið endurskoðuð í takt við nýja áætlun um tekjur sjóðsins. Tekjur sjóðsins vegna efnahagslegra áhrifa af Covid-19 faraldrinum hafa verið endurmetnar. Hin nýja áætlun um tekjur sjóðsins gerir ráð fyrir að tekjur hans lækki um tæpa 3,8 milljarða kr. Samkvæmt nýjum áætlunum munu áætluð framlög til Fjarðabyggðar lækka samtals um 110 m.kr. frá fyrri áætlun, sem skiptast annars vegar í lækkun fasteignagjaldajöfnunar um 46,4 m.kr. og hinsvegar í lækkun á útgjaldajöfnunarframlagi um 63,3 m.kr.
Bæjarráð felur fjármálastjóra að fylgjast vel með þróun mála og upplýsa bæjarráð. Jafnramt vísar bæjarráð erindinu til hliðsjónar við gerð fjárhagsáætlunar 2021.
4.
Breytingar á stofnsamningi Héraðsskjalasafns Austfirðinga bs. á árinu 2020
Málsnúmer 2006114
Framlagt bréf frá Héraðsskjalasafni um tillögur að breytingum á stofnsamnningi safnsins vegna sameiningar sveitarfélaga.
Bæjarráð vísar erindi til umsagnar safnanefndar og verður það tekið fyrir að nýju í bæjarráði.
5.
Umferðarsamþykkt Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1805134
Vísað frá bæjarstjórn til síðari umræðu bæjarráðs uppfærðri umferðarsamþykkt Fjarðabyggðar.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir umferðarsamþykkt samhljóða.
6.
Ferðamálastefna Fjarðabyggðar 2020 - 2021
Málsnúmer 2004009
Vísað frá menningar- og nýsköpunarnefnd til afgreiðslu bæjarráðs við fyrri umræðu ferðamálastefnu Fjarðabyggðar. Ferðmálastefna hefur verið lögð fram í öllum fastanefndum.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir að vísa ferðamálastefnu til síðari umræðu bæjarráðs.
7.
Umhverfisstefna Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1704067
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar drögum að umhverfisstefnu Fjarðabyggðar 2018 - 2022 til umfjöllunar í bæjarráði, menningar- og nýsköpunarnefnd, félagsmálanefnd, fræðslunefnd, hafnarstjórn, íþrótta- og tómstundanefnd, landbúnaðarnefnd, ungmennaráði og safnanefnd.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir að umhverfisstjóri mæti á fund bæjarráðs.
8.
Sundlaug Íþróttamiðstöðvar Reyðarfjarðar
Málsnúmer 1908022
Lagt fram minnisblað framkvæmdasviðs varðandi viðgerð á sundlauginni á Reyðarfirði.
Málið rætt og vísað til eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, íþrótta- og tómstundanefndar og fræðslunefndar til umsagnar. Að því loknu verður málið tekið fyrir að nýju í bæjarráði.
9.
Uppbygging íþróttahúss á Reyðarfirði
Málsnúmer 2004112
Lögð fram fundargerð 4.fundar starfshóps og niðurstaða um uppbyggingu íþróttahúss á Reyðarfirði. Starfshópur um nýtt íþróttahús á Reyðarfirði vísar kostnaðaráætlun og samþykkt
hópsins til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
Málið tekið til umræðu og vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar, íþrótta- og tómstundanefndar og fræðslunefndar til umsagnar. Að því loknu verður málið tekið fyrir að nýju í bæjarráði.
10.
Menningar- og nýsköpunarnefnd - 28
Málsnúmer 2006015F
Fundargerð menningar- og nýsköpunarnefndar frá 22. júní lögð fram til umfjöllunar og samþykktar bæjarráðs í umboði bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir samhljóða fundargerð menningar- og nýsköpunarnefndar.