Fara í efni

Bæjarráð

670. fundur
6. júlí 2020 kl. 08:30 - 10:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Stefán Aspar Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Stefán Aspar Stefánsson Stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá
1.
Ferðamálastefna Fjarðabyggðar 2020 - 2021
Málsnúmer 2004009
Ferðamálastefna Fjarðabyggðar 2020-2021 tekin til síðari umræðu.
Bæjarráð samþykkir í umboði bæjarstjórnar ferðamálastefnu Fjarðabyggðar 2020-2021.
2.
Markaðsátak og sýnileiki 2020
Málsnúmer 2005044
Eydís Ásbjörnsdóttir vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu liðar. Framlagt minnisblað upplýsingafulltrúa um átak sveitarfélagsins í sýnileika og vitund almennings um Fjarðabyggð. Bæjarráð samþykkir að farið verði í átakið til samræmis við minnisblaðið. Kostnaði mætt af liðnum óráðstafað og upplýsingafulltrúa falið að gera samning við hlutaðeigandi um framkvæmd verkefnisins.
3.
Fiskeldi í Viðfirði og Hellisfirði
Málsnúmer 2006076
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að vísa til stefnu bæjarstjórnar um nýtingaráætlanir strandsvæða Fjarðabyggðar vegna fyrirspurnar frá Atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti um laxeldi í sunnanverðum Norðfjarðarflóa.
Bæjarráð tekur undir bókun eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og felur bæjarritara að svara erindinu.
4.
Beiðni blakdeildar Þróttar um fund
Málsnúmer 2006148
Fulltrúar Blakdeildar Þróttar fóru yfir starfsemi deildarinnar og rekstur hennar.
Bæjarráð vísar til íþrótta- og frístundastjóra og formanns íþrótta- og tómstundanefndar að yfirfara reglur um úthlutun styrkja til íþróttafélaga.
5.
Framkvæmdasvið verkefni 2020
Málsnúmer 2003017
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarráðs. Á síðasta fundi nefndarinnar var lagt fram minnisblað framkvæmdasviðs varðandi framkvæmdir ársins 2020. ESU samþykkti að haldið verði áfram með þau verkefni sem eru á áætlun ársins. Bæjarráð vísar til gerðar viðauka.
6.
Fjárhagsáætlun 2020 - viðauki 3
Málsnúmer 2007013
Framlagður viðauki nr. 3 við fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2020 um viðbrögð við kórónafaraldrinum, framkvæmdum við; nýjan vatnstank, Egilsbúð, Gamla barnaskóla, Skólamiðstöð Breiðdalsvík, götur, byggingu þjónustumiðstöðva, styrk til Sköpunarmiðstöðvar, kaupum á íþróttastúku, framlögum til hjúkrunarheimila, almannavarna og breytinga á framlögum Jöfnunarsjóðs.

Samandregin hafa þessar breytingar áhrif að rekstrarútgjöld í A hluta hækka nettó um 216,4 m. kr., fjárfestingar í A hluta hækka um 38 m. kr. og eignasala í A hluta hækkar um 30 m. kr. auk þess sem lántaka í A hluta vex um 400 m. kr. Í B hluta hækka fjárfestingar um 243 m. kr. auk þess sem lántaka í B hluta vex um 100 m. kr. Samandregið sjóðsstaða áætluð í lok árs 2020 um 645 m. kr. eftir breytingar. Lántaka Eignarhaldsfélagsins Hrauns ehf. hækki um 400 m. kr. í fjárhagsáætlun ársins 2020 og verði 400 m. kr. á árinu 2020. Lántaka Vatnsveitu hækki um 100 m. kr. í fjárhagsáætlun ársins 2020 og verði 200 m. kr. á árinu 2020 Aukin lántaka Eignarhaldsfélagsins Hrauns ehf. og Vatnsveitu greiðist í gegnum viðskiptareikning sjóðanna við Aðalsjóð og eigið fé Aðalssjóðs hækki um sömu upphæð.

Bæjarráð samþykkir í umboði bæjarstjórnar viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun 2020.
7.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 264
Málsnúmer 2006022F
Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar frá 29. júní lögð fram til afgreiðslu.
8.
Hafnarstjórn - 247
Málsnúmer 2006023F
Fundargerð hafnarstjórnar frá 30. júní lögð fram til afgreiðslu.