Bæjarráð
672. fundur
27. júlí 2020
kl.
08:30
-
09:12
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir
formaður
Jón Björn Hákonarson
varaformaður
Ragnar Sigurðsson
varamaður
Rúnar Már Gunnarsson
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson
bæjarstjóri
Gunnlaugur Sverrisson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Vatnsveita, nýr vatnstankur í Fannardal
Samþykkt hefur verið að semja við MVA um verkið nýr vatnstankur í Fannardal, á grundvelli tilboðs þeirra.
Lagt er til, eins og fram kemur í minnisblaði, að samið verði við MVA um byggingu beggja áfanga verksins og að greiðsla fyrir seinni áfangann falli til á árinu 2021. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt að farið verði í verkið á þessum forsendum og seinni áfangi verði tekinn af fjárfestingaráætlun 2021. Bæjarráð staðfestir ákvörðun nefndarinnar.
Lagt er til, eins og fram kemur í minnisblaði, að samið verði við MVA um byggingu beggja áfanga verksins og að greiðsla fyrir seinni áfangann falli til á árinu 2021. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt að farið verði í verkið á þessum forsendum og seinni áfangi verði tekinn af fjárfestingaráætlun 2021. Bæjarráð staðfestir ákvörðun nefndarinnar.
2.
Verksamningur vegna vatnstanks í Fannardal
Lagður fram til staðfestingar verksamningur við MVA ehf. um byggingu vatnstanks með stækkun í Fannardal. Bæjarráð staðfestir verksamnning.
3.
Kauptilboð í Kirkjustíg 7 frá Helgu Bjarnason
Framlagt tilboð í húseignina Kirkjutíg 7 á Eskifirði. Húsið er selt til flutnings en það var keypt vegna ofanflóðavarna þar sem til stóð að rífa húsið ef það seldist ekki. Bæjarráð hefur áður samþykkt tilboðið í tölvupóstsamskiptum og staðfestir nú endanlega framlagt tilboð og felur bæjarstjóra afgreiðslu málsins.
4.
740 Hof - heimreið
Bréf Þórhöllu Ágústsdóttur og Viðars Guðmundssonar er varðar endurbætur á heimreiðinni að Hofi í Norðfjarðarsveit, sem gera þarf í framhaldi af framkvæmdum á vegum bæjarins. Bæjarráð hefur yfirfarið málið og felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að fylgja málinu eftir við bréfritara.
5.
Heimildarmynd um sundlaugar - Sundlaugin á Reyðarfirði
Framlagt bréf frá Jóni Karli Helgasyni, kvikmyndagerðarmanni, vegna upptöku á framkvæmdum við sundlaugina á Reyðarfirði. Bæjarráð hefur áður samþykkt að farið verði í framkvæmdir við laugina vorið 2021 og felur forstöðumanni stjórnsýslu að ræða við bréfritara á þeim forsendum.
6.
Uppbygging íþróttahúss á Reyðarfirði
Engin tilboð bárust í jarðvegsskipti vegna byggingar íþróttahúss á Reyðarfirði. Þar sem engin tilboð bárust í jarðvegsskipti fyrir nýtt íþróttahús á Reyðarfirði, felur bæjarráð sviðsstjóra framkvæmdasviðs að koma verkinu til framkvæmda sem byggð er á hönnunargögnum og kostnaðaráætlun.
7.
Úttekt á skipulagi og rekstri 06 Íþrótta- og æskulýðsmála
Lögð fram til kynningar verkefnalýsing um skoðun og úttekt á fyrirkomulagi rekstrar Fjarðabyggðar í málaflokki íþrótta- og æskulýðsmála. Bæjarráð samþykkir að fara í úttekt og skoðun á rekstri íþrótta- og æskulýðsmála hjá Fjarðabyggð og felur bæjarstjóra að semja við Ráðrík ehf. um verkið samkvæmt framlagðri verkefnalýsingu. Kostnaður tekinn af liðnum óráðstafað.
8.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 265
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 265 frá 13. júlí 2020, samþykkt með þremur atkvæðum í umboði bæjarstjórnar.