Bæjarráð
673. fundur
10. ágúst 2020
kl.
08:30
-
10:00
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir
formaður
Jón Björn Hákonarson
varaformaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir
aðalmaður
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson
bæjarstjóri
Gunnlaugur Sverrisson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
735 - Deiliskipulag, Eskifjörður-miðbær
Auglýsingartími vegna deiliskipulagsins Eskifjörður - miðbær er liðinn. Engar athugasemdir bárust. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, deiliskipulagið Eskifjörður - miðbær, uppdráttur, skýringaruppdráttur, greinagerð og umhverfisskýrsla, dagsett í mars 2020. Málsmeðferð verði í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bæjarráð samþykkir deiliskipulagið Eskifjörður - miðbær í umboði bæjarstjórnar.
2.
740 Naustahvammur 64, óveruleg breyting á deiliskipulagi
Gera þarf óverulega breytingu á deiliskipulagi Naust 1 vegna nýrrar lóðar við Naustahvamm 64. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt að gera óverulega breytingu á deiliskipulagi Naust 1 og felur sviðstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að vinna málið. Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, samþykkir breytingu á deiliskipulagi Naust 1.
3.
Samráðsfundir og viðbrögð vegna coronaveiru COVID19
Bæjarstjóri fór yfir þær aðgerðir sem sveitarfélagið hefur gripið til á síðustu vikum.
4.
Fundargerðir aðgerðastjórnar á Austurlandi vegna Covid19
Lagðar fram til kynningar þrjár síðustu fundargerðir aðgerðastjórnar á Austurlandi vegna COVID19. Fundargerðirnar eru frá 14. júlí, 21. júlí og 4. ágúst.
5.
Ágangur sauðfjár í þéttbýli
Umræða vegna kvartana sem borist hafa vegna ágangs sauðfjár í þéttbýli. Bæjarráð felur framkvæmdasviði og fjallskilastjóra að bregðast við ágangi sauðfjár í þéttbýli með því að smala saman fé og flytja út fyrir þéttbýlismörk.
6.
Umsókn um styrk til starfsemi blakdeildar Þróttar
Beiðni Blakdeildar Þróttar um samning. Íþrótta- og tómstundafulltrúi sat þennan lið fundarins. Bæjarstjóra falið að fara yfir málið og leggja að því loknu minnisblað fyrir bæjarráð.
7.
Barnaverndarfundargerðir 2020
Fundargerð barnaverndarnefndar, nr. 118 frá 28.júlí, lögð fyrir bæjarráð til staðfestingar í umboði bæjarstjórnar.