Fara í efni

Bæjarráð

674. fundur
17. ágúst 2020 kl. 08:30 - 11:15
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Rekstur málaflokka 2020 - Trúnaðarmál
Málsnúmer 2004074
Framlagt sem trúnaðarmál yfirlit um rekstur málaflokka og framkvæmdir janúar - júní 2020, skatttekjur og launakostnað janúar - júlí 2020. Fjármálastjóri kynnti yfirlit.
2.
Gjaldskrár leikskóla og skólamáltíða
Málsnúmer 2008015
Í starfsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2020 stendur að gjaldskrá leikskóla og skólamáltíða í grunnskólum breytist frá og með 1. ágúst 2020. Breytingin á gjaldskrá leikskóla er lækkun hádegismáltíðar um helming eða úr 2.937 kr. í 1.468 kr. og gjald fyrir skólamáltíð í grunnskóla lækkar einnig um helming og fer úr 300 kr. í 150 kr. Gjaldskrá leikskóla fyrir ágúst verður leiðrétt með reikningum í september.

Bókun frá fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Í ljósi þeirra efnahagslegra áhrifa vegna covid 19, samdráttar í tekjum sveitarfélagsins, aukins rekstrarkostnaðar og lántöku vegna þessa, leggur fulltrúi Sjálfstæðisflokksins til að meirihlutinn endurskoði lækkun á skólamáltíðum og haldi þeim óbreyttum. Óvissan er mikil um komandi tíma og ætti sveitarfélagið að stíga varlega niður í öllum útgjaldaliðum.

Bókun meirihluta Framsóknarflokksins, Fjarðalistans auk Miðflokksins.
Meirihluti L, B og M- listi taka undir að ýmis efnahagsleg óvissa er nú uppi í samfélaginu og nauðsynlegt að rýna allar efnahagslegar aðgerðir vel. En þar með er það ekki sagt að rétt sé að fara ávallt í niðurskurð í efnahagsástandi eins og nú er og sjálfstæðismenn í Fjarðabyggð leggja ávallt til í tillögum sínum. Nauðsynlegt getur líka verið að sveitarfélagið stígi inn og auki þjónustu og framkvæmdir til að koma á móts við íbúa sína á ýmsa vegu. Lækkun skólamáltíða liggur þegar fyrir í samþykktri starfs- og fjárhagsáætlun Fjarðabyggð fyrir árið 2020. Málefni fjölskyldunnar hafa verið og munu verða í forgangi hjá núverandi bæjaryfirvöldum og á því er engin breyting. Þá er það ljóst að aðgerð eins og þessi kemur fjölskyldufólki hvað best.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir framlagða gjaldskrá leikskóla og skólamáltíða. Dýrunn Pála Skaftadóttir situr hjá.

3.
Samningur um skólamáltíðir í grunnskólum Fjarðabyggðar 2017
Málsnúmer 1708143
Lögð fram til upplýsinga framlenging til eins árs, á grundvelli fyrri samnings við Fjarðaveitingar um skólamáltíðir í grunnskólum Fjarðabyggðar.
4.
Steinasafn í Breiðdal
Málsnúmer 2008033
Náttúruminjasafn Íslands vill stofna til sýningar í Breiðdal.
Lagt fram til kynningar. Bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir og vísað til kynningar í menningar- og nýsköpunarnefnd.
5.
Kaup á verkfræðiþjónustu 2020
Málsnúmer 2008029
Lögð fram greining fjármálastjóra á kaupum Fjarðabyggðar og stofnana á arkitekta- og verkfræðiþjónustu janúar - júní 2020 sem svar við fyrirspurn Rúnars Gunnarssonar um kaup á verkfræðiþjónustu. Greining er trúnaðarmál.
6.
Samningur um rekstur Norðfjarðarflugvallar
Málsnúmer 2001185
Lögð fram lokadrög milli Fjarðabyggðar og ISAVIA að samningi vegna þjónustu við sjúkraflugvöllinn á Norðfirði.
Bæjarráð samþykkir drög samnings og felur bæjarstjóra undirritun hans.
7.
Háskóli Austfjarða
Málsnúmer 1710150
Bæjarráð tók umræða um stöðu verkefnisins.
8.
Ályktun Veiðifélags Breiðdælinga vegna fyrirhugaðs laxeldis í Stöðvarfirði
Málsnúmer 2008048
Framlögð ályktun Veiðifélags Breiðdælinga er varðar fyrirætlanir um fiskeldi í Stöðvarfirði.
Sveitarfélagið hefur þegar sent inn athugasemdir vegna fyrirhugaðs laxeldis í Stöðvarfirði. Erindi Veiðifélagsins lagt fram til kynningar.
9.
Kauptilboð í Nesgötu 5 Neskaupstað (Sigfúsarhús) frá Raföldu ehf.
Málsnúmer 2008046
Af fundi vék Jón Björn Hákonarson við umfjöllun og afgreiðslu dagskrárliðar. Á fund mætir Pálína Margeirsdóttir við umfjöllun og afgreiðslu dagskrárliðar.
Lagt fram kauptilboð Raföldu ehf. í fasteignina Nesgötu 5 í Neskaupstað - Sigfúsarhús. Bæjarráð felur fjármálastjóra að gera gagntilboð vegna sölu eignarinnar.

10.
750 - Stekkholt 20 - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2007089
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarráðs lóðarumsókn Elínar Helgu Kristjánsdóttur, dagsett 27. júlí 2020, þar sem sótt er um lóðina við Stekkholt 17 á Fáskrúðsfirði undir íbúðarhúsnæði.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
11.
Fundargerðir aðgerðastjórnar á Austurlandi vegna Covid19
Málsnúmer 2008011
Fundargerð aðgerðastjórnar frá 7.ágúst lögð fram til kynningar. Fundargerð er trúnaðarmál.
12.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 266
Málsnúmer 2008003F
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 266 lögð fram til afgreiðslu.
Bæjarráð í umboð bæjarstjórnar staðfestir samhljóða fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.