Bæjarráð
675. fundur
24. ágúst 2020
kl.
08:30
-
10:15
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir
formaður
Jón Björn Hákonarson
varaformaður
Ragnar Sigurðsson
varamaður
Rúnar Már Gunnarsson
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson
bæjarstjóri
Gunnar Jónsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Uppsögn svæðisfulltrúa Rauða krossins á Austurlandi
Framlagður tölvupóstur Beu Meijer í tengslum við uppsögn svæðisfulltrúa Rauða krossins á Austurlandi.
Bæjarráði var ekki kunnugt um uppsögnina og þær breytingar sem henni fylgja. Starf svæðisfulltrúa er mjög mikilvægt fyrir Austurland og hefur sveitarfélagið átt gott samstarf við Rauða Krossinn í gegnum tíðina.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og sviðsstjóra fjölskyldusviðs að ræða við Rauða Krossinn um málið enda er það óviðunandi að ekki sé svæðisfulltrúi á Austurlandi. Vísað til félagsmálanefndar.
Bæjarráði var ekki kunnugt um uppsögnina og þær breytingar sem henni fylgja. Starf svæðisfulltrúa er mjög mikilvægt fyrir Austurland og hefur sveitarfélagið átt gott samstarf við Rauða Krossinn í gegnum tíðina.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og sviðsstjóra fjölskyldusviðs að ræða við Rauða Krossinn um málið enda er það óviðunandi að ekki sé svæðisfulltrúi á Austurlandi. Vísað til félagsmálanefndar.
2.
Erlendir ferðamenn í Fjarðabyggð 2014-2019
Framlögð greining frá Rannsóknum og ráðgjöf sem unnin var í júní 2020 um niðurstöður og greiningar á straumi ferðamanna til Íslands. Kynnt og vísað til menningar- og nýsköpunarnefndar.
3.
Framkvæmdir við Lambeyrarbraut
Framlagt bréf Hreggviðs Sigurþórssonar f.h. íbúa við Lambeyrarbraut, er varðar óánægju þeirra með hönnun og útfærslu ofanflóðavarna við Lambeyrarána.
Fundað hefur verið með íbúum við götuna og athugasemdum þeirra komið á framfæri við hönnuði framkvæmdanna. Áfram verður athugasemdir íbúanna komið á framfæri við hönnuði. Athugasemdum komið á framfæri við eigna,- skipulags- og umhverfisnefnd.
Fundað hefur verið með íbúum við götuna og athugasemdum þeirra komið á framfæri við hönnuði framkvæmdanna. Áfram verður athugasemdir íbúanna komið á framfæri við hönnuði. Athugasemdum komið á framfæri við eigna,- skipulags- og umhverfisnefnd.
4.
Ágangur sauðfjár í þéttbýli
Framlagt bréf Sverris Mar Albertssonar og Grétu Garðarsdóttur um ágang sauðfjár í þéttbýli.
Bæjarráð hefur áður tekið fyrir málefni sauðfjár í þéttbýlum sveitarfélagsins. Málið hefur verið í umfjöllun og vinnslu hjá umhverfis- og skipulagssviði og framkvæmdasviði til að bregðast við ágangi sauðfjár í þéttbýlinu. Sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs og umhverfisstjóra falið að svara erindi og vinna að málinu. Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar til umfjöllunar.
Bæjarráð hefur áður tekið fyrir málefni sauðfjár í þéttbýlum sveitarfélagsins. Málið hefur verið í umfjöllun og vinnslu hjá umhverfis- og skipulagssviði og framkvæmdasviði til að bregðast við ágangi sauðfjár í þéttbýlinu. Sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs og umhverfisstjóra falið að svara erindi og vinna að málinu. Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar til umfjöllunar.
5.
Ársreikningur Hitaveitu Fjarðabyggðar 2019
Lagður fram til undirritunar ársreikningur Hitaveitu Fjarðabyggðar fyrir árið 2019.
Bæjarráð staðfestir ársreikning Hitaveitu Fjarðabyggðar 2019 og undirritar.
Bæjarráð staðfestir ársreikning Hitaveitu Fjarðabyggðar 2019 og undirritar.
6.
Ársreikningur Eignarhaldsfélagsins Hrauns ehf. 2019
Lagður fram til undirritunar ársreikningur Eignarhaldsfélagsins Hrauns ehf. fyrir árið 2019.
Stjórnarmenn undirrita ársreikning Eignarhaldsfélagsins Hrauns ehf. fyrir árið 2019 og staðfesta hann.
Stjórnarmenn undirrita ársreikning Eignarhaldsfélagsins Hrauns ehf. fyrir árið 2019 og staðfesta hann.
7.
Kauptilboð í Nesgötu 5 Neskaupstað (Sigfúsarhús) frá Raföldu ehf.
Jón Björn Hákonarson vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu dagskrárliðar. Pálína Margeirsdóttir mætir á fund við umfjöllun og afgreiðslu dagskrárliðar.
Lagt fram nýtt tilboð Raföldu ehf. í fasteignina Nesgötu 5 í Neskaupstað, Sigfúsarhús.
Bæjarráð samþykkir tilboðið og felur bæjarstjóra undirritun og frágang skjala vegna kaupanna.
Lagt fram nýtt tilboð Raföldu ehf. í fasteignina Nesgötu 5 í Neskaupstað, Sigfúsarhús.
Bæjarráð samþykkir tilboðið og felur bæjarstjóra undirritun og frágang skjala vegna kaupanna.
8.
Sérstakur byggðakvóti Breiðdal
Framlagður tölvupóstur frá Goðaborg ehf. er varðar sérstakan byggðakvóta í Breiðdal.
Bæjarráð felur atvinnu- og þróunarstjóra að vinna málið áfram.
Bæjarráð felur atvinnu- og þróunarstjóra að vinna málið áfram.
9.
Fræðslunefnd - 87
Fundargerð fræðslunefndar nr. 87 lögð fram til afgreiðslu.