Bæjarráð
676. fundur
28. ágúst 2020
kl.
08:30
-
11:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir
formaður
Jón Björn Hákonarson
varaformaður
Ragnar Sigurðsson
varamaður
Rúnar Már Gunnarsson
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson
bæjarstjóri
Gunnar Jónsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2021 - 2024
Lagðar fram tillögur fjármálastjóra að forsendum fyrir gerð fjárhagsáætlunar Fjarðabyggðar árin 2021 - 2024 auk þjóðhagspár og minnisblaði hagdeildar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Umræður um fyrstu drög að römmum fjárhagsáætlunar 2021.
Vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlunargerð 2021 og tekið fyrir á næsta fundi bæjarráðs.
Vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlunargerð 2021 og tekið fyrir á næsta fundi bæjarráðs.
2.
Málefni hjúkrunarheimila, fundur Sambands ísl. sveitarfélaga
Farið yfir stöðu hjúkrunarheimila og viðbrögð við bréfi Fjarðabyggðar en tölvupóstur barst frá Heilbrigðisráðuneyti.
Bæjarráð vísar erindi til umsagnar framkvæmdaráðs hjúkrunarheimilanna um framhald samninga við Sjúkratryggingar Íslands. Málið tekið fyrir að nýju í bæjarráði.
Bæjarráð vísar erindi til umsagnar framkvæmdaráðs hjúkrunarheimilanna um framhald samninga við Sjúkratryggingar Íslands. Málið tekið fyrir að nýju í bæjarráði.
3.
Fjölþætt heilsuefling fyrir eldri aldurshópa
Vísað frá íþrótta- og tómstundanefnd til bæjarráðs tillögu nefndarinnar um að verkefnið Fjölþætt heilsuefling fyrir eldri aldurshópa endurmetin í byrjun árs 2021 enda mikilvægt að koma verkefninu af stað þar sem það frestaðist vegna COVID 19 faraldursins. Nefndin leggur áherslu á að áfram verði tryggt fjármagn til verkefnisins.
Bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar.
Bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar.
4.
Sumarfrístund 2020
Framlagt og kynnt minnisblað íþrótta- og frístundastjóra vegna uppgjörs, framkvæmdar og niðurstöðu könnunar foreldra vegna Sumarfrístundar 2020.
Bæjarráð lýsir ánægju með verkefnið. Bæjarráð samþykkir jafnframt að vísa til gerðar viðauka eftirstöðvum kostnaðar vegna verkefnisins og felur fjármálastjóra úrvinnslu hans.
Bæjarráð lýsir ánægju með verkefnið. Bæjarráð samþykkir jafnframt að vísa til gerðar viðauka eftirstöðvum kostnaðar vegna verkefnisins og felur fjármálastjóra úrvinnslu hans.
5.
Stytting vinnuvikunnar, betri vinnutími
Framlögð gögn vegna styttingu vinnuvikunnar til kynningar. Stytting vinnuvikunnar tekur gildi 1.1.2021 en skipa ber vinnuhóp sem sér um útfærslu ákvæða og eiga tillögur að liggja fyrir 1. október nk.
6.
735 Fossgata 3 - Umsókn um lóð
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarráðs lóðarumsókn Helgu Bjarnason, þar sem sótt er um lóðina við Fossgötu 3 á Eskifirði undir íbúðarhúsnæði. Gert er ráð fyrir að húsnæði sem nú er staðsett á Kirkjustíg 7 á Eskifirði verði flutt á lóðina.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
7.
Ályktanir aðalfundar Ungmennafélagsins Leiknis 2020
Framlagðar til kynningar ályktanir frá aðalfundi Ungmennafélagsins Leiknis.
8.
Greiðsla áfallinna vaxta og kostnaðar vegna fasteignagjalda - TRÚNAÐARMÁL
Farið yfir beiðni fyrirtækis um afslætti af vöxtum og kostnaði. Málið er trúnaðarmál.
9.
Fundargerðir aðgerðastjórnar á Austurlandi vegna Covid19
Fundargerð aðgerðastjórnar frá 21. ágúst lögð fram til kynningar sem trúnaðarmál.
10.
Fundir í almannavarnarnefnd í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi 2020
Fundargerð almannavarnarnefndar frá 17.ágúst lögð fram til kynningar.
11.
Vatnstjón - Trúnaðarmál
Framlögð greinargerð Adolfs Guðmundssonar lögmanns vegna vatnstjóns á kjallara á Eyrarstíg 1, Reyðarfirði. Einnig er lagt fram minnisblað frá Jóni Jónssyni, lögmanni, sem mótsvar greinargerðarinnar. Jón hafði áður gefið álit árið 2019 og taldi bótaskyldu ekki vera til staðar m.t.t. skýrslu Stapa Jarðfræðistofu frá 2018.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram og afla frekari gagna. Málið tekið fyrir að nýju í bæjarráði. Vísað til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram og afla frekari gagna. Málið tekið fyrir að nýju í bæjarráði. Vísað til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
12.
Kauptilboð í Hrauntún 8 Breiðdalsvík
Framlagt kauptilboð í Hrauntún 8 á Breiðdalsvík.
Fjármálastjóra falið að vinna málið í samræmi við umræður á fundinum.
Fjármálastjóra falið að vinna málið í samræmi við umræður á fundinum.
13.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 267
Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar frá 24. ágúst sl. lögð fram til afgreiðslu
14.
Menningar- og nýsköpunarnefnd - 29
Fundargerð menningar- og nýsköpunarnefndar frá 24. ágúst lögð fram til afgreiðslu.
15.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 77
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 26. ágúst lögð fram til afgreiðslu
16.
Landbúnaðarnefnd - 26
Fundargerð landbúnaðarnefndar frá 20. ágúst sl. lögð fram til afgreiðslu.
17.
Hafnarstjórn - 248
Framlögð fundargerð hafnarstjórn frá 24. ágúst sl. til afgreiðslu.