Bæjarráð
677. fundur
7. september 2020
kl.
08:30
-
11:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir
formaður
Jón Björn Hákonarson
varaformaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir
aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson
bæjarstjóri
Gunnar Jónsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2021 - 2024
Framlögð tillaga að rammaúthlutun fyrir vinnslu og gerð fjárhagsáætlunar Fjarðabyggðar fyrir árið 2021. Farið yfir forsendur áætlunargerðar.
Bæjarráð samþykkir framlagða fjárhagsramma áætlunar 2021 og vísar þeim til vinnu fjárhagsáætlunar hjá fastanefndum og sviðsstjórum. Bæjarráð felur nefndum að rýna vel rekstur málaflokka sem undir þær heyra.
Bæjarráð samþykkir framlagða fjárhagsramma áætlunar 2021 og vísar þeim til vinnu fjárhagsáætlunar hjá fastanefndum og sviðsstjórum. Bæjarráð felur nefndum að rýna vel rekstur málaflokka sem undir þær heyra.
2.
Lántaka 2020 hjá Lánasjóði sveitarfélaga
Lagt fram minnisblað fjármálastjóra um mögulega uppgreiðslu á hluta skulda Fjarðabyggðar við Lánasjóð sveitarfélaga og mögulega endurfjármögnun.
Fram lagt til kynningar og frekari vinnslu í fjárhagsáætlunargerð.
Fram lagt til kynningar og frekari vinnslu í fjárhagsáætlunargerð.
3.
Sala á eignarhlut í Netorku ehf.
Rafveita Reyðarfjarðar á eignarhluta í Netorku hf. Tekin umræða um eignarhlut Fjarðabyggðar en hann hefur tengst rekstri Rafveitu Reyðarfjarðar.
Bæjarráð samþykkir að hlutur Fjarðabyggðar verði seldur. Fjármálastjóra og bæjarstjóra falið að annast söluna og bæjarstjóra að undirrita skjöl vegna sölu hlutarins.
Bæjarráð samþykkir að hlutur Fjarðabyggðar verði seldur. Fjármálastjóra og bæjarstjóra falið að annast söluna og bæjarstjóra að undirrita skjöl vegna sölu hlutarins.
4.
Samningur um kaup RARIK á dreifikerfi Rafveitu Reyðarfjarðar
Framlögð skjöl vegna sölu á eignum Rafveitu Reyðarfjarðar til RARIK ohf. Um er að ræða afsal tilgreindra spennistöðva, leigusamningar um spennistöðvar og yfirlýsingar vegna götuljóskerfis.
Bæjarráð samþykkir framlögð skjöl og felur bæjarstjóra frágang og undirritun skjala vegna endanlegs uppgjörs og frágangs sölunnar til Rarik.
Bæjarráð samþykkir framlögð skjöl og felur bæjarstjóra frágang og undirritun skjala vegna endanlegs uppgjörs og frágangs sölunnar til Rarik.
5.
Málefni hjúkrunarheimila, samningar við Sjúkratryggingar
Vísað frá framkvæmdaráði hjúkrunarheimila til bæjarráðs umsögn vegna samninga við Sjúkratryggingar Íslands um rekstur hjúkrunarheimilanna.
Vaxandi taprekstur hefur verið á rekstri hjúkrunarheimilanna frá árinu 2014. Mikill taprekstur verður á rekstri hjúkrunarheimilanna á árinu 2020 og fyrirséð er að hann verður einnig mikill á næsta ári að öðru óbreyttu. Í ljósi þessa og umræðunnar á fundinum mælir framkvæmdaráð hjúkrunarheimilanna með að samningi við Sjúkratryggingar Íslands um rekstrinum verði sagt upp. Framkvæmdaráðið telur að uppsögn á samningi sé neyðarúrræði við núverandi aðstæður.
Bæjarráð tekur undir bókun framkvæmdaráðs hjúkrunarheimilanna og vísar málinu til félagsmálanefndar. Málinu er jafnframt vísað til næsta fundar bæjarráðs til afgreiðslu.
Vaxandi taprekstur hefur verið á rekstri hjúkrunarheimilanna frá árinu 2014. Mikill taprekstur verður á rekstri hjúkrunarheimilanna á árinu 2020 og fyrirséð er að hann verður einnig mikill á næsta ári að öðru óbreyttu. Í ljósi þessa og umræðunnar á fundinum mælir framkvæmdaráð hjúkrunarheimilanna með að samningi við Sjúkratryggingar Íslands um rekstrinum verði sagt upp. Framkvæmdaráðið telur að uppsögn á samningi sé neyðarúrræði við núverandi aðstæður.
Bæjarráð tekur undir bókun framkvæmdaráðs hjúkrunarheimilanna og vísar málinu til félagsmálanefndar. Málinu er jafnframt vísað til næsta fundar bæjarráðs til afgreiðslu.
6.
Aðalfundur í stjórn Breiðdalsseturs 2020
Framlagt fundarboð aðalfundar Breiðdalsseturs 2020 laugardaginn 26. september nk. Jafnframt er óskað tilnefningar aðal- og varamanna í stjórn.
Bæjarráð tilnefndir Karl Óttar Pétursson bæjarstjóra sem aðalmann og Jón Björn Hákonarson sem varamann í stjórn Breiðdalsseturs. Bæjarstjóra jafnframt falið að fara með umboð Fjarðabyggðar á aðalfundinn.
Bæjarráð tilnefndir Karl Óttar Pétursson bæjarstjóra sem aðalmann og Jón Björn Hákonarson sem varamann í stjórn Breiðdalsseturs. Bæjarstjóra jafnframt falið að fara með umboð Fjarðabyggðar á aðalfundinn.
7.
Umsókn um styrk til starfsemi blakdeildar Þróttar
Tekið til umfjöllunar að nýju erindi Blakdeildar Þróttar þar sem óskað var eftir styrk til félagsins vegna auglýsinga.
Fram lagt minnisblað bæjarstjóra.
Bæjarráð samþykkir að veita deildinni styrk vegna auglýsinga og mun það nýta merki sveitarfélagsins og nafn þess samkvæmt skilyrðum samningsins. Bæjarstjóra falið að ganga frá samningi við félagið og undirritun hans. Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að fylgja samningi eftir.
Erindi vísað jafnframt til fjármálastjóra vegna gerðar viðauka.
Fram lagt minnisblað bæjarstjóra.
Bæjarráð samþykkir að veita deildinni styrk vegna auglýsinga og mun það nýta merki sveitarfélagsins og nafn þess samkvæmt skilyrðum samningsins. Bæjarstjóra falið að ganga frá samningi við félagið og undirritun hans. Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að fylgja samningi eftir.
Erindi vísað jafnframt til fjármálastjóra vegna gerðar viðauka.
8.
Almenningssamgöngur í Fjarðabyggð
Lögð fram tíma- og verkáætlun frá Eflu verkfræðistofu hf. um gerð kostnaðarmats á heildstæðu leiðarneti almenningssamgangna fyrir Fjarðabyggð.
Bæjarráð samþykkir tíma- og verkáætlun og felur bæjarstjóra að vinna að málinu áfram. Sent til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd, fræðslunefnd og íþrótta- og tómstundanefnd. Kostnaði mætt af liðnum óáðstafað, 21690.
Bæjarráð samþykkir tíma- og verkáætlun og felur bæjarstjóra að vinna að málinu áfram. Sent til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd, fræðslunefnd og íþrótta- og tómstundanefnd. Kostnaði mætt af liðnum óáðstafað, 21690.
9.
Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2020
Framlögð til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 886 frá 28. ágúst sl.
10.
Umsögn vegna breytingu á lögum um byggðakvóta nr. 116/2006
Bæjarráð felur atvinnu- og þróunarstjóra að vinna að umsögn í samráði við hafnarstjóra. Jafnframt vísað til hafnarstjórnar til umræðu.
11.
Ofanflóðavarnir Nes- og Bakkagil Norðfjörður
Framlögð tillaga Framkvæmdasýslu ríkisins um útboð hönnun varnargarðar Nes- og Bakkagils. Lagt er til að tilboði Hnit verkfræðistofu verði tekið.
Bæjarráð samþykkir tillögu Framkvæmdasýslu ríkisins og felur bæjarstjóra að staðfesta tillöguna.
Bæjarráð samþykkir tillögu Framkvæmdasýslu ríkisins og felur bæjarstjóra að staðfesta tillöguna.
12.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 268
Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar frá 31. ágúst tekin til afgreiðslu
13.
Framkvæmdaráð hjúkrunarheimilanna - 18