Fara í efni

Bæjarráð

678. fundur
14. september 2020 kl. 08:30 - 10:45
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Ragnar Sigurðsson varamaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun bæjarráðs 2021
Málsnúmer 2005025
Framlagður fjárhagsrammi bæjarráðs vegna vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2021 vegna verkefna er heyra beint undir bæjarráð.
Bæjarráð felur sviðsstjórum vinnslu fjárhagsáætlunar 2021 og þeir leggi tillögur fyrir bæjarráð.
2.
Rekstur málaflokka 2020 - trúnaðarmál
Málsnúmer 2004074
Framlagt yfirlit frá fjármálastjóra um rekstur málaflokka og fjárfestingar janúar - júlí og launakostnað og skatttekjur janúar - ágúst 2020. Gögn lögð fram sem trúnaðarmál.
3.
Framkvæmda- og viðhaldsáætlun 2020 - trúnaðarmál
Málsnúmer 2001149
Farið yfir stöðu framkvæmda- og viðhaldsverkefna á árinu 2020 með tilliti til áætlana.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
4.
Ofanflóðavarnir á Eskifirði - Lambeyrará
Málsnúmer 1702150
Framlagt erindi frá Framkvæmdasýslu ríkisins vegna tilboða í framkvæmdir við ofanflóðavarnir við Lambeyrará. Að tillögu Framkvæmdasýslu ríkisins er lagt til við Fjarðabyggð og Ofanflóðasjóð að tilboði verði hafnað og gengið verði til samningskaupa.
Bæjarráð samþykkir tillögu Framkvæmdasýslunnar um að tilboði verði hafnað og að gengið verði til samningskaupa.
5.
Reglur um stuðningsþjónustu
Málsnúmer 2009002
Vísað frá félagsmálanefnd til staðfestingar bæjarráðs nýjum reglum um stuðningsþjónustu í Fjarðabyggð. Með nýjum reglum er öll stuðningsþjónusta sett undir sömu reglur. Reglurnar eiga því við um þjónustu við börn sem fullorðna og innan heimilis sem utan. Reglurnar ná einnig yfir þjónustu við fatlað fólk. Með nýjum reglum falla því úr gildi reglur Fjarðabyggðar um félagslega heimaþjónustu, reglur Fjarðabyggðar um stuðningsfjölskyldur, reglur um félagslega liðveislu hjá félagsþjónustusviði Fjarðabyggðar, reglur um snjómokstur fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja og reglur um garðslátt fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar jafnframt til sviðsstjóra fjölskyldusviðs og félagsmálanefndar endurskoðun á hlutaðeigandi gjaldskrám vegna breyting sem nýjar reglur fela í sér og leysa eldri reglur af.
6.
Ályktanir aðalfundar Ungmennafélagsins Leiknis 2020
Málsnúmer 2008109
Framlagt til kynningar bréf Ungmennafélagsins Leiknis frá 4.september sl. er varðar bókun á fundi bæjarráðs 31.ágúst.
Bæjarráð vísar erindi til íþrótta- og tómstundafulltrúa til afgreiðslu.
7.
Hin árlega Evrópuvika haldin á netinu 5.-20. október 2020
Málsnúmer 2009066
Framlagður tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um árlega Evrópuviku sem verður haldin 5.- 20.október sem fer að þessu sinni alfarið fram á netinu.
Bæjarráð vísar erindi til bæjarfulltrúa og sviðsstjóra til kynningar.
8.
Áskorun - félag íslenskra handverksbrugghúsa
Málsnúmer 2009067
Framlögð til kynningar áskorun frá Samtökum íslenskra handverksbrugghúsa þar sem skorað er á dómsmálaráðherra að leggja frumvarp um netverslun með áfengi fram á nýjan leik og tryggja íslenskum handverksbrugghúsum rétt til að selja gestum sínum vörur á staðnum.
9.
Húsnæðismál kvenfélagsins Nönnu
Málsnúmer 2009054
Framlagt bréf Kvenfélagsins Nönnu frá 8.september sl. þar sem óskað er eftir að félagið fái aðstöðu í Egilsbúð.
Vísað til sviðsstjóra fjölskyldusviðs til afgreiðslu.
10.
Málefni hjúkrunarheimila, samningar við Sjúkratryggingar
Málsnúmer 2005127
Ragnar Sigurðsson vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu dagskrárliðar. Dýrunn Pála Skaftadóttir var í símasambandi við fund við umfjöllun og afgreiðslu hans.
Vísað frá félagsmálanefnd til bæjarráðs umsögn vegna samninga við Sjúkratryggingar Íslands um rekstur hjúkrunarheimilanna í Fjarðabyggð. Félagsmálanefnd tekur undir bókun framkvæmdaráðs hjúkrunarheimilanna um að segja beri upp samningum við Sjúkratryggingar Íslands um rekstur hjúkrunarheimilanna.
Bæjarráð getur ekki unað við að rekstrarvandi hjúkrunarheimilanna lendi á rekstri sveitarfélagsins og ítrekar fyrri samþykktir sínar um að ríkið axli ábyrgð á rekstri þeirra. Þá minnir bæjarráð á ósamræmi það sem ríkjandi er, þar sem rekstur hjúkrunarheimila í nágrannasveitarfélögum er fjármagnaður beint af ríkisframlögum. Bæjarráð sendi erindi til heilbrigðisráðuneytisins í júní sl. sem ekki hafa borist fullnægjandi svör við.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti uppsögn samnings við Sjúkratryggingar Íslands um rekstur hjúkrunarheimilanna í Fjarðabyggð og vísar staðfestingu uppsagnar til bæjarstjórnar. Jafnframt minnir bæjarráð á þá ábyrgð ríkisvaldsins á þessum málaflokki og þjónustan sé sem næst notendum.
11.
Nefndaskipan Fjarðalista 2018 - 2022
Málsnúmer 1908104
Framlagður tölvupóstur frá Esther Ösp Gunnarsdóttur þar sem hún óskar eftir leyfi frá störfum í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd út árið 2020.
Kristjana Guðmundsdóttir tekur sæti aðalmanns í stað Estherar meðan á leyfi hennar stendur. Valdimar Másson tekur sæti varamanns í stað Kristjönu á sama tíma.
12.
Nefndaskipan Framsóknarflokks 2018-2022
Málsnúmer 1904039
Tilnefning varamanns í barnaverndarnefnd í stað Hrafnhildar Lóu Guðmundsdóttur. Þórhalla Ágústsdóttir tekur sæti varamanns í stað Hrafnhildar.
13.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 78
Málsnúmer 2009009F
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 9. september sl. tekin til afgreiðslu.
14.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 269
Málsnúmer 2009008F
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá 7. september sl. lögð fram til afgreiðslu.
15.
Félagsmálanefnd - 136
Málsnúmer 2009003F
Fundargerð félagsmálanefndar frá 8. september sl. lögð fram til afgreiðslu.
16.
Menningar- og nýsköpunarnefnd - 30
Málsnúmer 2009001F
Fundargerð menningar- og nýsköpunarnefndar frá 7. september sl. lögð fram til afgreiðslu.
17.
Fræðslunefnd - 88
Málsnúmer 2009007F
Fundargerð fræðslunefndar frá 9. september sl. fram til afgreiðslu.