Fara í efni

Bæjarráð

681. fundur
5. október 2020 kl. 08:30 - 12:15
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Pálína Margeirsdóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Úttekt á skipulagi og rekstri 06 Íþrótta- og æskulýðsmála
Málsnúmer 2007060
Fulltrúar Ráðríks sátu þennan lið fundarins í fjarfundi og fóru yfir vinnu við úttekt á málaflokki íþrótta- og tómstundamála.
Stefnt er að skilum vinnu í næstu viku.
2.
Endurgreiðsluhlutfall vegna réttindasafns Lífeyrissjóðs Neskaupstaðar
Málsnúmer 2001211
Framlagt erindi frá Brú lífeyrissjóði ásamt minnisblaði er varðar breytingar á réttindaákvæðum Lífeyrissjóðs Neskaupstaðar. Um er að ræða tvær breytingar sem lagðar eru fyrir bæjarstjórn og starfsmannafélag til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti breytingarnar og vísar staðfestingu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
3.
Endurnýjun húsnæðis Uppsala
Málsnúmer 1904082
Framlagður tölvupóstur frá Heilbrigðisráðuneytinu um að breytingar og endurnýjun á húsnæði Uppsala falli undir málefni Framkvæmdasjóðs aldraðra en ekki framkvæmdaáætlun ráðuneytisins.
Bæjarráð getur ekki tekið undir skilgreiningu Heilbrigðisráðuneytisins. Bæjarstjórn hefur engu að síður staðfest uppsögn á samningum um hjúkrunarheimilin í Fjarðbyggð og vísar bæjarráð málinu til frekari viðræðna þar að lútandi við ráðuneytið.
4.
Vatnstjón á Eyrarstíg 1
Málsnúmer 1801118
Lagðar fram greinargerðir og álit lögmanna vegna Eyrarstígs 1 Reyðarfirði.
Bæjarstjóri fór yfir vinnslu málsins.
5.
Kauptilboð í Nesbakka 21 2. hæð 5-6 herb Neskaupstað
Málsnúmer 2010008
Framlagt kauptilboð í íbúð að Nesbakka 21 í Neskaupstað, 5 til 6 herbergja - íbúð á 2. hæð, merkt 0204.
Bæjarráð felur fjármálastjóra að gera gagntilboð.
6.
Sýnileiki Fjarðabyggðar 2020
Málsnúmer 2006023
Lagt fram minnisblað bæjarstjóra vegna sýnileika sveitarfélagsins.
Bæjarráð felur atvinnu- og þróunarstjóra og upplýsingafulltrúa að setja sig í samband við fyrirtæki í Fjarðabyggð með verkefnið og hvernig þau geta nýtt sér það.
7.
Almenningssamgöngur í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1904072
Umræður um stöðu almenningssamgangna.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að málinu áfram.
8.
Erindisbréf safnanefndar
Málsnúmer 1806133
Umræða um stöðu safnanefndar.
Bæjarráð samþykkir að safnanefnd verði lögð niður og verkefni hennar sameinuðu verkefnum menningar- og nýsköpunarnefndar. Bæjarstjóra falið að útfæra breytingar. Vísað til kynningar í menningar- og nýsköpunarnefndar og safnanefnd. Vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
9.
Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2020
Málsnúmer 2002033
Fundargerð stjórnar sambandsins frá 29.september lögð fram til kynningar.
10.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2021 - 2024
Málsnúmer 2005017
Farið yfir stöðu á vinnu við fjárhagsáætlun ársins 2021 og 3ja ára áætlun 2022 - 2024.
Vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlunargerðina.
11.
Starfs- og fjárhagsáætlun bæjarráðs 2021
Málsnúmer 2005025
Farið yfir stöðu vinnu við fjárhagsáætlun 2021 fyrir málaflokka atvinnumála og sameiginlegs kostnaðar.
12.
Starfs- og fjárhagsáætlun menningar- og nýsköpunarnefndar 2021
Málsnúmer 2005019
Formaður gerir grein fyrir vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun málaflokka menningar- og nýsköpunarnefndar.
Vísað til áframhaldandi fjárhagsáætlunargerðar.
13.
Starfs- og fjárhagsáætlun barnaverndarnefndar 2021
Málsnúmer 2005021
Formaður gerir grein fyrir vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun málaflokka barnaverndarnefndar.
Vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlunargerðina.
14.
Starfs- og fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar 2021
Málsnúmer 2005023
Formaður gerir grein fyrir vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun málaflokka íþrótta- og tómstundamála.
Vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlunargerðina.
15.
Nefndaskipan í Fjarðabyggð 2018 - 2022
Málsnúmer 1806029
Bæjarráð samþykkir að Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri taki sæti Karls Óttar Péturssonar fyrrverandi bæjarstjóra í eftirfarandi stjórnum og samstarfsverkefnum.
Strætisvagnar Austurlands
Breiðdalssetur
Háskóla Austurlands
Þá taki bæjarritari sæti varamanns í Breiðdalssetri.
16.
Framkvæmdaráð hjúkrunarheimilanna - 19
Málsnúmer 2009020F
Fundargerð framkvæmdaráðs hjúkrunarheimilanna nr. 19 lögð fram til afgreiðslu.
17.
Félagsmálanefnd - 137
Málsnúmer 2009023F
Fundargerð félagsmálanefndar nr. 137 lögð fram til afgreiðslu.
18.
Menningar- og nýsköpunarnefnd - 31
Málsnúmer 2009021F
Fundargerð menningar- og nýsköpunarnefndar nr. 31 lögð fram til afgreiðslu.