Bæjarráð
683. fundur
12. október 2020
kl.
08:30
-
12:05
í fjarfundarbúnaði í Neskaupstað og á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson
formaður
Pálína Margeirsdóttir
varaformaður
Ragnar Sigurðsson
aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson
bæjarstjóri
Gunnar Jónsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Úttekt á skipulagi og rekstri 06 íþrótta- og æskulýðsmála
Framlögð skýrsla frá Ráðrík ehf. um íþróttamannvirki í Fjarðabyggð og tillögur um reksturs málaflokks íþróttamála.
Skýrslunni vísað til umfjöllunar í íþrótta- og tómstundanefnd og til sviðsstjóra fjölskyldusviðs til úrvinnslu.
Skýrslunni vísað til umfjöllunar í íþrótta- og tómstundanefnd og til sviðsstjóra fjölskyldusviðs til úrvinnslu.
2.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2021 - 2024
Farið yfir stöðu vinnu við fjárhagsáætlun 2021-2024. Lagðar fram spár um hagþróun frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Þjóðhagsstofnun auk minnisblaðs fjármálastjóra.
Vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlun 2021. Fjármálastjóra og bæjarstjóra falið að rýna reksturinn og niðurstöður úr tillögum nefndanna.
Vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlun 2021. Fjármálastjóra og bæjarstjóra falið að rýna reksturinn og niðurstöður úr tillögum nefndanna.
3.
Samningur um sölu eigna Rafveitu Reyðarfjarðar
Framlagðir samningar vegna kaupa Orkusölunnar á framleiðsluhluta í samræmi við kaupsamning frá 18. desember 2019.
Bæjarráð samþykkir samninga og felur bæjarstjóra undirritun gagna vegna sölu eignarinnar.
Bæjarráð samþykkir samninga og felur bæjarstjóra undirritun gagna vegna sölu eignarinnar.
4.
Kauptilboð í Nesbakka 21 2. hæð 5-6 herb Neskaupstað
Framlagt gagntilboð vegna sölu á Nesbakka 21, 2. hæð í Neskaupstað.
Bæjarráð samþykkir gagntilboðið og felur bæjarstjóra að undirrita skjöl vegna sölu eignarinnar.
Bæjarráð samþykkir gagntilboðið og felur bæjarstjóra að undirrita skjöl vegna sölu eignarinnar.
5.
Starfs- og fjárhagsáætlun bæjarráðs 2021
Farið yfir fjárheimildir í einstökum málaflokkum, slökkviliðsstjóri sat þennan lið fundarins. Vísað til áframhaldandi vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.
6.
Ofanflóðavarnir á Eskifirði - Lambeyrará
Framlagt erindi frá Framkvæmdasýslu ríkisins um útboð 21261, Ofanflóðavarnir Eskifirði - Lambeyrará. Tillaga Framkvæmdasýslunnar er að niðurstaða viðræðna um samningskaup verði tekið. Jafnframt lagt fram bréf frá Ofanflóðasjóði um töku tilboðs.
Bæjarráð samþykkir að tilboðinu verði tekið.
Bæjarráð samþykkir að tilboðinu verði tekið.
7.
Ástand íbúðar
Lagðar fram upplýsingar um mat á stöðu húsnæðisins að Sólheimum 3 í Breiðdal.
Bæjarráð samþykkir að ekki séu forsendur fyrir því að leigja íbúðina í því ástandi sem hún er og leigusamningi er því sagt upp. Húsnæði verði sett í framhaldi í sölu í því ástandi sem það er.
Bæjarráð samþykkir að ekki séu forsendur fyrir því að leigja íbúðina í því ástandi sem hún er og leigusamningi er því sagt upp. Húsnæði verði sett í framhaldi í sölu í því ástandi sem það er.
8.
Svæðisskipulag fyrir Austurland
Bréf Skipulagsstofnunar frá 5.október sl., til svæðisskipulagsnefndar Austurlands, er varðar gerð svæðisskipulags fyrir Austurland í ljósi breyttra aðstæðna eftir sameiningu sveitarfélaga á Austurlandi.
Skipulagsstofnun hefur að hluta til hafnað að greiða kostnaðarframlag úr skipulagssjóði á þeim forsendum að skipa þurfi nýja svæðisskipulagsnefnd og hefja skipulagsferli að nýju.
Lagt fram til kynningar.
Skipulagsstofnun hefur að hluta til hafnað að greiða kostnaðarframlag úr skipulagssjóði á þeim forsendum að skipa þurfi nýja svæðisskipulagsnefnd og hefja skipulagsferli að nýju.
Lagt fram til kynningar.
9.
750 Stekkholt 10 - Umsókn um lóð
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarráðs lóðarumsókn Róberts Óskars Sigurvaldasonar og Grétars Helga Geirssonar, dagsettri 18. september 2020, þar sem sótt er um lóðina við Stekkholt 10 á Fáskrúðsfirði undir parhús sem sambyggt yrði húsi á lóðinni við Stekkholt 8.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur auk þess samþykkt að gerð sé óveruleg breyting á deiliskipulagi þannig að gert verði ráð fyrir parhúsi á lóðunum.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur auk þess samþykkt að gerð sé óveruleg breyting á deiliskipulagi þannig að gert verði ráð fyrir parhúsi á lóðunum.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
10.
750 Stekkholt 8 - Umsókn um lóð
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarráðs lóðarumsókn Róberts Óskars Sigurvaldasonar og Grétars Helga Geirssonar þar sem sótt er um lóðina við Stekkholt 8 á Fáskrúðsfirði undir parhús sem sambyggt yrði húsi á lóðinni við Stekkholt 10.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur auk þess samþykkt að gerð sé óveruleg breyting á deiliskipulagi þannig að gert verði ráð fyrir parhúsi á lóðunum.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur auk þess samþykkt að gerð sé óveruleg breyting á deiliskipulagi þannig að gert verði ráð fyrir parhúsi á lóðunum.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
11.
Aðalfundur Heilbrigðiseftilits Austurlands 28.október 2020
Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Austurlands verður haldinn miðvikudaginn 28. október nk. á Borgarfirði Eystri eða í fjarfundi ef aðstæður krefjast.
Bæjarráð felur Jóni Birni Hákonarsyni bæjarstjóra að fara með umboð Fjarðabyggðar á aðalfundinum.
Bæjarráð felur Jóni Birni Hákonarsyni bæjarstjóra að fara með umboð Fjarðabyggðar á aðalfundinum.
12.
Nefndaskipan Miðflokksins
Breyting á nefndaskipan Miðflokksins í menningar- og nýsköpunarnefnd.
Magnea María Jónudóttir tekur sæti aðalmanns í menningar- og nýsköpunarnefnd og Anna Þórhildur Kristmundsdóttir tekur sæti varamanns í nefndinni.
Magnea María Jónudóttir tekur sæti aðalmanns í menningar- og nýsköpunarnefnd og Anna Þórhildur Kristmundsdóttir tekur sæti varamanns í nefndinni.
13.
Vatnstjón á Eyrarstíg 1
Farið yfir stöðu málsins.
Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu og bæjarráð mun skoða gögn frekar fyrir næsta fund.
Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu og bæjarráð mun skoða gögn frekar fyrir næsta fund.
14.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 271
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá 5. október sl. lögð fram til afgreiðslu.
15.
Fræðslunefnd - 90
Fundargerð fræðslunefndar frá 7. október sl. lögð fram til afgreiðslu
16.
Hafnarstjórn - 250
Fundargerð hafnarstjórnar frá 6. október sl. lögð fram til afgreiðslu
17.
Barnaverndarfundargerðir 2020
Fundargerð barnaverndarnefndar nr. 119, 120 og 121, lagðar fram til upplýsinga.