Bæjarráð
684. fundur
19. október 2020
kl.
08:30
-
12:00
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson
formaður
Pálína Margeirsdóttir
varaformaður
Ragnar Sigurðsson
aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson
bæjarstjóri
Gunnar Jónsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Rekstur málaflokka 2020 - trúnaðarmál
Framlagt yfirlit frá fjármálastjóra um rekstur málaflokka og fjárfestingar janúar - ágúst og launakostnað og skatttekjur janúar - september 2020. Gögn lögð fram sem trúnaðarmál.
2.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2021 - 2024
Farið yfir stöðu vinnu við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2021. Unnið verður áfram við gerð áætlunarinnar.
3.
Lántaka 2020 hjá Lánasjóði sveitarfélaga
Fjármálastjóri fór yfir lántöku ársins 2020 auk mögulega skuldbreytingu á lánum við Lánasjóð sveitarfélaga.
Bæjarráð felur fjármálastjóra að leita eftir fjármögnun að fjárhæð 700 m.kr. hjá Lánasjóði sveitarfélaga vegna uppgreiðslu fimm tilgreindra lána að fjárhæð 662 m.kr.. Jafnframt að leita tilboða fjármögnunar vegna samþykktar í viðauka fjárhagsáætlunar 2020 að fjárhæð 500 m.kr. auk skoðunar á framtíðarlántöku.
Bæjarráð felur fjármálastjóra að leita eftir fjármögnun að fjárhæð 700 m.kr. hjá Lánasjóði sveitarfélaga vegna uppgreiðslu fimm tilgreindra lána að fjárhæð 662 m.kr.. Jafnframt að leita tilboða fjármögnunar vegna samþykktar í viðauka fjárhagsáætlunar 2020 að fjárhæð 500 m.kr. auk skoðunar á framtíðarlántöku.
4.
Starfs- og fjárhagsáætlun félagsmálanefndar 2021
Vísað frá félagsmálanefnd starfs- og fjárhagsáætlun nefndarinnar til umfjöllunar bæjarráðs. Vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlunargerð 2021.
5.
Starfs- og fjárhagsáætlun barnaverndarnefndar 2021
Vísað frá barnaverndarnefnd til bæjarráðs fjárhagsáætlun málaflokksins til umfjöllunar. Vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlunargerð 2021.
6.
Starfs- og fjárhagsáætlun menningar- og nýsköpunarnefndar 2021
Vísað frá menningar- og nýsköpunarnefnd til bæjarráðs fjárhagsáætlun menningarmálaflokks til umfjöllunar. Vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlunargerð 2021.
7.
Starfs- og fjárhagsáætlun ESU nefndar 2021
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til bæjarráðs innra vinnuskjal sviðsstjóra framkvæmdasviðs um fyrirhugaðar fjárfestingar og þær framkvæmdir sem unnið hefur verið að á árinu ásamt yfirliti yfir fjárfestingarverkefni.
Vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlunargerð 2021. Jafnframt mun bæjarráð taka umfjöllun um forgangsröðun og fyrirkomulag einstakra framkvæmda á næstu fundum.
Vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlunargerð 2021. Jafnframt mun bæjarráð taka umfjöllun um forgangsröðun og fyrirkomulag einstakra framkvæmda á næstu fundum.
8.
Starfs- og fjárhagsáætlun bæjarráðs 2021
Farið yfir rekstur málaflokksins sameiginlegur kostnaður og málaflokka sem heyra undir bæjarráð. Vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlunargerð 2021.
9.
Samþykkt um breytingu á samþykkt um stjórn Fjarðabyggðar og fundarsköp bæjarstjórnar - breytingar október 2020
Lögð fram tillaga að breytingu á samþykkt um stjórn Fjarðabyggðar og fundarsköp bæjarstjórnar þar sem safnanefnd hefur verið lögð niður og hlutverk hennar falið menningar- og nýsköpunarnefnd.
Bæjarráð samþykkir breytingarnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir breytingarnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.
10.
Erindisbréf menningar- og nýsköpunarnefndar - endurskoðað 2020
Framlagt breytingar á erindisbréfi menningar- og nýsköpunarnefndar vegna niðurlagningar safnanefndar.
Bæjarráð samþykkir breytingarnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir breytingarnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.
11.
Vatnstjón á Eyrarstíg 1
Farið yfir stöðu málsins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindi eiganda Eyrarstígs 1 í samráði við lögmann sveitarfélagsins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindi eiganda Eyrarstígs 1 í samráði við lögmann sveitarfélagsins.
12.
Seley - nytjaréttur af æðarvarpi
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd minnisblaði sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs um leigu æðarvarps í Seley en nefndin leggur til að leiga varpsins verði boðin út. Bæjarráð samþykkir að æðarvarp í Seley verði boðið út.
13.
Snjómokstur í Fjarðabyggð
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarráðs fyrirkomulagi snjómoksturs. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur staðfest áður samþykktar verklagsreglur. Nefndin samþykkir jafnframt tillögu framkvæmdasviðs að breytingu á þjónustuflokkum í snjómokstri gatna á Norðfirði, Eskifirði og á Reyðarfirði.
Bæjarráð samþykkir þjónustuflokkun og verklagsreglur að teknu tilliti til athugasemda sem komu fram á fundi og felur bæjarstjóra undirritun þeirra.
Bæjarráð samþykkir þjónustuflokkun og verklagsreglur að teknu tilliti til athugasemda sem komu fram á fundi og felur bæjarstjóra undirritun þeirra.
14.
Dalborg, hönnun á viðbyggingu
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarráðs, minnisblaði starfshóps um viðbyggingu við Leikskólann Dalborg Eskifirði.
Bæjarráð hefur vísað minnisblaði til fjárhagsáætlunargerðar og mun jafnframt taka umræðu um forsendur viðbyggingarinnar.
Bæjarráð hefur vísað minnisblaði til fjárhagsáætlunargerðar og mun jafnframt taka umræðu um forsendur viðbyggingarinnar.
15.
Aukafjárveiting til bókasafna í Fjarðabyggð 2020
Beiðni bókasafnanna í Fjarðabyggð um 360.000 kr. aukafjárveitingu til kaupa á nýjum bókum á árinu 2020.
Bæjarráð samþykkir að veita viðbótarfjármagni af liðnum óráðstafað 21 690 til bókasafna sbr. beiðni.
Bæjarráð samþykkir að veita viðbótarfjármagni af liðnum óráðstafað 21 690 til bókasafna sbr. beiðni.
16.
Breytingar á stofnsamningi Héraðsskjalasafns Austfirðinga bs. á árinu 2020
Vísað frá menningar- og nýsköpunarnefnd til afgreiðslu bæjarráðs breytingum á stofnsamningi byggðasamlagsins.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjóra til skoðunar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjóra til skoðunar.
17.
Fundagerðir Náttúrustofu Austurlands 2020
Framlögð til kynningar fundargerð 3. fundar stjórnar Náttúrustofu Austurlands á árinu 2020.
18.
Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga 29.október
Boðað er til aðalfundar Samtaka orkusveitarfélaga sem haldinn verður í fjarfundi 29. október 2020, kl. 13:00.
Bæjarráð felur Jóni Birni Hákonarsyni bæjarstjóra að fara með umboð Fjarðabyggðar á aðalfundinum.
Bæjarráð felur Jóni Birni Hákonarsyni bæjarstjóra að fara með umboð Fjarðabyggðar á aðalfundinum.
19.
15.mál til umsagnar frumvarp til laga um stjórnsýslu jafnréttismála, 15. mál
Framlagt erindi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis þar sem til umsagnar er frumvarp til laga um stjórnsýslu jafnréttismála, 15. mál.
Bæjarráð vísar frumvarpi til skoðunar hjá sviðsstjóra fjölskyldusviðs.
Bæjarráð vísar frumvarpi til skoðunar hjá sviðsstjóra fjölskyldusviðs.
20.
21.mál til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um kynrænt sjálfræði (breytt kynskráning),
Framlagt erindi allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis til umsagnar er frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um kynrænt sjálfræði (breytt kynskráning), 21. mál.
Bæjarráð vísar frumvarpi til skoðunar hjá sviðsstjóra fjölskyldusviðs.
Bæjarráð vísar frumvarpi til skoðunar hjá sviðsstjóra fjölskyldusviðs.
21.
Þórsskúr á Neseyri - afsal
Framlögð beiðni frá Kajakklúbbnum Kaj þar sem óskað er eftir að Þórsskúr á Neseyri verði afsalað til klúbbsins en Kajakklúbburinn hefur haft hann til afnota vegna starfsemi sinnar um árabil og fékk honum afsalað þegar átti að rífa hann vegna byggingar nýs leikskóla á Neseyri.
Bæjarráð samþykkir að Þórskúrnum verði afsalað til Kajakklúbbsins og felur bæjarstjóra að ganga frá og undirrita skjöl vegna sölu eignarinnar.
Bæjarráð samþykkir að Þórskúrnum verði afsalað til Kajakklúbbsins og felur bæjarstjóra að ganga frá og undirrita skjöl vegna sölu eignarinnar.
22.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 272
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar nr. 272 lögð fram til afgreiðslu.
23.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 273
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar nr. 273 lögð fram til afgreiðslu.
24.
Menningar- og nýsköpunarnefnd - 32
Fundargerð menningar- og nýsköpunarnefndar nr. 32 lögð fram til afgreiðslu.
25.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 80
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar nr. 80 lögð fram til afgreiðslu.
26.
Félagsmálanefnd - 138
Fundargerð félagsmálanefndar nr. 138 lögð fram til afgreiðslu.
27.
Framkvæmdaráð hjúkrunarheimilanna - 20
Fundargerð framkvæmdaráðs hjúkrunarheimilanna nr. 20 lögð fram til afgreiðslu.
28.
Barnaverndarfundargerðir 2020
Fundargerð barnaverndarnefndar nr. 122 lögð fram til afgreiðslu.