Fara í efni

Bæjarráð

686. fundur
2. nóvember 2020 kl. 08:30 - 11:15
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Pálína Margeirsdóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2021 - 2024
Málsnúmer 2005017
Lögð fram drög að tillögu til bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árin 2021 - 2024.
Drög að fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar og stofnana 2021 til 2024 vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bókun frá Sjálfstæðisflokki.
Sjálfstæðisflokkurinn samþykkir framlagningu fjárhagsáætlunar Fjarðabyggðar fyrir árin 2021 til 2024 til 1. umræðu með þeim fyrirvara að unnið verði áfram í frekari aðhaldsaðgerðum í rekstri á milli umræðna.
2.
Lántaka 2020 hjá Lánasjóði sveitarfélaga
Málsnúmer 2001114
Lögð fram til kynningar skjöl vegna lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga að upphæð 700 m.kr. sem samþykkt var á fundi bæjarráðs 26. október 2020.
3.
Fjárhagsáætlun 2020 - viðauki 5
Málsnúmer 2010202
Framlagður viðauki nr. 5 við fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2020 um breytingar vegna endurfjármögnunar.
Bæjarráð samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti og vísar honum til staðfestingar bæjarstjórnar.
4.
Gjaldskrá fasteignagjalda 2021
Málsnúmer 2009133
Gjaldskrá fasteignagjalda 2021 og reglur um afslátt til eldri borgara og örorkulífeyrisþega 2021. Afsláttur er framreiknaður m.v. breytingar á launavísitölu og meðalbreytingu fasteignamats íbúðarhúsnæðis.
Bæjarráð samþykkir álagningarstuðla fasteignagjalda 2021 og reglur um afslátt til eldri borgara og örorkulífeyrisþega 2021 og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar. Jafnframt vísar bæjarráð vinnu við útfærslu á álagningu vatnsgjalds til ársins 2021.
5.
Gjaldskrá vatnsveitu Fjarðabyggðar 2021
Málsnúmer 2009114
Ákvörðun um álagningarstuðul vatnsveitu í gjaldskrá í tengslum við ákvörðun um álagningarstuðul fasteignagjalda.
Bæjarráð staðfestir að álagningarstuðull vatnsgjalds verði 0,294 % af húsmati
6.
Gjaldskrá fráveitu Fjarðabyggðar 2021
Málsnúmer 2009129
Ákvörðun um álagningarstuðul fráveitu í gjaldskrá í tengslum við ákvörðun um álagningarstuðul fasteignagjalda.
Bæjarráð staðfestir að holræsagjald verði 0,275 % af húsmati.
7.
Gjaldskrá Fjarðabyggðarhafna 2021
Málsnúmer 2009113
Gjaldskrá Fjarðabyggðarhafna 2021 lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð staðfestir gjaldskrá Fjarðabyggðahafna og taki gjaldskrá gildi 1. janúar 2021.
8.
Húsnæði þjónustusmiðstöðvar á Fáskrúðsfirði
Málsnúmer 2010204
Framlagt bréf Meta ehf. þar sem óskað er eftir viðræðum um kaup á húsnæði þjónustumiðstöðvar á Fáskrúðsfirði.
Bæjarráð vísar erindi til umsagnar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd og hafnarstjórn. Erindið tekið fyrir að nýju í bæjarráði sem finnst áhugavert að skoða erindið en stefnt að því að starfsemi þjónustu- og framkvæmdamiðstöðvar verði óbreytt á Fáskrúðsfirði.
9.
Akstur á æfingar á Reyðarfirði
Málsnúmer 2010173
Framlagt bréf knattspyrnudeildar Austra, þar sem óskað er aðkomu bæjarins að akstri á æfingar á Reyðarfjörð.
Bæjarráð vísar erindi til sviðsstjóra fjölskyldusviðs til úrvinnslu og samræmingar á íþróttaakstri.
10.
Markaðsátak og sýnileiki 2020
Málsnúmer 2005044
Framlagt minnisblað upplýsingafulltrúa er varðar uppgjör á markaðsátaki Fjarðabyggðar sumarið 2020.
Vísað til menningar- og nýsköpunarnefndar.
11.
209.mál til umsagnar frumvarp til laga um fjarskipti,
Málsnúmer 2010153
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um fjarskipti, 209. mál. Ef veita á umsögn þarf hún að berast eigi síðar en 5.nóvember.
Vísað til bæjarritara til skoðunar.
12.
206, mál til umsagnar frumvarp til laga um um skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til,
Málsnúmer 2010167
Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um um skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til, 206. mál. Ef veita á umsögn þarf hún að berast eigi síðar en 13. nóvember.
Vísað til bæjarritara til skoðunar.
13.
Hafnarstjórn - 251
Málsnúmer 2010021F
Fundargerð hafnarstjórnar nr. 251 lögð fram til afgreiðslu.