Bæjarráð
687. fundur
9. nóvember 2020
kl.
08:30
-
09:45
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson
formaður
Pálína Margeirsdóttir
varaformaður
Ragnar Sigurðsson
aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson
bæjarstjóri
Gunnlaugur Sverrisson
embættismaður
Snorri Styrkársson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Jólasjóður 2020
Beiðni Jólasjóðsins um árlegan styrk til sjóðsins. Bæjarráð samþykkir að styrkur til sjóðsins verði með sambærilegum hætti og fyrir síðustu jól.
2.
Kaup á hljóðkerfi fyrir félagsheimili
Framlagt minnisblað bæjarritara um lokafrágang og uppsetningu á hljóðkerfum í félagsheimilunum Egilsbúð, Valhöll og Skrúði og fjármögnun þeirra.
Lagt er til að lokið verði frágangi og uppsetningu hljóðkerfanna í félagsheimilunum Skrúði og Valhöll og fjármögnun framkvæmdanna mætt af liðnum óráðstafað 21690 að hámarki 2,0 m.kr. Þá renni fjármagn sem liggur á liðnum nýir íbúar 21550 að fjárhæð 2,0 m.kr. í liðinn óráðstafað 21690, en því fjármagni verður ekki ráðstafað á árinu. Bæjarráð samþykkir tillögu í minnisblaði og vísar málinu til fjármálastjóra til gerðar viðauka.
Lagt er til að lokið verði frágangi og uppsetningu hljóðkerfanna í félagsheimilunum Skrúði og Valhöll og fjármögnun framkvæmdanna mætt af liðnum óráðstafað 21690 að hámarki 2,0 m.kr. Þá renni fjármagn sem liggur á liðnum nýir íbúar 21550 að fjárhæð 2,0 m.kr. í liðinn óráðstafað 21690, en því fjármagni verður ekki ráðstafað á árinu. Bæjarráð samþykkir tillögu í minnisblaði og vísar málinu til fjármálastjóra til gerðar viðauka.
3.
Kaupsamningur um Sæberg 1 Breiðdalsvík
Framlögð drög að kaupsamningi og afsal um Sæberg 1 í Breiðdal.
Gamla Kaupfélagið, kt. 450595-2179, selur og afsalar eigninni til Fjarðabyggðar.
Gamla Kaupfélagið, kt. 450595-2179, selur og afsalar eigninni til Fjarðabyggðar.
4.
740 Blómsturvellir 38 - Umsókn um lóð
Lögð fram lóðarumsókn Hallgríms Axels Tulinius, dagsett 28. október 2020, þar sem sótt er um lóðina við Blómsturvelli 38 á Norðfirði undir einbýlishús. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
5.
740 Blómsturvellir 41 - Umsókn um lóð
Lögð fram lóðarumsókn Ólafar Þorgerðar Þorgeirsdóttur, dagsett 20.október 2020, þar sem sótt er um lóðina við Blómsturvelli 41 á Norðfirði undir einnar hæðar einbýlishús.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
6.
Starfshópur um sumaropnun leikskólanna
Framlagt minnisblað starfshóps um sumaropnun leikskóla en óskað er eftir framlengingu starfstímabils hópsins, þar sem ekki hefur reynst unnt að leggja fram tillögur innan umboðstíma sem var 15.maí sl.
Bæjarráð samþykkir að framlengja starfstíma hópsins til 30.nóvember nk.
Bæjarráð samþykkir að framlengja starfstíma hópsins til 30.nóvember nk.
7.
39. mál til umsagnar tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar,
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 39. mál. Frestur til að veita umsögn er til 19. nóvember. Bæjarráð minnir á fyrri bókanir um málið og vísar þingsályktuninni til bæjarritara til skoðunar.
8.
Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2020
Fundargerð 890.fundar stjórnar sambandsins frá föstudeginum 30. október lögð fram til kynningar.
9.
Húsnæði þjónustumiðstöðvar á Fáskrúðsfirði - erindi íbúasamtaka
Erindi Íbúasamtaka Fáskrúðsfjarðar er varðar húsnæði þjónustumiðstöðvar á Fáskrúðsfirði. Borist hefur fyrirspurn um kaup á húsnæði þjónustumiðstöðvar á Fáskrúðsfirði. Óskað hefur verið eftir umsögnum frá hafnarstjórn og eigna- skipulags- og umhverfisnefnd vegna málsins, áður en frekari ákvarðanir verða teknar. Ekki stendur til að skerða þjónustu á Fáskrúðsfirði þrátt fyrir að verið sé að skoða framkomna fyrirspurn. Stefna sveitarfélagsins hefur verið að fækka eignum og samnýta betur, m.a. húsnæði þjónustumiðstöðva og hafna, sbr. það sem gert hefur verið á Norðfirði og Reyðarfirði. Málið verður tekið fyrir að nýju í bæjarráði þegar umsagnir fastanefnda liggja fyrir.
10.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 274
Fundargerð eigna, skipulags- og umhverfisnefndar nr. 274 frá 2.nóvember lögð fram til umfjöllunar.