Bæjarráð
688. fundur
16. nóvember 2020
kl.
08:30
-
10:30
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson
formaður
Pálína Margeirsdóttir
varaformaður
Ragnar Sigurðsson
aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson
bæjarstjóri
Gunnlaugur Sverrisson
embættismaður
Snorri Styrkársson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2021 - 2024
Umræða um tilhögun vinnu milli umræðna við fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2021 - 2024. Bæjarstjóri gerði grein fyrir helstu verkefnum og áherslumálum sem unnið er að á milli umræðna.
2.
Verðfyrirspurn fyrir leikskólann Dalborg 2020
Niðurstaða verðfyrirspurnar kynnt. Bæjarráð samþykkir að taka tilboði GG þjónustu ehf. í ræstingu við leikskólann Dalborg Eskifirði, sbr. tillögu í minnisblaði fjármálastjóra. Jafnframt verði gerður 3ja ára samningur um verkefnið í samræmi við verðfyrirspurnargögn.
3.
Verðfyrirspurn fyrir leikskólann Lyngholt 2020
Niðurstaða verðfyrirspurnar kynnt. Bæjarráð samþykkir að taka tilboði GG þjónustu ehf. í ræstingu við leikskólann Lyngholt Reyðarfirði, sbr. tillögu í minnisblaði fjármálastjóra. Jafnframt verði gerður 3ja ára samningur um verkefnið í samræmi við verðfyrirspurnargögn.
4.
Verðfyrirspurn fyrir leikskólann Eyrarvelli 2020
Niðurstaða verðfyrirspurnar kynnt. Bæjarráð samþykkir að taka tilboði GG þjónustu ehf. í ræstingu við leikskólann Eyrarvelli í Neskaupstað, sbr. tillögu í minnisblaði fjármálastjóra. Jafnframt verði gerður 3ja ára samningur um verkefnið í samræmi við verðfyrirspurnargögn.
5.
Verðfyrirspurn fyrir leikskólann Kærabæ 2020
Niðurstaða verðfyrirspurnar kynnt. Bæjarráð samþykkir að taka tilboði GG þjónustu ehf. í ræstingu við leikskólann Kærabæ Fáskrúðsfirði, sbr. tillögu í minnisblaði fjármálastjóra. Jafnframt verði gerður 3ja ára samningur um verkefnið í samræmi við verðfyrirspurnargögn.
6.
Verðfyrirspurn fyrir bæjarskrifstofur Hafnargotu 2
Niðurstaða verðfyrirspurnar kynnt. Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Heimili og þrifa - LMOJ ehf. í ræstingu á bæjarskrifstofum Fjarðabyggðar að Hafnargötu 2 Reyðarfirði, sbr. tillögu í minnisblaði fjármálastjóra. Jafnframt verði gerður 3ja ára samningur um verkefnið í samræmi við verðfyrirspurnargögn.
7.
Gjaldskrá fasteignagjalda 2021
Endursamþykkja þarf gjaldskrá fasteinagjalda fyrir árið 2021 þar sem villa var í bókun bæjarstjórnar á fundi 5.nóvember sl., um upphæð sorphirðu- og sorpeyðingargjalda. Rétt upphæð sorphreinsunargjalds er 31.136 kr. og sorpeyðingargjalds er 14.777 kr. Gjaldskráin er að öðru leyti rétt. Bæjarráð samþykkir breytingar á gjaldskrá og vísar henni að nýju til staðfestingar í bæjarstjórn.
8.
Íþrótta -og tómstundastyrkur ríkið
Framlögð eru drög að reglum Fjarðabyggðar um sérstaka íþrótta- og tómstundastyrki. Um er að ræða úthlutun sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja til barna frá tekjulágum heimilum til að auka jöfnuð til íþrótta- og tómstundastarf, sbr. fjáraukalög fyrir árið 2020, sbr. og lög nr. 26/2020, um afmarkaðar og tímabundnar ráðstafanir til að bregðast við áhrifum COVID-19 faraldursins. Félagsmálanefnd hefur samþykkt reglur um sérstaka íþrótta- og tómstundastyrki fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir reglur og vísar þeim til staðfestingar í bæjarstjórn.
9.
Tendrun ljósa á jólatrjám 2020
Lagt fram minnisblað upplýsingafulltrúa varðandi tendrun ljósa á jólatrjám í Fjarðabyggð 2020. Bæjarráð samþykkir tillögu í minnisblaði um framkvæmdina.
10.
Selnes 14 Breiðdalsvík
Lögð fram tillaga RARIK vegna kaupa fyrirtækisins á gamla rafstöðvarhúsinu við Selnes 14 í Breiðdal. Beiðnin er tilkomin vegna aukinnar notkunar á Selnesinu sem kallar á stækkun á spenni svæðisins. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd setur sig ekki á móti sölu á áðurgreindri fasteign og hefur samþykkt fyrir sitt leyti að hún verði sett á söluskrá sveitarfélagsins. Bæjarráð samþykkir að selja RARIK húsið.
11.
Reglur um niðurgreiðslu daggæslu í heimahúsum og foreldragreiðslur
Vísað frá félagsmálanefnd til bæjarráðs. Framlagðar eru reglur um niðurgreiðslu daggæslu í heimahúsum og foreldragreiðslur ásamt minnisblaði sviðsstjóra fjölskyldusviðs. Félagsmálanefnd hefur samþykkt reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs. Bæjarráð staðfestir reglur og vísar þeim til samþykkktar í bæjarstjórn.
12.
Uppbygging íþróttahúss á Reyðarfirði
Fundargerð starfshóps frá 11.nóvember lögð fram til kynningar. Bæjarráð felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að yfirfara kostnaðaráætlun fyrir næsta fund bæjarráðs. Bæjarstjóra er jafnframt falið að hefja undirbúning að framkvæmdum við grunn hússins.
13.
Ungt fólk í Fjarðabyggð, samningur um rannsóknir á högun og líðan ungmenna 2021-2024
Fyrir liggja drög að samningi Fjarðabyggðar við Rannsóknir og greiningu um úrvinnslu úr rannsóknum á högum og líðan ungmenna í Fjarðabyggð. Samningurinn er í stórum dráttum sambærilegur þeim samningi sem gilt hefur undanfarin ár. Markmið úrvinnslunnar er að vinna hagnýtar upplýsingar í hendur forvarnarhópa og bæjaryfirvalda til stefnumótunar og áætlunargerðar í málefnum ungmenna í sveitarfélaginu, styrkja faglegan grundvöll stefnumótunar, auka virði samfélagsins gagnvart börnum og stuðla að virkari þátttöku þeirra í samfélaginu. Bæjarráð staðfestir samning.
14.
735 Leirukrókur 4 - Umsókn um lóð
Lögð fram lóðarumsókn Eskju hf., dagsett 19. október 2020, þar sem sótt er um lóðina við Leirukrók 4 á Eskifirði. Lóðinni hefur áður verið úthlutað til Fjarðabyggðar undir móttökustöð á sorpi.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt að Fjarðabyggð skili inn lóðinni. Nefndin samþykkti jafnframt, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni að nýju og vísaði umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu. Jafnframt var sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs falið að kanna möguleika á nýju iðnaðarsvæði á Eskifirði. Bæjarráð samþykkir að úthluta lóð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt að Fjarðabyggð skili inn lóðinni. Nefndin samþykkti jafnframt, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni að nýju og vísaði umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu. Jafnframt var sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs falið að kanna möguleika á nýju iðnaðarsvæði á Eskifirði. Bæjarráð samþykkir að úthluta lóð.
15.
Austurland - Áfangastaður starfa án staðsetningar
Lagðar fram til kynningar upplýsingar um verkefnið Austurland - áfangastaður starfa án staðsetningar - sem er hluti af aðgerð C.1 til sértækra verkefna á sóknaráætlanasvæðum, í samræmi við stefnumótandi byggðaáætlun 2018-2024. Austurbrú er að vinna að umsókn í verkefnið fyrir hönd SSA.
16.
Aðalfundur Heilbrigðiseftilits Austurlands 28.október 2020
Fundargerð aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Austurlands frá 28.október sl., lögð fram til kynningar.
17.
Hafnarstjórn - 252
Fundargerð hafnarstjórnar nr. 252 frá 10. nóvember lögð fram til umfjöllunar.
18.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 275
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar nr. 275 frá 9.nóvember, lögð fram til umfjöllunar.
19.
Félagsmálanefnd - 138
Fundargerð félagsmálanefndar nr. 138 frá 10.nóvember, lögð fram til umfjöllunar.
20.
Fræðslunefnd - 92
Fundargerð fræðslunefndar nr. 92 frá 11.nóvember, lögð fram til umfjöllunar.
21.
Barnaverndarfundargerðir 2020
Fundargerð barnarnverndarnefndar nr. 123 frá 12.nóvember 2020, lögð fram til umfjöllunar.