Bæjarráð
690. fundur
30. nóvember 2020
kl.
08:30
-
12:00
í Safnaðarheimilinu á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson
formaður
Pálína Margeirsdóttir
varaformaður
Ragnar Sigurðsson
aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson
bæjarstjóri
Gunnar Jónsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2021 - 2024
Framlagt minnisblað fjármálastjóra um breytingar á fjárhagsáætlun 2021 til 2024 milli umræðna. Uppfærð drög að tillögu að fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árin 2021 til 2024 lögð fram.
Bæjarráð samþykkir breytingar á fjárhagsáætlun 2021 til 2024 og vísar henni til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarráð samþykkir breytingar á fjárhagsáætlun 2021 til 2024 og vísar henni til síðari umræðu í bæjarstjórn.
2.
Lántaka 2020 hjá Lánasjóði sveitarfélaga
Lagður fram lánasamningur við Lánasjóð sveitarfélaga vegna lántöku að upphæð 500 m.kr. til kynningar.
Bæjarstjóra falið að undirrita samning vegna lánsins sbr. samþykkt bæjarstjórnar.
Bæjarstjóra falið að undirrita samning vegna lánsins sbr. samþykkt bæjarstjórnar.
3.
Kröfur á hendur Jöfnunarsjóði
Framlögð áskorun sveitarfélagsins Skagafjarðar er varðar kröfu Reykjavíkurborgar á hendur Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Bæjarráð Fjarðabyggðar tekur undir með bókun byggðarráðs Skagafjarðar hvað varðar kröfu Reykjavíkurborgar á hendur Jöfnunarsjóði sveitarfélaga upp á 8,7 milljarða kr. vegna meintra vangoldinna framlaga úr sjóðnum. Bæjarráð Fjarðabyggðar hvetur borgarstjórn Reykjavíkur til að endurskoða áðurnefnda kröfu því nái hún fram að ganga þá mun Jöfnunarsjóðurinn þurfa að greiða kröfuna úr sínum sjóðum og þannig um leið þurfa að skerða framlög sín sem því nemur til sveitarfélaganna. Slíkt mun verða mörgum sveitarfélögum mikið áfall og verða til þess að allir tapa í þessu máli. Um leið og minnt er á yfirburðastöðu Reykjavíkur sem höfuðborgar landsins gagnvart öðrum sveitarfélögum þá hvetur bæjarráð Fjarðabyggðar borgaryfirvöld að leita annara leiða við ríkisvaldið til að ná fram þeim leiðréttingum sem þau telja sig eiga inni frekar en í gegnum málarekstur gagnvart Jöfnunarsjóðnum.
Bæjarráð Fjarðabyggðar tekur undir með bókun byggðarráðs Skagafjarðar hvað varðar kröfu Reykjavíkurborgar á hendur Jöfnunarsjóði sveitarfélaga upp á 8,7 milljarða kr. vegna meintra vangoldinna framlaga úr sjóðnum. Bæjarráð Fjarðabyggðar hvetur borgarstjórn Reykjavíkur til að endurskoða áðurnefnda kröfu því nái hún fram að ganga þá mun Jöfnunarsjóðurinn þurfa að greiða kröfuna úr sínum sjóðum og þannig um leið þurfa að skerða framlög sín sem því nemur til sveitarfélaganna. Slíkt mun verða mörgum sveitarfélögum mikið áfall og verða til þess að allir tapa í þessu máli. Um leið og minnt er á yfirburðastöðu Reykjavíkur sem höfuðborgar landsins gagnvart öðrum sveitarfélögum þá hvetur bæjarráð Fjarðabyggðar borgaryfirvöld að leita annara leiða við ríkisvaldið til að ná fram þeim leiðréttingum sem þau telja sig eiga inni frekar en í gegnum málarekstur gagnvart Jöfnunarsjóðnum.
4.
Íbúðarhúsnæði í Fjarðabyggð
Kynntar hugmyndir Hrafnhóls ehf. byggingaverktaka um byggingu íbúðarhúsnæðis í Fjarðabyggð.
Bæjarráði lýst vel á hugmyndir fyrirtækisins um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Fjarðabyggð og felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að halda áfram viðræðum við fyrirtækið og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
Bæjarráði lýst vel á hugmyndir fyrirtækisins um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Fjarðabyggð og felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að halda áfram viðræðum við fyrirtækið og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
5.
Barnaskólinn á Eskifirði
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarráðs tilboði frá MVA ehf. í byggingu stoðveggs við Gamla barnaskólann á Eskifirði. Lögð fram fundargerð fá Mannvit hf. vegna opnunar tilboða í stoðvegg við gamla Barnaskólann á Eskifirði frá 17. nóvember 2020. Eitt tilboð barst frá MVA uppá 9.912.250 kr. Jafnframt er afgreiðslu vegna fjármögnunar vísað til bæjarráðs þar sem viðauki vegna verksins upp á 6.0 m. kr. er á fjárhagsáætlun þessa árs.
Bæjarráð samþykkir að tilboði verði tekið og fjármögnun skoðuð þegar fyrir liggur endanlegur verktími.
Bæjarráð samþykkir að tilboði verði tekið og fjármögnun skoðuð þegar fyrir liggur endanlegur verktími.
6.
Starfshópur um sumaropnun leikskólanna
Vísað frá starfshóp um sumaropnun leikskóla niðurstöðu ásamt rökstuðningi. Starfshópurinn leggur til við bæjarráð að óbreytt fyrirkomulag verði viðhaft á sumaropnun leikskóla í Fjarðabyggð, þ.e. hver skóli loki í 4 vikur eða 20 virka daga yfir sumarið og
sumarlokun skólanna nái yfir a.m.k. 2 mánaða tímabil.
Bæjarráð samþykkir tillögur starfshópsins og leggur áherslu á að góð kynning fari fram á lokun leikskólanna og tækifærum foreldra til að nýta sér breytilegan opnunartíma leikskólanna í Fjarðabyggð á komandi sumri.
sumarlokun skólanna nái yfir a.m.k. 2 mánaða tímabil.
Bæjarráð samþykkir tillögur starfshópsins og leggur áherslu á að góð kynning fari fram á lokun leikskólanna og tækifærum foreldra til að nýta sér breytilegan opnunartíma leikskólanna í Fjarðabyggð á komandi sumri.
7.
Umhverfisstefna Fjarðabyggðar
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu drögum að kynningarefni um gerð umhverfisstefnunnar fyrir íbúa og hagsmunaaðila til að afla umsagna og skapa umræður um hana. Endanlegri afgreiðslu vegna kynningar er vísað til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir efni kynningarinnar.
Bæjarráð samþykkir efni kynningarinnar.
8.
Húsnæði þjónustumiðstöðvar á Fáskrúðsfirði
Erindi Meta ehf. um kaup á húsnæði þjónustumiðstöðvar tekið fyrir að nýju en eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd og hafnarstjórn hafa fjallað um erindið. Lögð fram þarfagreining sviðstjóra framkvæmdasviðs um húsnæðisþörf fyrir starfsemi þjónustu- og framkvæmdamiðstöðvar.
Bæjarráð samþykkir að útfærð verði tillaga að nýbyggingu fyrir starfsemi þjónustu- og framkvæmdamiðstöðvar á Fáskrúðsfirði í samráði við hafnarstjórn. Jafnframt verði fengið verðmat á núverandi húsnæði miðstöðvarinnar og öðru því húsnæði sem fellur undir starfsemina. Tekið að því loknu fyrir í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir að útfærð verði tillaga að nýbyggingu fyrir starfsemi þjónustu- og framkvæmdamiðstöðvar á Fáskrúðsfirði í samráði við hafnarstjórn. Jafnframt verði fengið verðmat á núverandi húsnæði miðstöðvarinnar og öðru því húsnæði sem fellur undir starfsemina. Tekið að því loknu fyrir í bæjarráði.
9.
Mannauðsmál 2020
Bæjarstjóri fer yfir mál tengd mannauðsmálum sveitarfélagsins.
10.
311.mál til umsagnar frumvarp til laga um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum (markmið, áhættumat, sektir o.fl.),
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum (markmið, áhættumat, sektir o.fl.), 311. mál. Umsögn berist eigi síðar en 9. desember.
Vísað til sviðsstjóra framkvæmdasviðs og sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs til umsagnar.
Vísað til sviðsstjóra framkvæmdasviðs og sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs til umsagnar.
11.
323.mál til umsagnar frumvarp til laga um fæðingar- og foreldraorlof,
Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um fæðingar- og foreldraorlof, 323. mál.
Vísað til sviðstjóra fjölskyldusviðs.
Vísað til sviðstjóra fjölskyldusviðs.
12.
Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2020
Fundargerð stjórnar sambandsins nr. 891 frá 20.nóvember, lögð fram til kynningar.
13.
Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga 29.október
Fundargerð aðalfundar Samtaka orkusveitarfélaga frá 5. nóvember lögð fram til kynningar.
14.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 276
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar nr. 276 frá 23. nóvember, lögð fram til afgreiðslu.
15.
Hafnarstjórn - 253
Fundargerð hafnarstjórnar nr. 253 frá 24.nóvember, lögð fram til afgreiðslu.
16.
Barnaverndarfundargerðir 2020
Fundargerð barnaverndarnefndar nr. 253 frá 24.nóvember, lögð fram til afgreiðslu.
17.
Stjórnkerfisnefnd
Bæjarráð samþykkir að stjórnkerfisnefnd taki til starfa.