Bæjarráð
691. fundur
7. desember 2020
kl.
08:30
-
11:00
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson
formaður
Pálína Margeirsdóttir
varaformaður
Ragnar Sigurðsson
aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson
bæjarstjóri
Gunnar Jónsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Vinnustaðagreining 2020
Kynntar niðurstöður vinnustaðagreiningar sem trúnaðarmál.
2.
Framkvæmda- og viðhaldsáætlun 2020
Farið yfir stöðu framkvæmda- og viðhaldsverkefna á árinu 2020 með tilliti til áætlana.
3.
Stafræn þróun sveitarfélaga
Lögð fram til kynningar gögn frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um stafræna þróun sveitarfélaga og kostnaðarhlutdeild Fjarðabyggðar í starfrænu ráði sambandsins.
Bæjarráð samþykkir að taka þátt í verkefninu að því gefnu að önnur sveitarfélög taki þátt í því.
Bæjarráð samþykkir að taka þátt í verkefninu að því gefnu að önnur sveitarfélög taki þátt í því.
4.
Þjóðgarður á miðhálendi
Bókun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar vegna áforma um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu.
Bæjarráð Fjarðabyggðar tekur undir með sveitastjórn Bláskógarbyggðar um nauðsyn þess að jafn umfangsmikil aðgerð eins og stofnun miðhálendisþjóðgarðs er verður að vera tekin í sátt við nærsamfélagið og sveitarfélögin sem þar eiga land undir. Hvetur bæjarráð Fjarðabyggðar stjórnvöld til þess að vanda til verka í þessum efnum og ná áðurnefndri sátt áður en lengra er haldið með mál þetta.
Bæjarráð Fjarðabyggðar tekur undir með sveitastjórn Bláskógarbyggðar um nauðsyn þess að jafn umfangsmikil aðgerð eins og stofnun miðhálendisþjóðgarðs er verður að vera tekin í sátt við nærsamfélagið og sveitarfélögin sem þar eiga land undir. Hvetur bæjarráð Fjarðabyggðar stjórnvöld til þess að vanda til verka í þessum efnum og ná áðurnefndri sátt áður en lengra er haldið með mál þetta.
5.
Tæknidagur Fjölskyldunnar 2021
Stefnt er að því að halda Tæknidag fjölskyldunnar í áttunda sinn laugardaginn 2. október 2021 í Íþróttahúsinu í Neskaupstað. Verkmenntaskóli Austurlands óskar eftir að fá afnot af íþróttahúsinu og styrk sem nemur leigu og ræstingarkostnaði.
Bæjarráð samþykkir beiðnina eins og liðin ár.
Bæjarráð samþykkir beiðnina eins og liðin ár.
6.
Aðalfundur Héraðsskjalasafn Austfirðinga bs.
Framlagt aðalfundarboð Héraðsskjalasafns Austfjarða sem haldinn verður 11. desember 2020 kl. 13:00 á Egilsstöðum.
Bæjarráð felur Gunnari Jónssyni að fara með fullt og ótakmarkað umboð sveitarfélagsins á fundinum.
Bæjarráð felur Gunnari Jónssyni að fara með fullt og ótakmarkað umboð sveitarfélagsins á fundinum.
7.
Kauptilboð í fasteignir í Neskaupstað og á Eskifirði
Umræður um tilboð sem borist hefur í átta íbúðir Fjarðabyggðar á Eskifirði og í Neskaupstað.
Bæjarráð felur fjármálastjóra að fara betur yfir kauptilboðið með tilboðsgjafa og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
Bæjarráð felur fjármálastjóra að fara betur yfir kauptilboðið með tilboðsgjafa og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
8.
Húsnæði þjónustumiðstöðvar á Fáskrúðsfirði
Lagt fram verðmat löggilds fasteignasala á eigninni að Grímseyri 6 Fáskrúðsfirði.
Bæjarráð samþykkir að fasteignin að Grímseyri 6 verði auglýst til sölu. Jafnframt er framkvæmdasviði falið að tryggja óbreytta starfsemi þjónustu- og framkvæmdamiðstöðvar vegna sölunnar.
Bæjarráð samþykkir að fasteignin að Grímseyri 6 verði auglýst til sölu. Jafnframt er framkvæmdasviði falið að tryggja óbreytta starfsemi þjónustu- og framkvæmdamiðstöðvar vegna sölunnar.
9.
Stjórnkerfisnefnd
Rætt um stöðu mála.