Fara í efni

Bæjarráð

692. fundur
14. desember 2020 kl. 08:30 - 11:30
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Pálína Margeirsdóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Rekstur málaflokka 2020
Málsnúmer 2004074
Lagt fram sem trúnaðarmál rekstraryfirlit málaflokka og framkvæmda fyrir janúar - október auk skatttekna og launakostnaðar fyrir janúar - nóvember. Jafnframt lögð fram samantekt fjármálastjóra á launakostnaði sem tilheyrir rekstri framkvæmdasviðs.
2.
Fjárhagsáætlun 2020 - viðauki 6
Málsnúmer 2011173
Lagður fram viðauki 6 við fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2020.
Bæjarráð samþykkir viðaukann og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar.
3.
Gjaldskrá hitaveitu Fjarðabyggðar 2021
Málsnúmer 2009126
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd minnisblaði og tillögu fjármálastjóra og verkefnastjóra veitna um breytingu á gjaldskrá hitaveitunnar á Eskifirði á árinu 2021. Breytingin felst í nýrri aðferð við mælingu og verðlagningu á heitu vatni. Nefndin samþykktir fyrir sitt leyti að breyta gjaldskránni þannig að við bætist gjald samkvæmt vatnsmæli fyrir hverja kílóvattastund (kWh).
Bæjarráð samþykkir breytingar á gjaldskrá og hún taki gildi þann 1. janúar 2021. Breytingar verða kynntar íbúum á nýju ári.
4.
Notkun fjarfundarbúnaðar á fundum sveitarstjórna og nefnda sveitarfélaga
Málsnúmer 2012050
Framlagt álit samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins er varðar notkun fjarfundabúnaðar og miðlun efnis hans í stað opinna funda bæjarstjórnar. Ráðuneytið mælir með miðlun funda í beinu streymi frá fundum til að uppfylla ákvæði sveitarstjórnarlaga.
5.
Skipulag fjölskyldusviðs 2020
Málsnúmer 2002036
Framlagt minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs um skipulag starfssemi fjölskyldusviðs. Vísað til umfjöllunar í stjórnkerfisnefnd.
6.
Svæðisskipulagsnefnd
Málsnúmer 2012051
Framlagt erindi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi um skipan í svæðisskipulagsnefnd í framhaldi af sameiningu sveitarfélaga á Austurlandi. Óskað er eftir skipan tveggja aðal- og varamanna frá Fjarðabyggð. Jafnframt er óskað eftir staðfestingu Fjarðabyggðar á endurskoðuðum starfsreglum sem taka mið af sameiningu sveitarfélaga á Austurlandi sem og breytingar er snúa að utanumhaldi vinnunnar framundan.
Bæjarráð samþykkir að fulltrúar Fjarðabyggðar verði Eydís Ásbjörnsdóttir og Valur Sveinsson en til vara verði Ívar Dan Arnarson og Gunnar Jónsson. Staðfestingu á endurskoðuðum starfsreglum vísað til bæjarstjórnar.
7.
Framlenging akstursamninga 2021
Málsnúmer 2012063
Framlagt bréf SvAust frá 9. desember sl. er varðar endurnýjun samninga SvAust við sveitarfélögin vegna starfsársins 2021.
Bæjarráð samþykkir að framlengja samning og felur bæjarstjóra að undirrita samning um framlengingu út árið 2021.
8.
Samningur um rekstur FabLab - stafrænnar smiðju - í Fjarðabyggð
Málsnúmer 2012080
Lögð fram drög að samningi milli Fjarðabyggðar, Verkmenntaskóla Austurlands, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og mennta- og menningarmálaráðuneytisins um rekstur FabLab - stafrænnar smiðju - í Fjarðabyggð.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans en fjármögnun er í gegnum fræðslumál.
9.
Kauptilboð í Grímseyri 6 Fáskrúðsfirði.
Málsnúmer 2012074
Lagt fram kauptilboð í fasteignina Grímseyri 6 á Fáskrúðsfirði ásamt verðmati fasteignasala.
Bæjarráð samþykkir að taka kauptilboði í húsnæðið. Fjármálastjóra falið að semja við kaupanda um afnot þjónustu- og framkvæmdamiðstöðvar til skamms tíma. Bæjarstjóra falið að undirrita skjöl og gögn vegna sölu eignarinnar.
10.
Kauptilboð í fasteignir í Neskaupstað og á Eskifirði
Málsnúmer 2012011
Framlagt minnisblað fjármálastjóra vegna kauptilboðs í fasteignir bæjarins á Eskifirði og í Neskaupstað en bæjarráð fól fjármálastjóra að fara betur yfir kauptilboðið með tilboðsgjafa og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
Bæjarráð samþykkir að ganga til viðræðna við tilboðsgjafa um sölu íbúðanna Fjármálastjóra falið að hefja samningaviðræður við tilboðsgjafa og leggja fram samning um söluna fyrir bæjarráð að loknum viðræðum.
11.
Kauptilboð í Hrauntún 8 Breiðdalsvík
Málsnúmer 2012067
Framlagt kauptilboð í íbúð að Hrauntúni 8 í Breiðdal.
Bæjarráð samþykkir kauptilboð í eignina. Bæjarstjóra falið að undirrita skjöl og gögn vegna sölu eignarinnar.
12.
Kauptilboð í Hrauntún 12
Málsnúmer 2011166
Framlagt kauptilboð í íbúð að Hrauntúni 12 í Breiðdal.
Bæjarráð hafnar tilboði en fyrir liggur hærra tilboð í eignina.
13.
Kauptilboð í Hrauntún 12 Breiðdalsvík
Málsnúmer 2012087
Framlagt kauptilboð í fasteignina Hrauntún 12 á Breiðdalsvík.
Bæjarráð samþykkir kauptilboð í eignina. Bæjarstjóra falið að undirrita skjöl og gögn vegna sölu eignarinnar.
14.
Aðalfundur Tónlistarmiðstöðvar
Málsnúmer 2012055
Framlagt aðalfundarboð Tónlistarmiðstöðvar Austurlands árið 2020. Fundur verður haldinn 22. desember nk.
Bæjarráð felur bæjarritara að fara með umboð Fjarðabyggðar á aðalfundinn.
15.
Beiðni um afnot af húsnæði vegna bólusetningar
Málsnúmer 2012092
Framlagður tölvupóstur frá Heilbrigðisstofnun Austurlands þar sem óskað er eftir afnotum af skólabyggingum sveitarfélagsins til bólusetningar vegna faraldurs.
Bæjarráð samþykkir að leggja til skólabyggingar Fjarðabyggðar til bólusetningar vegna faraldursins.
16.
Fræðslunefnd - 93
Málsnúmer 2012005F
Fundargerð fræðslunefndar nr. 93 frá 9.desember, lögð fram til umfjöllunar.
17.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 277
Málsnúmer 2012003F
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar nr. 277 frá 7. desember, lögð fram til umfjöllunar.
18.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 82
Málsnúmer 2012006F
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar nr. 82 frá 9. desember, lögð fram til umfjöllunar.