Bæjarráð
693. fundur
21. desember 2020
kl.
08:30
-
10:30
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson
formaður
Pálína Margeirsdóttir
varaformaður
Ragnar Sigurðsson
aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson
bæjarstjóri
Gunnar Jónsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Kauptilboð í fasteignir í Neskaupstað og á Eskifirði
Lagt fram nýtt kauptilboð í átta íbúðir í eigu Fjarðabyggðar eftir viðræður fjármálastjóra við tilboðsgjafa.
Bæjarráð samþykkir að taka kauptilboði og felur bæjarstjóra undirritun samninga og gagna vegna kaupanna.
Bæjarráð samþykkir að taka kauptilboði og felur bæjarstjóra undirritun samninga og gagna vegna kaupanna.
2.
Kauptilboð í Búðareyri 19 Reyðarfirði
Lagt fram kauptilboð í fasteignirnar Búðareyri 19 og 21.
Bæjarráð hafnar tilboði og felur fjármálastjóra að gera gagntilboð.
Bæjarráð hafnar tilboði og felur fjármálastjóra að gera gagntilboð.
3.
Uppbygging íþróttahúss á Reyðarfirði
Fram lagðar niðurstöður í útboði á byggingu nýs íþróttahúss á Reyðarfirði. Tveir aðilar buðu í verkið og var Launafl hf. lægstbjóðandi í verkið.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda og felur bæjarstjóra undirritun verksamnings. Jafnframt vísað til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda og felur bæjarstjóra undirritun verksamnings. Jafnframt vísað til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
4.
Snjómokstur í Fjarðabyggð
Lagt fram til upplýsinga innra vinnuskjal sviðsstjóra framkvæmdasviðs um fyrirkomulag snjómoksturs veturinn 2020 til 2021.
5.
Sorpmál í Fjarðabyggð
Lögð fram gögn vegna útboðs úrgangsmála í Fjarðabyggð.
Bæjarráð samþykkir að verkið verði boðið út. Útboðsgögnum jafnframt vísað til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
Bæjarráð samþykkir að verkið verði boðið út. Útboðsgögnum jafnframt vísað til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
6.
Almenningssamgöngur í Fjarðabyggð
Lögð fram fyrstu drög að skýrslu verkfræðistofunnar EFLU um almenningssamgöngur í Fjarðabyggð, ásamt minnisblaði bæjarstjóra.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.
7.
Stytting vinnuvikunnar, betri vinnutími
Framlagðir samningar stofnana um styttingu vinnutíma starfsmanna í dagvinnu til staðfestingar. Jafnframt lagt fram minnisblað um áhrif og framkvæmd styttingar á starfsemi og kostnað sem af henni getur hlotist.
Bæjarráð staðfestir framlagða samninga um styttingu vinnuvikunnar.
Bæjarráð staðfestir framlagða samninga um styttingu vinnuvikunnar.
8.
Reglur um stuðningsþjónustu
Vísað frá félagsmálanefnd til afgreiðslu bæjarráðs drög að uppfærðum reglum um stuðningsþjónustu ásamt minnisblaði.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
9.
Reglur um akstursþjónustu við fatlað fólk
Vísað frá félagsmálanefnd til afgreiðslu bæjarráðs drögum að reglum um akstursþjónustu við fatlað fólk ásamt minnisblaði. Í fjárhagsáætlun 2021 er gert ráð fyrir kostnaði sem hlýst af þeirri þjónustuaukningu sem má búast við með setningu reglnanna.
Bæjarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
10.
Reglur Fjarðabyggðar um þjónustu stuðningsfjölskyldna fyrir fötluð börn
Vísað frá félagsmálanefnd til afgreiðslu bæjarráðs drögum að reglum ásamt minnisblaði um þjónustu stuðningsfjölskyldna fyrir fötluð börn.
Bæjarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
11.
Reglur um félagslegt leiguhúsnæði
Vísað frá félagsmálanefnd til afgreiðslu bæjarráðs drögum að uppfærðum reglum um félagslegt leiguhúsnæði ásamt minnisblaði.
Bæjarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
12.
Styrkur til Krabbameinsfélags Austfjarða
Framlögð beiðni Krabbameinsfélags Austfjarða um að gerður verði samningur við félagið um fast árlegt framlag.
Bæjarstjóra falið að ræða við félagið um starfsemi félagsins og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
Bæjarstjóra falið að ræða við félagið um starfsemi félagsins og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
13.
Málefni hjúkrunarheimila, samningar við Sjúkratryggingar
Framlagt til kynningar erindi bæjarstjóra sveitarfélagsins Hornafjarðar til heilbrigðisráðherra vegna uppsagnar samninga sveitarfélaganna við Sjúkratryggingar Íslands.
14.
369.mál til umsagnar frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð, 369. mál. Umsögn berist eigi síðar en 1. febrúar nk.
Bæjarráð felur bæjarstjóra ásamt bæjarritara að veita umsögn.
Bæjarráð felur bæjarstjóra ásamt bæjarritara að veita umsögn.
15.
Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2020
Fundargerð stjórnar sambandsins nr. 892 frá 11.desember, lögð fram til kynningar.
16.
Aðalfundarboð Sjóminjasafns Austurlands 2020
Boðað er til aðalfundar Sjóminjasafns Austurlands 2020 miðvikudaginn 13. janúar 2021 í Tónlistarmiðstöð.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð á aðalfundinn.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð á aðalfundinn.
17.
Félagsmálanefnd - 140
Fundargerð félagsmálanefndar nr. 140 frá 15.desember, lögð fram til afgreiðslu.
18.
Hafnarstjórn - 254
Fundargerð hafnarstjórnar nr. 254 frá 15.desember, lögð fram til afgreiðslu.
19.
Barnaverndarfundargerðir 2020
Fundargerð barnaverndarnefndar nr. 125 frá 17. desember 2020, lögð fram til afgreiðslu.