Bæjarráð
738. fundur
3. janúar 2022
kl.
08:30
-
10:35
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson
formaður
Pálína Margeirsdóttir
varaformaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir
varamaður
Rúnar Már Gunnarsson
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson
bæjarstjóri
Gunnar Jónsson
embættismaður
Snorri Styrkársson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Samþætting þjónustu í þágu farsældar barna
Farið yfir og rætt um áhrif nýrra laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
2.
Starfshópur leikskólar 2021
Framlagt minnisblað starfshóps sem bæjarráð skipaði 22. nóvember sl. um málefni leikskólanna í Fjarðabyggð.
Vísað til bæjarstjóra til skoðunar. Málið lagt fram að nýju í bæjarráði.
Vísað til bæjarstjóra til skoðunar. Málið lagt fram að nýju í bæjarráði.
3.
Frágangur vegna félagslegra leiguíbúða í Breiðdal
Framlögð til staðfestingar yfirlýsing milli Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Fjarðabyggðar vegna uppgjörs skuldbindinga vegna félagslegs leiguhúsæðis í Breiðdal.
Bæjarráð samþykkir uppgjör skuldbindinganna.
Bæjarráð samþykkir uppgjör skuldbindinganna.
4.
Úthlutun stofnframlaga ríkisins 2021
Framlagt til kynningar samþykki Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um úthlutun stofnframlags ríkis auk byggðaframlags til Fjarðabyggðar f.h. óstofnaðs hses. félags. Framlagið er til byggingar á fimm íbúðum á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016. Bæjarráð felur bæjarstjóra ásamt fjármálastjóra að vinna málið áfram.
5.
Málefni brothættra byggða
Lagt fram minnisblað um fyrirkomulag verkefnisins um brothættar byggðir - Stöðvarfjörður og aukið hlutfall stöðu verkefnastjóra í verkefninu.
Bæjarráð samþykkir að leggja verkefninu brothættar byggðir til aukið hlutfall til að fylgja m.a. eftir fyrra verkefni sem var unnið í Breiðdal ásamt því að styðja frekar við verkefnið á Stöðvarfirði. Bæjarstjóra falið að útfæra og ganga frá samningi við Austurbrú um aukið hlutfall. Kostnaði vísað til gerðar viðauka.
Bæjarráð samþykkir að leggja verkefninu brothættar byggðir til aukið hlutfall til að fylgja m.a. eftir fyrra verkefni sem var unnið í Breiðdal ásamt því að styðja frekar við verkefnið á Stöðvarfirði. Bæjarstjóra falið að útfæra og ganga frá samningi við Austurbrú um aukið hlutfall. Kostnaði vísað til gerðar viðauka.
6.
Samningur um sölu íbúða að Dalbarði, Hlíðarbrekku og Nesbakka
Stjórn Leigufélagsins Bríetar hefur samþykkt að ganga til viðræðna um kaup á 4 íbúðum að Dalbarði á Eskifirði, 2 íbúðum að Hlíðarbrekku á Fáskrúðsfirði og 2 íbúða í Neskaupstað á sambærilegum skilmálum og við kaup á íbúðum að Réttarholti og Leynimel.
Bæjarráð samþykkir að íbúðir séu lagðar inn í Bríet leigufélag. Bæjarstjóra falið að undirrita skjöl og ganga frá samkomulagi þar um.
Bæjarráð samþykkir að íbúðir séu lagðar inn í Bríet leigufélag. Bæjarstjóra falið að undirrita skjöl og ganga frá samkomulagi þar um.
7.
Nefndaskipan Miðflokksins
Framlögð tilkynning frá Miðflokki um breytta skipan íþrótta- og tómstundanefndar þar sem Hörður Sigmundsson tekur sæti varamanns áheyrnarfulltrúa í nefndinni í stað Einars Birgis Kristjánssonar. Einar Birgir tekur sæti Guðrúnar Stefánsdóttur sem áheyrnarfulltrúa í nefndinni en hún hefur flutt búferlum úr sveitarfélaginu.
8.
Aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands 2021
Framlög fundargerð aðalfundar Skólaskrifstofu Austurlands vegna aðalfundar 2021.
9.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 95
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 22. desember lögð fram til staðfestingar.