Fara í efni

Bæjarráð

739. fundur
17. janúar 2022 kl. 08:30 - 11:10
í fjarfundi
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Pálína Margeirsdóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Gunnlaugur Sverrisson embættismaður
Snorri Styrkársson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Samráð Lögreglustjóra og Fjarðabyggðar
Málsnúmer 2109175
Þennan lið fundarins sátu lögreglustjóri Austurlands ásamt yfirlögregluþjóni embættisins. Meðal annars var farið yfir tölfræði vegna 2021 með samanburði við fyrri ár. Fram kom að stefnumörkun lögreglu fyrir árið 2022 verður kynnt í febrúar. Einnig var farið yfir hvað ber hæst í starfsemi almannavarna. Næsti samráðsfundur verður haldinn í haust.
2.
Ábendingakerfi 2021 - Uppgjör
Málsnúmer 2201048
Lagt fram til kynningar minnisblað upplýsingafulltrúa er varðar samantekt á ábendingum úr ábendingakerfi Fjarðabyggðar og afgreiðslu erinda þaðan á árinu 2021.
3.
Fjárhagsáætlun 2021 - viðauki 3
Málsnúmer 2201076
Lögð fram tillaga fjármálastjóra að 3ja viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2021. Viðaukinn varðar millifærslur fjármuna og leiðréttingar á innri leigu. Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 3 og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar.
4.
Húsnæðisáætlun Fjarðabyggðar 2022
Málsnúmer 2201053
Lögð fram drög að tillögu um húsnæðisáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2022. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun vinnur að innleiðingu að samræmdri gerð húsnæðisáætlana. Um er að ræða fyrstu útgáfu að slíkri húsnæðisáætlun fyrir Fjarðabyggð. Áætlunin verður endurnýjuð árlega. Bæjarráð samþykkir Húsnæðisáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2022 og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn.
5.
Rekstrarform Fjarðabyggðarhafna
Málsnúmer 2110056
Framlögð til kynningar greinargerð KPMG um rekstrarform Fjarðabyggðarhafna. Áður á dagskrá bæjarráðs 11. október 2021. Málið verður til umfjöllunar að nýju í bæjarráði í haust.
6.
Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2021 til 2022
Málsnúmer 2201057
Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið hefur veitt sveitarfélögum frest til 21.janúar til að senda ráðuneytinu tillögur um sérreglur vegna úthlutunar byggðakvóta til byggðarlaga fiskveiðiárið 2021/2022. Lagt fram minnisblað atvinnu- og þróunarstjóra. Fram kom að Fjarðabyggð hefur verið veittur frestur til 4. febrúar til að skila inn tillögum til ráðuneytisins. Atvinnu- og þróunarstjóra falið að vinna málið áfram og leggja fyrir fund bæjarráðs 31. janúar.
7.
Starfshópur leikskólar 2021
Málsnúmer 2111127
Umræða í framhaldi af vinnu starfshóps sem bæjarráð skipaði 22. nóvember sl. um málefni leikskólanna í Fjarðabyggð. Bæjarstjóri fór yfir stöðu málsins en minnisblað verður lagt fyrir næsta fund bæjarráðs.
8.
Skólamáltíðir í leik- og grunnskólum Fjarðabyggðar
Málsnúmer 2201064
Fyrir liggur minnisblað um fyrirkomulag skólamáltíða í leik- og grunnskólum Fjarðabyggðar. Í minnisblaðinu kemur fram að matseðill skólamáltíða er samræmdur milli skóla í Fjarðabyggð og skólamáltíðir framleiddar í skólunum nema í grunnskólunum á Eskifirði, Norðfirði og Reyðarfirði, en þar eru þær framleiddar af matvælafyrirtæki í Fjarðabyggð, Fjarðaveitingum. Samningur við Fjarðaveitingar rennur út vorið 2022. Ennfremur kemur fram í minnisblaði að fullnægjandi aðstaða til matvælaframleiðslu er ekki til staðar í fyrrgreindum grunnskólum. Fræðslunefnd leggur til að skólamáltíðir í grunnskólunum á Eskifiði, Norðfirði og Reyðarfirði verði boðnar út til næstu þriggja skólaára með möguleika á framlengingu tvisvar sinnum til eins árs í senn. Bæjarráð samþykkir að skólamáltíðir verði boðnar út og felur fjármálastjóra og fræðslustjóra að undirbúa útboð og vinna að framgangi málsins.
9.
Gjaldskrá Skíðamiðstöðvarinnar í Oddsskarði 2022
Málsnúmer 2109095
Lagt fram minnisblað deildarstjóra skíðasvæðis þar sem lagðar eru til breytingar á gjaldskrá Skíðamiðstöðvarinnar í Oddsskarði. Bæjarráð samþykkir tillögur í minnisblaði og felur deildarstjóra skíðasvæðis að kynna gjaldskrána.
10.
Auglýsing - Undanþága verkfallsréttar
Málsnúmer 2112055
Undanþágulisti vegna verkfallsréttar lagður fyrir bæjarráð auk minnisblaðs mannauðsstjóra. Ekki eru lagðar til miklar breytingar á listanum. Bæjarráð samþykkir undanþágulista vegna verkfallsréttar og felur bæjarstjóra að undirrita listann og auglýsa hann í Stjórnartíðindum.
11.
Snjómokstur á reiðstígum
Málsnúmer 2201030
Lagt fram erindi Hestamannafélagsins Blæs Norðfirði vegna snjómoksturs á reiðstígum. Um er að ræða beiðni um mokun á stíg frá Hesthúsi og inn að reiðhöll sem er um sex kílómetra leið. Vísað til framkvæmdasviðs með beiðni um reglulega útfærslu í samræmi við fyrirkomulag snjómoksturs á öðrum stöðum í sveitarfélaginu.
12.
760 Sólheimar 9 - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2201067
Lögð fram lóðarumsókn Sigrúnar Birgisdóttur, dagsett 9. janúar 2022, þar sem sótt er um lóðina við Sólheima 9 á Breiðdalsvík undir einbýlishús. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni. Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
13.
Fundagerðir Náttúrustofu Austurlands 2021
Málsnúmer 2104102
Fundargerð stjórnar Náttúrustofu Austurlands frá 13. desember 2021 lögð fram til kynningar.
14.
Fræðslunefnd - 106
Málsnúmer 2201005F
Fundargerð fræðslunefndar frá 12.janúar lögð fram til kynningar.
15.
Félagsmálanefnd - 149
Málsnúmer 2201004F
Fundargerð félagsmálanefndar frá 11.janúar lögð fram til kynningar.
16.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 303
Málsnúmer 2201003F
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá 11.janúar lögð fram til kynningar.