Bæjarráð
740. fundur
24. janúar 2022
kl.
08:30
-
10:15
í fjarfundi
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson
formaður
Pálína Margeirsdóttir
varaformaður
Ragnar Sigurðsson
aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson
bæjarstjóri
Gunnlaugur Sverrisson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Grænn orkugarður á Reyðarfirði
Anna-Lena Jeppsson, verkefnisstjóri hjá CIP, sat þennan lið fundarins og fór yfir stöðu mála vegna vinnu við grænan orkugarð í Fjarðabyggð. Anna-Lena gerði m.a. grein fyrir nokkrum verkefnum sem eru í gangi víðsvegar um heiminn og tímalínu verkefnisins hér heima.
2.
Rekstur málaflokka 2021 - TRÚNAÐARMÁL
Lagt fram sem trúnaðarmál frá fjármálastjóra, yfirlit yfir rekstur og fjárfestingar Fjarðabyggðar fyrir janúar - nóvember auk yfirlits yfir launakostnað og skatttekjur fyrir janúar - desember.
3.
Svæðisráð um gerð strandsvæðisskipulags fyrir Austfirði
Magnús Jóhannesson hefur verið skipaður formaður svæðisráðs sem hefur það hlutverk að vinna að gerð strandsvæðisskipulags fyrir Austfirði sbr. lög um skipulag haf- og strandsvæða, nr. 88/2018.
4.
Starfshópur leikskólar 2021
Umræða í framhaldi af vinnu starfshóps sem bæjarráð skipaði 22. nóvember sl. um málefni leikskólanna í Fjarðabyggð. Bæjarstjóri fór yfir stöðu málsins. Tillögur verða lagðar fyrir næsta fund bæjarráðs.
5.
Kaup á slökkvibifreið
Lagt fram minnisblað slökkviliðsstjóra er varðar útboð á vegum Ríkiskaupa vegna kaupa á slökkvibifreið. Bæjarráð felur slökkviliðsstjóra og fjármálastjóra að taka þátt í útboði og leggja niðurstöðu þess fyrir bæjarráð að nýju.
6.
181.mál - Frumvarp til laga um almannavarnir (almannavarnastig o.fl.) - beiðni um umsögn.
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um almannavarnir (almannavarnastig o.fl.), 181. mál. Ef senda á umsögn skal hún hafa borist undirrituð eigi síðar en í lok dags 3. febrúar nk. Vísað til bæjarstjóra og slökkviliðsstjóra til skoðunar.
7.
Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2022
Fundargerð sambandsins frá 14.janúar lögð fram til kynningar.
8.
Snjómokstur í Neskaupstað
Lagt fram bréf Sveins Einarssonar eiganda og stjórnanda Haka ehf. er varðar snjómokstur í Neskaupstað. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.