Fara í efni

Bæjarráð

740. fundur
24. janúar 2022 kl. 08:30 - 10:15
í fjarfundi
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Pálína Margeirsdóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Gunnlaugur Sverrisson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Grænn orkugarður á Reyðarfirði
Málsnúmer 2108124
Anna-Lena Jeppsson, verkefnisstjóri hjá CIP, sat þennan lið fundarins og fór yfir stöðu mála vegna vinnu við grænan orkugarð í Fjarðabyggð. Anna-Lena gerði m.a. grein fyrir nokkrum verkefnum sem eru í gangi víðsvegar um heiminn og tímalínu verkefnisins hér heima.
2.
Rekstur málaflokka 2021 - TRÚNAÐARMÁL
Málsnúmer 2104079
Lagt fram sem trúnaðarmál frá fjármálastjóra, yfirlit yfir rekstur og fjárfestingar Fjarðabyggðar fyrir janúar - nóvember auk yfirlits yfir launakostnað og skatttekjur fyrir janúar - desember.
3.
Svæðisráð um gerð strandsvæðisskipulags fyrir Austfirði
Málsnúmer 2006108
Magnús Jóhannesson hefur verið skipaður formaður svæðisráðs sem hefur það hlutverk að vinna að gerð strandsvæðisskipulags fyrir Austfirði sbr. lög um skipulag haf- og strandsvæða, nr. 88/2018.
4.
Starfshópur leikskólar 2021
Málsnúmer 2111127
Umræða í framhaldi af vinnu starfshóps sem bæjarráð skipaði 22. nóvember sl. um málefni leikskólanna í Fjarðabyggð. Bæjarstjóri fór yfir stöðu málsins. Tillögur verða lagðar fyrir næsta fund bæjarráðs.
5.
Kaup á slökkvibifreið
Málsnúmer 2201128
Lagt fram minnisblað slökkviliðsstjóra er varðar útboð á vegum Ríkiskaupa vegna kaupa á slökkvibifreið. Bæjarráð felur slökkviliðsstjóra og fjármálastjóra að taka þátt í útboði og leggja niðurstöðu þess fyrir bæjarráð að nýju.
6.
181.mál - Frumvarp til laga um almannavarnir (almannavarnastig o.fl.) - beiðni um umsögn.
Málsnúmer 2201127
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um almannavarnir (almannavarnastig o.fl.), 181. mál. Ef senda á umsögn skal hún hafa borist undirrituð eigi síðar en í lok dags 3. febrúar nk. Vísað til bæjarstjóra og slökkviliðsstjóra til skoðunar.
7.
Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2022
Málsnúmer 2201106
Fundargerð sambandsins frá 14.janúar lögð fram til kynningar.
8.
Snjómokstur í Neskaupstað
Málsnúmer 2201138
Lagt fram bréf Sveins Einarssonar eiganda og stjórnanda Haka ehf. er varðar snjómokstur í Neskaupstað. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.