Fara í efni

Bæjarráð

741. fundur
31. janúar 2022 kl. 08:30 - 09:32
í fjarfundi
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Pálína Margeirsdóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Gunnlaugur Sverrisson embættismaður
Snorri Styrkársson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Dalborg, hönnun á viðbyggingu
Málsnúmer 2002039
Lagðar fram teikningar af viðbyggingu við Leikskólann Dalborg Eskifirði, þar sem gert er ráð fyrir útboði viðbyggingar sem yrði fullbúin að utan.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt breytt útboðsfyrirkomulag. Endanlegri ákvörðun um útboð er vísað til afgreiðslu bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir breytt útboðsfyrirkomulag og felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs áframhaldandi vinnslu málsins.
2.
Jafnlaunakerfi
Málsnúmer 1812054
Minnisblað mannauðsstjóra er varðar uppfærslur á Jafnlaunahandbók sveitarfélagsins. Bæjarráð staðfestir breytingar á handbókinni.
3.
Útboð veitingareksturs skíðasvæðis
Málsnúmer 2201180
Lagður fram samningur um veitingasölu í skíðaskálanum í Oddsskarði.
Veitingarekstur skíðasvæðisins í Oddsskarði var boðinn út í október.
Ein umsókn barst um reksturinn og uppfyllti umsækjandi þau skilyrði sem sett voru fram í útboðinu. Unnið hefur verið að samningi við þjónustuaðilann og er hann lagður fram til samþykktar. Bæjarráð samþykkir samning um veitingasölu í skíðaskálanum í Oddsskarði.
4.
Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2021 til 2022
Málsnúmer 2201057
Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið veitti sveitarfélögum frest til 21.janúar til að senda ráðuneytinu tillögur um sérreglur vegna úthlutunar byggðakvóta til byggðarlaga fiskveiðiárið 2021/2022. Lagt fram minnisblað atvinnu- og þróunarstjóra. Fjarðabyggð hefur verið veittur aukinn frestur til 4. febrúar, til að skila inn tillögum til ráðuneytisins. Bæjarstjóra og atvinnu- og þróunarstjóra falið að funda með samningsaðilum og ganga frá reglu til ráðuneytisins að því loknu.
5.
Eskifjarðarhöfn - stækkun
Málsnúmer 2003091
Lagt fram endurskoðað og yfirfarið tilboð MVA ehf. í byggingu Frystihúsbryggju á Eskifirði. Hafnarstjórn samþykkti á fundi 25.janúar, að ganga til samninga við MVA ehf. sem var eini bjóðandi í verkið. Hafnarstjórn vísar máli til bæjarráðs til staðfestingar. Bæjarráðs samþykkir að ganga til samninga á grundvelli fyrirliggjandi endurskoðaðs tilboðs og breytinga á tilhögun verksins. Bæjarráð felur sviðsstjóra og bæjarstjóra að annast frágang og undirritun samninga.
6.
Flugfélag Austurlands
Málsnúmer 2201178
Lagt fram erindi frá Flugfélagi Austurlands merkt trúnaðarmál. Bæjarstjóra falið að ræða við bréfritara og leggja málið fyrir bæjarráð að nýju.
7.
Sjávarútvegsfundur 2022
Málsnúmer 2201179
Stjórn samtaka sjávarútvegssveitarfélaga boðar til Sjávarútvegsfundar, þriðjudaginn 22. febrúar 2022, frá klukkan 13:00 til 15:00. Fundurinn verður haldinn sem fjarfundur.
8.
Tillaga til þingsályktunar um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara, 12. mál.
Málsnúmer 2201171
Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara, 12. mál. Vísað til bæjarstjóra og forstöðumanns stjórnsýslu til skoðunar.
9.
Hafnarstjórn - 273
Málsnúmer 2201013F
Fundargerð hafnarstjórnar frá 25.janúar lögð fram til umfjöllunar.
10.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 304
Málsnúmer 2201012F
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, frá 24.janúar lögð fram til umfjöllunar.