Bæjarráð
742. fundur
7. febrúar 2022
kl.
08:30
-
10:30
í fjarfundi
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson
formaður
Pálína Margeirsdóttir
varaformaður
Ragnar Sigurðsson
aðalmaður
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson
bæjarstjóri
Gunnlaugur Sverrisson
embættismaður
Snorri Styrkársson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Ársreikningur Fjarðabyggðar árið 2021
Lögð fram til kynningar endurskoðunaráætlun 2021. Kynningin er send í samræmi við breytingar á lögum um endurskoðendur og endurskoðun nr. 94/2019, sem tóku gildi 1. janúar 2020 en samkvæmt ákvæðum þeirra ber endurskoðendum m.a. að upplýsa endurskoðunarnefndir um áhættumat og nálgun við endurskoðun ársins. Þar sem endurskoðunarnefndir eru almennt ekki skipaðar hjá þeim sveitarfélögum sem falla undir ákvæði framangreindra laga er litið svo á að bæjarráð gegni því hlutverki.
Bæjarráð samþykkir að nýta sér undanþáguákvæði reglugerðar nr. 1212/2015 um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga, um að færa ekki í ársreikning 2021 hlutdeild í einstökum liðum rekstrar og efnahags viðkomandi eignarhluta félagaforma með ótakmarkaða ábyrgð sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir að nýta sér undanþáguákvæði reglugerðar nr. 1212/2015 um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga, um að færa ekki í ársreikning 2021 hlutdeild í einstökum liðum rekstrar og efnahags viðkomandi eignarhluta félagaforma með ótakmarkaða ábyrgð sveitarfélagsins.
2.
Starfshópur leikskólar 2021
Umræða í framhaldi af vinnu starfshóps sem bæjarráð skipaði 22. nóvember sl. um málefni leikskólanna í Fjarðabyggð. Lagt fram minnisblað bæjarstjóra um aðgerðir í starfsmannamálum leikskólanna.
Minnisblaði og tillögum um aðgerðir, vísað til fræðslunefndar til skoðunar. Tekið fyrir í bæjarráði að nýju að lokinni yfirferð í fræðslunefnd.
Minnisblaði og tillögum um aðgerðir, vísað til fræðslunefndar til skoðunar. Tekið fyrir í bæjarráði að nýju að lokinni yfirferð í fræðslunefnd.
3.
Úthlutun stofnframlaga ríkisins 2021
Áður á dagskrá bæjarráðs 3.janúar sl. Sveitarfélagið þarf formlega að staðfesta veitingu stofnframlags á móti úthlutun stofnframlags ríkisins, sbr. 7. mgr. 11. gr. laga um almennar íbúðir. Bæjarráð staðfestir stofnframlag að fjárhæð kr. 20.704.629 og vísar málinu til samþykktar í bæjarstjórn.
4.
Húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni
Lögð fram til kynningar fundargerð umræðufundar um stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar sem þjóni sveitarfélögum á landsbyggðinni, sem haldinn var 27. janúar sl. Stofnfundur stofnunarinnar verður 15. febrúar 2022 og þarf Fjarðabyggð að taka afstöðu til þátttöku í stofnuninni. Bæjarráð samþykkir þátttöku í húsnæðissjálfseignarstofnun.
5.
Kaupsamningur um Búðarmel 6a-e f.h. óstofnaðs hses félags
Framlagður kaupsamningur um fimm íbúðir að Búðarmel 6 á Reyðarfirði f.h. óstofnaðrar hses. stofnunar. Kaupsamningurinn byggir á samþykkt um úthlutun stofnframlaga til almennra leiguíbúða bæði af hálfu Fjarðabyggðar og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Ráðgerð er stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar síðar í mánuðinum sem Fjarðabyggð mun gerast stofnfélagi að - sjá 4.lið í fundargerð. Því félagi er ætlað að taka við þessum kaupsamningi og skulbindingum hans. Bæjarráð samþykkir kaupsamninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
6.
Akstur á skíðasvæðið í Oddsskarði
Lagt fram minnisblað sviðstjóra fjölskyldusviðs er varðar fyrirkomulag aksturs á skíðasvæðið í Oddsskarði. Bæjarráð samþykkir að í ár verði boðið upp á sérstakan akstur frá Eskifirði upp í Oddsskarð á meðan opið er í Oddsskarði. Í ár er um að ræða tímabilið frá febrúar og fram í apríl. Tekið verði mið af tímatöflum almenningssamgangna. Sviðsstjóra fjölskyldusviðs falin frágangur og afgreiðsla málsins.
7.
Ókyngreindir búningsklefar og salerni í íþróttamannvirkjum Fjarðabyggðar
Bréf Jafnréttisteymis og íþróttakennara Verkmenntaskóla Austurlands er varðar íþróttamannvirki í Neskaupstað. Bæjarráð vísar bréfinu til félagsmálanefndar, eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, íþrótta- og tómstundanefndar og fræðslunefndar, til umfjöllunar og skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar 2023.
8.
Þjóðlendumál á Austfjörðum - kynning á kröfum ríkisins
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur fyrir hönd íslenska ríkisins afhent óbyggðanefnd kröfur um þjóðlendur á Austfjörðum, sbr. lög nr. 58/1998, um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta. Óbyggðanefnd kynnir kröfurnar til að ná til þeirra sem kunna að eiga öndverðra hagsmuna að gæta svo að þeir geti látið sig málin varða og eftir atvikum lýst kröfum á móti. Kröfulýsingarfrestur er til 6. maí 2022. Sveitarfélagið Fjarðabyggð á ekki beina aðkomu að þeim kröfum er um ræðir en mun að beiðni óbyggðanefndar setja efni á heimasíðu bæjarins.
9.
Skipan aðgengisfulltrúa
Í tengslum við úrbætur í aðgengismálum fatlaðs fólks þarf sveitarfélagið að skipa sérstakan aðgengisfulltrúa. Bæjarráð skipar fasteigna- og framkvæmdafulltrúa sem aðgengisfulltrúa.
10.
Hugmynd að nýjum samningi við Ljósmyndasafn Austurlands
Forstöðumaður Héraðsskjalasafns Austfirðinga hefur óskað eftir að breyta fjármögnun Ljósmyndasafns Austurlands og aðkomu sveitarfélaganna að safninu. Lagt er upp með að árlegt framlag Fjarðabyggðar til ljósmyndasafnsins verði kr. 575.000 en á móti lækki framlag Fjarðabyggðar til SSA um sem nemur kr. 470.000. Nettóhækkun á framlagi næmi því um kr. 100.000. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við forstöðumann héraðsskjalasafnins og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
11.
Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2022
Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga lögð fram til kynningar.
12.
Jafnlaunakerfi
Kynning á niðurstöðum jafnlaunagreiningar 2022. Mannauðsstjóri sat þennan lið fundarins og kynnti niðurstöður greiningarinnar.