Fara í efni

Bæjarráð

743. fundur
14. febrúar 2022 kl. 08:30 - 09:43
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Pálína Margeirsdóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Gunnlaugur Sverrisson embættismaður
Snorri Styrkársson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Beiðni um viðræður um samstarf við byggingu leiguíbúða
Málsnúmer 2202043
Framlagt erindi og kynning frá Bjargi íbúðafélagi hses um viðræður um úthlutun lóðar og veitingu stofnframlags vegna byggingar leiguíbúða. Bæjarráð felur fjármálastjóra að ræða við Bjarg.
2.
Erindisbréf starfshóps um framtíðarsýn Stríðsárasafns
Málsnúmer 2111093
Framlengja þarf skipunartíma starfshóps um framtíðarsýn Íslenska Stríðsárasafnsins. Bæjarráð samþykkir að framlengja skipunartíma ráðsins til 21. apríl. Bæjarráð samþykkir jafnframt að formaður bæjarráðs taki sæti í starfshópnum.
3.
740 Strandgata 18 - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2109239
Lögð fram lóðarumsókn Nestaks ehf, dagsett 29. september 2021, þar sem sótt er um lóðirnar við Strandgötu 18a og 18b á Norðfirði undir einbýlishús. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðunum og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu. Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðunum.
4.
740 Stekkjargata 3 - Umsókn um stækkun lóðar
Málsnúmer 2201137
Lögð fram umsókn Víkings Pálmasonar, dagsett 23. janúar 2022, þar sem sótt er um stækkun lóðar hans við Stekkjargötu 3 á Norðfirði. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs, dagsett 3. febrúar 2022, um stöðu skipulagsmála við Stekkjargötu 3 og 5. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, stækkun lóðarinnar í samræmi við minnisblað og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu. Bæjarráð samþykkir stækkun lóðarinnar.
5.
740 Nesgata 36 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Málsnúmer 2201184
Lögð fram umsókn Jónu T. Ingimarsdóttur, dagsett 31. janúar 2022, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hennar að Nesgötu 36 á Norðfirði ásamt stækkun lóðarinnar til vesturs. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt stækkun lóðar fyrir sitt leyti. Jafnframt samþykkir nefndin að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður að fengnu samþykki bæjarráðs á stækkun lóðar. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir stækkun lóðarinnar.
6.
Starfshópur leikskólar 2021
Málsnúmer 2111127
Umræða í framhaldi af vinnu starfshóps sem bæjarráð skipaði 22. nóvember sl. um málefni leikskólanna í Fjarðabyggð. Lagt fram minnisblað bæjarstjóra um aðgerðir í starfsmannamálum leikskólanna. Fræðslunefnd tók undir tillögur í minnisblaði á fundi 9.febrúar. Bæjarráð samþykkir tillögur í minnisblaði og vísar málinu til staðfestingar í bæjarstjórn. Bæjarráð vísar málinu jafnframt til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun.
7.
Forkaupsréttur að Álfi SH414 nr. 2830
Málsnúmer 2202104
Bjargfugl ehf., kt. 520202-2230, til heimilis í Reykjavík, hefur gert kauptilboð í bátinn Álf SH-414, skr.nr. 2830. Seljandi bátsins er Háaöxl ehf., kt. 580517-0130, til heimilis á Fáskrúðsfirði. Kaupverðið er greitt með peningum við kaupsamning.
Réttindi til veiða á grásleppu fylgja skipi en að öðru leyti fylgja engar aflaheimildir hverju nafni sem þær nefnast. Skipið og grásleppuleyfið er jafnframt selt á aflareynslu. Óskað er eftir að Fjarðabyggð falli frá forkaupsrétti að skipinu Álfi SH-414, skr.nr. 2830. Bæjarráð samþykkir að falla frá forkaupsrétti að Álfi. Vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.
8.
Styrkur á móti fasteignagjöldum
Málsnúmer 2202117
Víkin fagra ehf. sækir um styrk til greiðslu fasteignaskatts vegna bílasafns í Breiðdal í samræmi við reglur Fjarðabyggðar um styrkveitingar til greiðslu fasteignaskatts. Bæjarráð samþykkir að veita styrk.
9.
Málefni Flugfélags Austurlands
Málsnúmer 2201178
Lagt fram erindi frá Flugfélagi Austurlands merkt trúnaðarmál. Bæjarstjóri fór yfir stöðu málsins. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn flugfélagsins í ljósi umræðu á fundinum.
10.
Tillaga til þingsályktunar um endurskoðun á laga- og reglugerðaumhverfi sjókvíaeldi, 93. mál.
Málsnúmer 2202099
Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um endurskoðun á laga- og reglugerðaumhverfi sjókvíaeldis, 93. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 23. febrúar nk. Vísað til atvinnu- og þróunarstjóra með beiðni um gerð umsagnar sem send verði atvinnuveganefnd.
11.
332. mál til umsagna um vernd og orkunýtingu landsvæða
Málsnúmer 2202119
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 332. mál. Ef senda á umsögn þarf hún að hafa borist eigi síðar en 25. febrúar. Atvinnu- og þróunarstjóra, í samráði við bæjarstjóra, falið að senda umsögn.
12.
Aðalfundur Lánasjóðs Sveitarfélaga ohf - 26.mars 2022
Málsnúmer 2202116
Kjörnefnd Lánasjóðs sveitarfélaga auglýsir eftir framboðum í stjórn Lánasjóðsins. Tilnefningar þurfa að hafa borist fyrir kl. 12:00 miðvikudaginn 9.mars.
13.
Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2022
Málsnúmer 2201106
Fundargerð stjórnar sambandsins frá 4.febrúar lögð fram til kynningar.
14.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 305
Málsnúmer 2202001F
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá 7. febrúar lögð fram til staðfestingar.
15.
Fræðslunefnd - 107
Málsnúmer 2202003F
Fundargerð fræðslunefndar frá 9. febrúar lögð fram til staðfestingar.
16.
Félagsmálanefnd - 150
Málsnúmer 2202004F
Fundargerð félagmálanefndar frá 8. febrúar lögð fram til staðfestingar.
17.
Öldungaráð - 4
Málsnúmer 2112006F
Fundargerð öldungaráðs frá 14. desember lögð fram til staðfestingar.
18.
Öldungaráð - 5
Málsnúmer 2201011F
Fundargerð öldungaráðs frá 24. janúar lögð fram til staðfestingar.
19.
Barnaverndarnefnd 2022
Málsnúmer 2202112
Fundargerð barnarnverndarnefndar frá 10.febrúar lögð fram til staðfestingar.