Bæjarráð
744. fundur
28. febrúar 2022
kl.
08:30
-
11:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson
formaður
Pálína Margeirsdóttir
varaformaður
Ragnar Sigurðsson
aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson
bæjarstjóri
Gunnar Jónsson
embættismaður
Snorri Styrkársson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Rekstur málaflokka 2021 - TRÚNAÐARMÁL
Framlagt sem trúnaðarmál yfirlit yfir rekstur málaflokka, launakostnað og fjárfestingaryfirlit ásamt deildayfirliti fyrir allt árið 2021.
2.
Ársreikningur Fjarðabyggðar árið 2021
Lagt fram minnisblað frá hagdeild Sambands íslenskra sveitarfélaga um hækkun lífeyrisskuldbindinga á árinu 2021.
3.
Almennt eftirlit með fjármálum sveitarfélaga á árinu 2022
Lagt fram til kynningar bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga þar sem kynntar eru áherslur nefndarinnar á árinu 2022 um eftirlit með fjármálum sveitarfélaga.
4.
Fyrirspurnir Ragnars Sigurðssonar
Lögð fram svör við fyrirspurnum Ragnars Sigurðssonar.
5.
Dalborg, hönnun á viðbyggingu
Lögð fram fundargerð frá opnun tilboða í viðbyggingu leikskólans Dalborgar en þrír aðilar gera tilboð í verkið í 7 tilboðum.
Bæjarráð vísar tilboðum til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og felur framkvæmdasviði að yfirfara tilboðin og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
Bæjarráð vísar tilboðum til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og felur framkvæmdasviði að yfirfara tilboðin og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
6.
Borkjarnasafnið í Breiðdal
Framlagt bréf Náttúrufræðistofnunar Íslands um viðhald á húsnæði borkjarnasafns Náttúrufræðistofnunar Íslands í Breiðdal.
Bæjarstjóra falið að ræða við Náttúrufræðistofnun.
Bæjarstjóra falið að ræða við Náttúrufræðistofnun.
7.
Beiðni um samstarf vegna umsóknar til Byggðastofnunar vegna sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða
Framlögð tillaga um samstarf Fjarðabyggðar og Austurbrúar vegna umsóknar til Byggðastofnunar vegna sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða.
Bæjarráð samþykkir þátttöku í verkefninu og felur atvinnu- og þróunarstjóra að vera tengiliður sveitarfélagsins við verkefnið.
Bæjarráð samþykkir þátttöku í verkefninu og felur atvinnu- og þróunarstjóra að vera tengiliður sveitarfélagsins við verkefnið.
8.
332. mál til umsagna um vernd og orkunýtingu landsvæða
Lögð fram drög að umsögn atvinnu- og þróunarstjóra um þingsályktunartillögu um vernd og orkunýtingu landsvæða.
9.
Fiskeldissjóður - umsóknir 2022
Bæjarstjóri og atvinnu- og þróunarstjóri kynntu auglýsingu Fiskeldsissjóðs fyrir árið 2022 um úthlutun styrkja til uppbyggingar innviða þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað.
10.
Drög að frumvarpi um bann við olíuleit og olíuvinnslu til kynningar í samráðsgátt
Lögð fram tillaga að umsögn vegna frumvarps um bann við olíuleit og olívinnslu í Íslenskri efnahagslögsögu.
11.
349. mál til umsagnar um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða
Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn sandkola og hryggleysingja), 349. mál.
Atvinnu- og þróunarstjóra falið að veita umsögn.
Atvinnu- og þróunarstjóra falið að veita umsögn.
12.
Forvarna- og öryggisnefnd erindisbréf og fundargerðir
Fundargerð forvarnar- og öryggisnefndar frá 24. febrúar, lögð fram til kynningar.
13.
Afnot af húsnæði í eigu sveitarfélagsins
Umræða um afnot stjórnmálaflokka af húsnæði í eigu sveitarfélagsins.
Vísað til bæjarstjóra og bæjarritara að uppfæra reglur sveitarfélagsins sem fjalla um framlög til stjórnmálasamtaka sem bjóða fram til sveitarstjórnarkosninga.
Vísað til bæjarstjóra og bæjarritara að uppfæra reglur sveitarfélagsins sem fjalla um framlög til stjórnmálasamtaka sem bjóða fram til sveitarstjórnarkosninga.
14.
Barnaverndarlög og barnaverndarþjónusta 2022
Ráðherra mennta- og barnamála hefur samþykkt að fresta gildistöku barnaverndarlaga til haustsins. Jafnframt verður skipaður starfshópur með aðkomu ráðuneytisins og Barna- og fjölskyldustofu sem leggur fram tillögur að skipan barnaverndarþjónustu og umdæmisráða.
Vísað til fjölskyldusviðs.
Vísað til fjölskyldusviðs.
15.
760 Ásvegur 16 - Umsókn um lóð
Vísað frá eigna-, skipulags- umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarráðs lóðarumsókn þar sem sótt er um lóðina við Ásveg 16 á Breiðdalsvík undir einbýlishús. Svæðið er ódeiliskipulagt. Samkvæmt aðalskipulagi er umrætt svæði innan skilgreindrar íbúðabyggðar þar sem gert er ráð fyrir nýbyggingum sem falla að nýtingu, yfirbragði og þéttleika núverandi byggðar.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar.
16.
760 Ásvegur 30 - Umsókn um lóð
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarráðs lóðarumsókn um lóðina við Ásveg 30 á Breiðdalsvík undir einbýlishús. Svæðið er ódeiliskipulagt. Samkvæmt aðalskipulagi er umrætt svæði innan skilgreindrar íbúðabyggðar þar sem gert er ráð fyrir nýbyggingum sem falla að nýtingu, yfirbragði og þéttleika núverandi byggðar.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar.
17.
740 Blómsturvellir 51 - Umsókn um lóð
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar til afgreiðslu bæjarráðs lóðarumsókn þar sem sótt er um lóðina við Blómsturvelli 51 á Norðfirði undir einbýlishús. Svæðið er ódeiliskipulagt. Samkvæmt aðalskipulagi er umrætt svæði innan skilgreindrar íbúðabyggðar þar sem gert er ráð fyrir nýbyggingum sem falla að nýtingu, yfirbragði og þéttleika núverandi byggðar.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar.
18.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 306
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá 24. febrúar lögð fram til afgreiðslu.
19.
Hafnarstjórn - 274
Fundargerð hafnarstjórnar frá 22. febrúar lögð fram til afgreiðslu.
20.
Menningar- og nýsköpunarnefnd - 44
Fundargerð menningar- og nýsköpunarnefndar frá 21. febrúar lögð fram til afgreiðslu.
21.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 96
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 14. febrúar lögð fram til afgreiðslu.