Fara í efni

Bæjarráð

745. fundur
14. mars 2022 kl. 08:30 - 11:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Pálína Margeirsdóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Snorri Styrkársson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Málefni slökkviliðs Fjarðabyggðar
Málsnúmer 2106118
Farið yfir málefni slökkviliðs.
2.
Kvíabólsstígur framkvæmdir
Málsnúmer 2010182
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra framkvæmdasviðs vegna framkvæmda við Kvíabólsstíg.
3.
Framkvæmdir við Skólaveg
Málsnúmer 2001149
Lagt fram minnisblað um samantekt á kostnaði við endurbætur á Skólavegi á Fáskrúðsfirði og nágrenni götunnar.
4.
Umsókn um stofnframlag á árinu 2022
Málsnúmer 2203070
Umræða um umsókn um stoframlag frá ríkissjóði til byggingar íbúða í Fjarðabyggð f.h. Brákar hses. og jafnframt um veitingu stofnframlags frá Fjarðabyggð.
Bæjarráð felur fjármálastjóra að undirbúa umsókn og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
5.
Fyrirspurnir Ragnars Sigurðssonar
Málsnúmer 2202113
Framlögð viðbót við svari vegna fyrirspurnar Ragnars Sigurðssonar vegna greiddrar húsaleigu á árinu 2021 til þriðja aðila.
6.
Viðgerð og endurbætur á Valhöll
Málsnúmer 2203079
Erindi frá Kvikmyndasýningarfélag Austurlands og Vinum Valhallar á Eskifirði varðandi viðhald á Valhöll Eskifirði í tengslum við fjáröflun vegna kaupa á sýningarkerfi.
Bæjarráð vísar erindi til framkvæmdasviðs til úrvinnslu en á áætlun ársins er gert ráð fyrir viðhaldi á húsnæðinu. Jafnframt vísað til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
7.
Útgáfa á sögu Fáskrúðsfjarðar
Málsnúmer 2006128
Lagður fram samningur við Bókaútgáfuna Hóla vegna ritunar á sögu Fáskrúðsfjarðar auk minnisblaðs um ritun sögu sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir að saga Fáskrúðsfjarðar verði gefin út á árinu 2022 og felur bæjarstjóra að undirrita samning um útgáfu hennar. Bæjarstjóra og bæjarritara falið að skoða fjármögnun kostnaðar til að ljúka ritun sögunnar.
8.
Upplýsingatækni - 50 skills
Málsnúmer 2104069
Framlagt minnisblað um innleiðing á 50skills ráðningarkerfi sem áformað er að leysi af H3 ráðningarkerfi.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að undirrita samning um innleiðingu á kerfinu.
9.
740 Kirkjubólseyrar 2 - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2202200
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarráðs lóðarumsókn þar sem sótt er um lóð undir fjárhús við Kirkjubólseyri 2 í Norðfirði.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
10.
735 Strandgata 98b - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2101035
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarráðs ósk um lóð við hlið Strandgötu 98a undir Friðþjófshús, sem nú stendur á lóðinni við Strandgötu 88 á Eskifirði. Breyting á deiliskipulagi Hlíðarenda þar sem gert er ráð fyrir þjónustu- og íbúðarhúsalóð við Strandgötu 98b hefur verið samþykkt.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
11.
Erindi til sveitarfélaga vegna móttöku flóttafólks frá Úkraínu
Málsnúmer 2203078
Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið leitar til sveitarfélagana um þátttöku í móttöku flóttamanna en þátttakan getur verið sniðin að stærð og getu hvers sveitarfélags. Þess er óskað að áhugasöm sveitarfélög hafi samband við ráðuneytið.
Bæjarráð tekur vel í erindið og fylgist vel með þróun mála til lausnar á vanda flóttamanna. Vísað til kynningar félagsmálanefndar og afgreiðslu og svara hjá fjölskyldusviði.
12.
Drög að frumvarpi til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, - Íbúakosningar á vegum sveitarfélaga
Málsnúmer 2203050
Innviðaráðuneytið hefur birt í Samráðsgátt drög að frumvarpi til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011. (Íbúakosningar á vegum sveitarfélaga) - Umsagnarfrestur er til 15.mars.
Lagt fram til kynningar.
13.
Nefndaskipan Fjarðalista 2018 - 2022
Málsnúmer 1908104
Birgir Jónsson hefur sagt sig frá nefndastörfum í íþrótta- og tómstundanefnd Fjarðabyggðar. Salome Rut Harðardóttir tekur sæti Birgis sem aðalmaður en hún hefur verið varamaður nefndarinnar. Þá tekur Arndís Bára Pétursdóttir sæti varamanns í nefndinni.
14.
Samstarf Lions og Blindrafélagsins landssöfnun varðandi leiðsöguhunda
Málsnúmer 2202201
Lagt fram til kynningar bréf Lionshreyfingarinnar er varðar styrkbeiðni í tengslum við samstarf Lions og Blindrafélagsins í nafni Rauðu Fjaðrarinnar vegna leiðsöguhunda.
Bæjarráð samþykkir að styrkja Rauðu Fjöðrina um 50.000 kr. Tekið af liðnum óráðstafað.
15.
Skýrsla um reynslu og viðhorf kjörinna fulltrúa í bæjar- og sveitarstjórnum á Íslandi
Málsnúmer 2203066
Lögð fram til kynningar skýrsla um reynslu og viðhorf kjörinna fulltrúa í bæjar- og sveitarstjórnum á Íslandi sem unnin var af Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.
16.
Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2022
Málsnúmer 2201187
Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 11. febrúar lögð fram til kynningar.
17.
Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2022
Málsnúmer 2201106
Fundargerð stjórnar sambandsins frá 25. febrúar lögð fram til kynningar.
18.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 307
Málsnúmer 2203004F
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá 7. mars lögð fram til afgreiðslu.
19.
Fræðslunefnd - 108
Málsnúmer 2203002F
Fundargerð fræðslunefndar frá 9. mars lögð fram til afgreiðslu.
20.
Barnaverndarnefnd 2022
Málsnúmer 2202112
Fundargerð barnaverndarnefndar frá 10. mars lögð fram til umfjöllunar.
21.
Stjórnkerfisnefnd
Málsnúmer 2011203
Bæjarráð sem stjórnkerfisnefnd tók til umfjöllunar tillögur bæjarstjóra að breytingum á stjórnsýslu sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir tillögur bæjarstjóra og felur honum úrvinnslu breytinganna og kynningu hennar meðal starfsmanna.