Bæjarráð
746. fundur
21. mars 2022
kl.
08:30
-
10:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson
formaður
Pálína Margeirsdóttir
varaformaður
Ragnar Sigurðsson
aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson
bæjarstjóri
Gunnar Jónsson
embættismaður
Snorri Styrkársson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Ársreikningur Fjarðabyggðar árið 2021
Kynnt drög að ársreikningi Fjarðabyggðar fyrir árið 2021. Endurskoðendur Fjarðabyggðar sátu fundinn í fjarfundi og gerðu grein fyrir vinnu sinni. Ársreikningur verður tekin til umfjöllunar á næsta fundi bæjarráðs.
2.
Reglur um launað námsleyfi starfsmanna leikskóla Fjarðabyggðar
Framlögð drög að reglum ásamt minnisblaði um launuð námsleyfi fyrir starfsmenn leikskóla Fjarðabyggðar lagðar fram til samþykkis í samræmi við samþykkt bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar. Mannauðsstjóra falið að uppfæra reglur með vísan til umræðu á fundi.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar. Mannauðsstjóra falið að uppfæra reglur með vísan til umræðu á fundi.
3.
Reglur um námsstyrki til starfsmanna og stofnana
Framlagðar til afgreiðslu drög að uppfærðum reglum um námstyrki fyrir starfsmenn og stofnanir Fjarðabyggðar.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
4.
Dalborg, hönnun á viðbyggingu
Fram haldið umræðu um tilboða í viðbyggingu leikskólans Dalborgar en þrír aðilar gerðu tilboð í verkið í sjö tilboðum. Bæjarráð vísaði tilboðum til framkvæmdasviðs með beiðni um að tilboð yrðu yfirfarin og lögð fyrir bæjarráð að nýju. Lögð fram samantekt sviðsstjóra framkvæmdasviðs.
Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við Launafl á grundvelli tillagna sem koma fram í minnisblaði og felur bæjarstjóra undirritun verksamnings. Vísað til kynningar í eigna- skipulags- og umhverfisnefnd.
Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við Launafl á grundvelli tillagna sem koma fram í minnisblaði og felur bæjarstjóra undirritun verksamnings. Vísað til kynningar í eigna- skipulags- og umhverfisnefnd.
5.
Umsókn um stofnframlag á árinu 2022
Lagðar fram yfirlýsingar um að Fjarðabyggð samþykki að veita stofnframlög vegna tveggja verkefna sem verði færð til Brákar hses sem byggja á umsókn Fjarðabyggðar um stofnframlög. Um er að ræða tvær íbúðir á Eskifirði og fjórar íbúðir í Neskaupstað sem almennar leiguíbúðir fyrir tekjulága. Heildarupphæð stofnframlaga Fjarðabyggðar er um 22,1 milljón króna. Ef af framkvæmdum verður munu stofnframlögin koma til greiðslu á þessu ári eða næstu tveimur árum.
Bæjarráð samþykkir að veitt verði stofnframlög sbr. minnisblað um verkefni til byggingar sex íbúða. Fjármögnun vísað til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun ársins ef stofnframlagið verður samþykkt.
Bæjarráð samþykkir að veitt verði stofnframlög sbr. minnisblað um verkefni til byggingar sex íbúða. Fjármögnun vísað til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun ársins ef stofnframlagið verður samþykkt.
6.
Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts 2022
Listasmiðja Norðfjarðar sækir um styrk til geiðslu faseignaskatts vegna Þiljuvalla 11 í Neskaupstað í samræmi við reglur Fjarðabyggðar um styrkveitingar til greiðslu fasteignaskatts.
Bæjarráð samþykkir að veita styrk sbr. reglur um styrkveitingar til greiðslu fasteignaskatts.
Bæjarráð samþykkir að veita styrk sbr. reglur um styrkveitingar til greiðslu fasteignaskatts.
7.
Aðalfundur Netorku hf 2022 - starfsárið 2021
Lagt fram aðalfundarboð í Netorku hf. en aðalfundurinn fer fram 29. mars nk.
Fjármálastjóra falið að fara með umboð sveitarfélagsins á aðalfundinum.
Fjármálastjóra falið að fara með umboð sveitarfélagsins á aðalfundinum.
8.
Aðalfundur Sparisjóðs Austurlands hf - 6.apríl 2022
Lagt fram aðalfundarboð Sparisjóðs Austurlands sem verður haldinn 6. apríl kl. 14:00 í Safnahúsinu í Neskaupstað.
Bæjarráð felur Jóni Birni Hákonarsyni bæjarstjóra að fara með umboð Fjarðabyggðar á aðalfundinum.
Bæjarráð felur Jóni Birni Hákonarsyni bæjarstjóra að fara með umboð Fjarðabyggðar á aðalfundinum.
9.
Hafnarstjórn - 275
Fundargerð hafnarstjórnar frá 15. mars lögð fram til afgreiðslu.