Bæjarráð
747. fundur
28. mars 2022
kl.
08:30
-
11:40
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson
formaður
Pálína Margeirsdóttir
varaformaður
Ragnar Sigurðsson
aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson
bæjarstjóri
Gunnar Jónsson
embættismaður
Snorri Styrkársson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Ársreikningur Fjarðabyggðar árið 2021
Framhald frá síðasta fundi bæjarráðs.
Endurskoðendurnir Magnús Jónsson og Sigurjón Örn Arnarsson frá KPMG fóru yfir stöðu á vinnslu ársreiknings Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2021.
Ársreikningur verður lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn 31. mars nk.
Endurskoðendurnir Magnús Jónsson og Sigurjón Örn Arnarsson frá KPMG fóru yfir stöðu á vinnslu ársreiknings Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2021.
Ársreikningur verður lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn 31. mars nk.
2.
Fundur með forstjóra Alcoa og upplýsingafulltrúa fyrirtækisins
Þennan lið fundarins sátu forstjóri Alcoa Fjarðaáls og upplýsingafulltrúi fyrirtækisins og fóru yfir málefni fyrirtækisins.
3.
Reglur um styrki tl stjórnmálaflokka
Framhald umræðu um afnot stjórnmálaflokka af húsnæði í eigu sveitarfélagsins en máli var vísað frá bæjarráði til bæjarstjóra og bæjarritara til uppfærslu á reglum sveitarfélagsins sem fjalla um framlög til stjórnmálasamtaka sem bjóða fram til sveitarstjórnarkosninga.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að uppfæra 2. gr.
Reglunum er vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að uppfæra 2. gr.
Reglunum er vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
4.
Sveitarstjórnarkosningar 2022
Umræða um fyrirkomulag sveitarstjórnarkosninga 2022 og utankjörfundaratkvæðagreiðslu.
Bæjarstjóra falið að ræða við sýslumann um fyrirkomulag utankjörfundaratkvæðagreiðslunnar.
Bæjarstjóra falið að ræða við sýslumann um fyrirkomulag utankjörfundaratkvæðagreiðslunnar.
5.
Umsókn um styrk vegna fornleifarannsókna í Stöðvarfirði 2022
Framlögð beiðni Félags áhugafólks um fornleifarannsóknir á Stöðvarfirði, um aukið fjármagn á árinu 2022.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara og leita leiða til að tryggja verkefninu aukið fjármagn frá ríki. Málið tekið fyrir að nýju í bæjarráði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara og leita leiða til að tryggja verkefninu aukið fjármagn frá ríki. Málið tekið fyrir að nýju í bæjarráði.
6.
Fjölþætt heilsuefling fyrir eldri aldurshópa
Vísað frá íþrótta- og tómstundanefnd til afgreiðslu bæjarráðs minnisblaði um verkefnið Fjölþætt heilsuefling fyrir eldri borgara sem Janus heilsuefling slf. býður upp á. Lögð fram drög að samningi frá Janusi heilsuefling slf.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
7.
Umsögn um tillögu til þingsályktunar um eignarhald í laxeldi, 419. mál.
Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um eignarhald í laxeldi, 419. mál. Umsagnarfrestur er til 1. apríl.
Vísað til atvinnu- og þróunarstjóra til skoðunar.
Vísað til atvinnu- og þróunarstjóra til skoðunar.
9.
Styrktarsjóður EBÍ 2022
Framlagt bréf Eignarhaldsfélags Brunabótafélags íslands þar sem vakin er athygli á Styrktarsjóði EBÍ en umsóknarfrestur í sjóðinn er til loka apríl.
Vísað til kynningar hjá sviðsstjórum.
Vísað til kynningar hjá sviðsstjórum.
10.
730 Búðarmelur 5a-b - Umsókn um lóð
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarráðs lóðarumsókn þar sem sótt er um lóðina við Búðarmel 5a-b undir parhús.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar.
11.
Nefndaskipan Sjálfstæðisflokks 2018 - 2022
Jens Garðar Helgason bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur beðist lausnar frá störfum í bæjarstjórn Fjarðabyggðar.
12.
Nefndaskipan Fjarðalista 2018 - 2022
Magni Þór Harðarson hefur óskað eftir leyfi sem varabæjarfulltrúi og frá öllum nefndarstörfum, þ.m.t. formennsku í menningar- og nýsköpunarnefnd, til loka kjörtímabilsins.
Birta Sæmundsdóttir mun taka við formennsku í menningar- og nýsköpunarnefnd og Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir tekur sæti varamanns. Sigurður Ólafsson tekur við formennsku í starfshópi um Íslenska Stríðsárasafnið og Birta Sæmundsdóttir tekur einnig sæti í starfshópnum.
Birta Sæmundsdóttir mun taka við formennsku í menningar- og nýsköpunarnefnd og Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir tekur sæti varamanns. Sigurður Ólafsson tekur við formennsku í starfshópi um Íslenska Stríðsárasafnið og Birta Sæmundsdóttir tekur einnig sæti í starfshópnum.
13.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 308
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá 21. mars lögð fram til afgreiðslu.
14.
Fræðslunefnd - 109
Fundargerð fræðslunefndar frá 23. mars lögð fram til afgreiðslu.
15.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 97
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 21. mars lögð fram til afgreiðslu.