Fara í efni

Bæjarráð

749. fundur
4. apríl 2022 kl. 08:30 - 10:15
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Pálína Margeirsdóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Snorri Styrkársson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Svæðisskipulag Austurlands
Málsnúmer 2102084
Kynning á svæðisskipulagi Austurlands. Eydís Ásbjörnsdóttir sat þennan lið fundarins og kynnti skipulagið sem er nú í umsagnarferli fram til 21. apríl 2022.
Vísað til kynningar í nefndum sveitarfélagsins. Bæjarstjóra, bæjarritara og sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs falið að leggja umsögn fyrir bæjarráð.
2.
Kaup á slökkvibifreið
Málsnúmer 2201128
Lagt fram minnisblað er varðar útboð á vegum Ríkiskaupa vegna kaupa á slökkvibifreið. Slökkviliðsstjóri fór yfir niðurstöðu útboðs á slökkvibifreiðum.
Bæjarráð samþykkir að gengið verði að tilboði um kaup á slökkvibifreið í gegnum Ríkiskaup sbr. minnisblað. Slökkviliðsstjóra falin vinnsla málsins.
3.
Fjárrhagsáætlun 2022 - viðauki 1
Málsnúmer 2204018
Lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2022 vegna nýrra kjarasamninga og samþykkta bæjarstjórnar í starfsmannamálum.
Bæjarráð samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar.
4.
Römpum upp Ísland
Málsnúmer 2203163
Lagt fram erindi er varðar verkefnið Römpum upp Ísland.
Bæjarráð fagnar framtakinu og vísar erindi til aðgengisfulltrúa sveitarfélagsins til vinnslu.
5.
Sveitarstjórnarkosningar 2022
Málsnúmer 2203141
Framlögð tillaga yfirkjörstjórnar í Fjarðabyggð vegna sveitarstjórnarkosninga 2022 sem haldnar verða 14. maí nk.
Kjördeildir verði á Eskifirði, Fáskrúðsfirði, Mjóafirði, Norðfirði, Reyðarfirði, Stöðvarfirði og í Breiðdal. Kjörstaðir verði í Tónlistarmiðstöðinni á Eskifirði, í Skólamiðstöð Fáskrúðsfjarðar, Sólbrekku í Mjóafirði, Nesskóla, safnaðarheimili Reyðarfjarðarkirkju, húsnæði grunnskólans á Stöðvarfirði og húsnæði grunnskólans í Breiðdal. Einstaklingar búsettir erlendis verði hafðir með kjördeildinni á Eskifirði. Opnunartími kjörstaða verði frá kl. 09:00 til 22:00 nema hvað reynt verði að loka í Mjóafirði á sama hátt og venjulega, þ.e. kl. 14:00.
Bæjarráð samþykkir tillögu yfirkjörstjórnar og vísar til staðfestingu bæjarstjórnar.
6.
Frumvarp til laga um fjarskipti, 461. mál
Málsnúmer 2203188
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um fjarskipti, 461. mál. Umsögn berist eigi síðar en 13. apríl.
Lagt fram til kynningar.
7.
Aðalfundur SSA 2022
Málsnúmer 2204012
Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) verður haldinn í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði þann 29. apríl nk. og hefst hann kl. 10:00. Vakin er athygli á því að síðar þennan sama dag mun ársfundur Austurbrúar fara fram sem og hátíðarfundur Austurbrúar í tilefni af 10 ára afmæli stofnunarinnar.
Fulltrúar Fjarðabyggðar á aðalfundi sambandsins eru aðalmenn bæjarstjórnar. Forseti bæjarstjórnar fer með umboð Fjarðabyggðar á ársfundi Austurbrúar.
8.
Flóttafólk frá Úkraínu
Málsnúmer 2203124
Fræðslunefnd og félagsmálanefnd hafa fjallað um tillögu fjölskyldusviðs sem lögð var fyrir nefndirnar en í því kemur fram að fjölskyldusvið Fjarðabyggðar er reiðubúið að sinna þeim hluta verkefnisins sem snýr að sviðinu, ef bæjarstjórn ákveður að bjóða fram aðstoð sveitarfélagsins, með fyrirvara um undirbúning og mönnun.
Bæjarráð tekur undir með nefndum og felur fjölskyldusviði umhald málsins.
9.
Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2022
Málsnúmer 2201106
Fundargerð stjórnar sambandsins frá 25.mars lögð fram til kynningar.
10.
Félagsmálanefnd - 151
Málsnúmer 2202017F
Fundargerð félagsmálanefndar frá 29.mars lögð fram til afgreiðslu.