Bæjarráð
750. fundur
11. apríl 2022
kl.
08:30
-
10:30
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson
formaður
Pálína Margeirsdóttir
varaformaður
Ragnar Sigurðsson
aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson
bæjarstjóri
Gunnar Jónsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Rekstur málaflokka 2022 - TRÚNAÐARMÁL
Lagt fram sem trúnaðarmál yfirlit yfir rekstur málaflokka og framkvæmdir fyrir janúar - febrúar og skatttekjur og launakostnað fyrir janúar - mars 2022.
2.
Grænn orkugarður á Reyðarfirði
Umræða um hugmynd að lóðaleigusamningi við CIP vegna græns orkugarðs á Reyðarfirði.
Bæjarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti og felur bæjarstjóra að vinna áfram að samningi.
Bæjarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti og felur bæjarstjóra að vinna áfram að samningi.
3.
Dalborg, hönnun á viðbyggingu
Farið yfir útfærslur í verksamningi við Launafl vegna viðbyggingar við leikskólann Dalborg á Eskfirði. Bæjarráð samþykkir útfærslur verksamnings og felur bæjarstjóra undirritun hans. Samningur verður lagður fram til kynningar á næsta fundi bæjarráðs.
4.
Sorphirða í Fjarðabyggð
Lagt fram minnisblað framkvæmdasviðs er varðar sorphirðu í Fjarðabyggð.
5.
Eistnaflug 2022
Erindi Eistnaflugs er varðar fyrirgreiðslu í tengslum við hátíðina en hún verður haldin dagana 5.-7.júlí. Um er að ræða beiðni um sömu hluti og í fyrri samningum sem gerðir hafa verið milli hátíðarinnar og bæjarins á liðnum árum.
Vísað til vinnslu á stjórnsýslu- og þjónustusviði.
Vísað til vinnslu á stjórnsýslu- og þjónustusviði.
6.
Sveitarstjórnarkosningar 2022
Samkvæmt 46.gr. samþykkta um stjórn Fjarðabyggðar og fundarsköp bæjarstjórnar, annast bæjarráð í umboði bæjarstjórnar, gerð kjörskrár, fjallar um athugasemdir við kjörskrár, gerir nauðsynlegar leiðréttingar og afgreiðir ágreiningsmál í samræmi við ákvæði laga um kosningar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að semja kjörskrá vegna sveitarstjórnakosninga þann 14. maí 2022. Jafnframt veitir bæjarráð bæjarstjóra, fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna sveitarstjórnakosninga þann 14. maí 2022. Bæjarstjóri getur ávallt vísað úrskurðum um ágreiningsmál til bæjarráðs.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að semja kjörskrá vegna sveitarstjórnakosninga þann 14. maí 2022. Jafnframt veitir bæjarráð bæjarstjóra, fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna sveitarstjórnakosninga þann 14. maí 2022. Bæjarstjóri getur ávallt vísað úrskurðum um ágreiningsmál til bæjarráðs.
7.
Endurgreiðsluhlutfall vegna réttindasafns Lífeyrissjóðs Neskaupstaðar 2022
Framlagt bréf Brúar lífeyrissjóðs þar sem lagt er til að endurgreiðsluhlutfall árið 2022 vegna réttindasafns Lífeyrissjóðs starfsmanna Neskaupstaðar í B-deild Brúar lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga, verði 74% á árinu 2022.
Bæjarráð samþykkir tillögu lífeyrissjóðsins og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar tillögu um að endurgreiðsluhlutfall á árinu 2022 vegna réttindasafns Lífeyrissjóðs Neskaupstaðar verði 74%.
Bæjarráð samþykkir tillögu lífeyrissjóðsins og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar tillögu um að endurgreiðsluhlutfall á árinu 2022 vegna réttindasafns Lífeyrissjóðs Neskaupstaðar verði 74%.
8.
Erindisbréf starfshóps um framtíðarsýn Stríðsárasafns
Lagt er til að skipunartími starfshóps um Íslenska stríðsárasafnið á Reyðarfirði verði framlengdur út kjörtímabilið.
Bæjarráð samþykkir að framlengja skipunartímann fram í miðjan maí.
Bæjarráð samþykkir að framlengja skipunartímann fram í miðjan maí.
9.
Barnaverndarnefnd 2022
Fundargerð barnaverndarnefndar frá 5.apríl lögð fram til kynningar.