Fara í efni

Bæjarráð

751. fundur
25. apríl 2022 kl. 08:30 - 10:00
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Pálína Margeirsdóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Snorri Styrkársson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Bygging skálavarðahúss í Vöðlavík
Málsnúmer 2204095
Framlagt erindi frá Ferðafélagi Fjarðamanna þar sem óskað er eftir 500.000 kr. styrk vegna byggingar skálavarðahúss í Vöðlavík.
Bæjarráð samþykkir að veita félaginu styrk fyrir umbeðinni fjárhæð. Tekið af liðnum óráðstafað 21-690.
2.
Kauptilboð í Kirkjumel Norðfjarðarsveit
Málsnúmer 2204125
Lagt fram kauptilboð frá Emil Guðfinni Hafsteinssyni í fasteignina Kirkjumel á Norðfirði.
Bæjarráð hafnar tilboði en hærra tilboð hefur boðist í eignina.
3.
Kauptilboð í Kirkjumel Norðfjarðarsveit
Málsnúmer 2204126
Lagt fram kauptilboð Stefaníu Fjólu Elísdóttur og Alejandro Guillen Mellado í fasteignina Kirkjumel á Norðfirði.
Bæjarráð samþykkir að taka kauptilboði í eignina og felur bæjarstjóra að undirrita skjöl vegna sölu eignarinnar.
4.
Ósk um ýmsar framkvæmdir í Breiðdal
Málsnúmer 2204078
Framlagt erindi framkvæmdastjóra Goðaborgar þar sem óskað er eftir úrbótum á götum í Breiðdal auk þess sem spurst er fyrir um stöðu verkefnisins Breiðtorg á Breiðdalsvík.
Bæjarráð vísar erindi til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar til skoðunar.
5.
Bygging íbúðarhúsnæðis í Breiðdal
Málsnúmer 2204079
Framlagt erindi framkvæmdastjóra Goðaborgar er varðar byggingu á íbúðarhúsnæði í Breiðdal.
Bæjarráð hefur verið að vinna að uppbyggingu leiguhúsnæðis í Fjarðabyggð í samstarfi við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og er stefnt að uppbyggingu leiguhúsnæði í Fjarðabyggð og þar á meðal í Breiðdal.
6.
Viljayfirlýsing um uppbyggingu á leiguíbúðum
Málsnúmer 2111150
Lögð fram viljayfirlýsing um uppbyggingu leiguíbúða í Fjarðabyggð milli Fjarðabyggðar, Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, Leigufélagsins Bríetar ehf. og Búðinga ehf. til styrkingar leiguíbúðamarkaðsins í sveitarfélaginu.
Bæjarráð samþykkir viljayfirlýsinguna og felur bæjarstjóra undirritun hennar.
7.
Viljayfirlýsing um samstarf - TRÚNAÐARMÁL
Málsnúmer 2107010
Lagður fram samningur við East Coast Rental ehf. um aðstöðusköpun að Sævarenda 2 á Stöðvarfirði vegna uppbyggingar á þjónustumiðstöð við fiskeldisiðnaðinn á Íslandi.
Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til staðfestingar í hafnarstjórn.
8.
Áskorun vegna sundlaugar Reyðarfjarðar
Málsnúmer 2112045
Framlagt erindi frá Íbúasamtökum Reyaðrfjarðar er varðar sundlaug á Reyðarfirði.
Bæjarráð hefur áður tekið málið til umfjöllunar en framkvæmdir geta ekki hafist við endurbætur fyrr en nýtt íþróttahús er fullbúið og það getur leyst af hólmi eldra hús.
9.
Gjöf til Stefánslaugar
Málsnúmer 2204135
Framlagt erindi frá Samvinnufélagi útgerðarmanna í Neskaupstað sem hyggst færa Stefánslaug að gjöf heitan pott og glervegg í tilefni af 90 ára afmæli félagsins. Félagið mun jafnframt standa straum að kostnaði við uppsetningu á hvoru tveggja.
Bæjarráð þakkar samvinnufélaginu fyrir höfðinglega gjöf og felur framkvæmdasviði að annast útfærslu uppsetningar í samvinnu við félagið og forstöðumann Stefánslaugar.
10.
Sveitarstjórnarkosningar 2022
Málsnúmer 2203141
Farið yfir skipan einstaklinga í kjörstjórnir vegna sveitarstjórnarkosninganna 14. maí nk. en ný kosningalög hafa leitt til vandamála við skipan þeirra vegna aukins áskilnaðar um hæfi kjörstjórnarmanna.
Bæjarstjóra falið umhald og vinnsla málsins en tillaga um skipan kjörstjórna verður lögð fyrir bæjarstjórn 5. maí nk.
11.
Aðalfundur Fiskiræktar og veiðifélags Norðfjarðarár 27. apríl 2022
Málsnúmer 2204107
Framlagt aðalfundarboð Fiskiræktar- og veiðifélags Norðfjarðarár. Tilnefna þarf fulltrúa á aðalfund Fiskiræktar- og veiðifélags Norðfjarðarár sem haldinn verður 27. apríl í Safnaðarheimili Norðfjarðarkirkju.
Bæjarráð felur bæjarritara að sækja fundinn með fullt og ótakmarkað umboð.
12.
Aðalfundur Fiskmarkaðs Austurlands 2022
Málsnúmer 2204084
Framlagt aðalfundarboð Fiskmarkaðs Austurlands sem verður haldinn 25. apríl nk. kl. 12:00 að Strandgötu 14 Eskifirði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með fullt og ótakmarkað umboð á fundinum.
13.
Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2022
Málsnúmer 2201187
Fundargerð samtaka orkusveitarfélaga frá 1. apríl lögð fram til kynningar.
14.
Fræðslunefnd - 110
Málsnúmer 2204009F
Fundargerð fræðslunefndar frá 20. apríl sl. lögð fram til afgreiðslu.